Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Rás 2 ekki með Ingó á sérstökum bannlista

Útvarpskonan Heiða, sem sér um Næturvakt Rásar 2 þar sem tekið er á móti óskalögum hlustenda, kom sér hjá því að spila lög með Ingólfi Þórarinssyni um helgina þó óskir um það lægju fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði

Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin.

Innlent
Fréttamynd

Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum

Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi.

Innlent
Fréttamynd

Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð

Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð.  Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi

Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með 27 kíló af grasi og 53 lítra af gambra

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn var tekinn með mikið magn maríjúana, kannabisstangla, plöntur og tæpt kíló af amfetamíni. Þá bruggaði maðurinn sömuleiðis gambra.

Innlent
Fréttamynd

Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Martraðarnágrannar hafa valdið ónæði í mörg ár

Kaupandi íbúðar í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hefði líklega aldrei keypt hana ef seljendur hefðu sagt henni alla söguna af nágrönnum hennar. Kaupandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við nágranna sína. Þá hefur hún áhyggjur af börnum sem búa í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stór­fellt fíkni­efna­smygl

Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála.

Innlent
Fréttamynd

KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers.

Körfubolti
Fréttamynd

Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna.

Innlent
Fréttamynd

Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista

Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans.

Viðskipti innlent