Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í lögreglumann Maður var dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir brot gegn valdastjórninni Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í lögreglumann og þar að auki sparkað í fætur fangavarðar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Innlent 23. október 2021 13:21
Ríkissaksóknari skoðar hvort áfrýja eigi Rauðagerðisdóminum Ríkissaksóknari fer nú yfir dóminn í Rauðagerðismálinu og önnur gögn, áður en tekin verður ákvörðun um hvort áfrýja eigi dóminum. Innlent 23. október 2021 09:52
Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Innlent 22. október 2021 18:31
Þrjú ár fyrir nauðgun: Sagðist mjög kinkí í rúminu en fór fram með ofbeldi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga vinkonu sinni haustið 2018. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem áður hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. Innlent 22. október 2021 16:25
Reiðhjólaslys varð til þess að SÍ endurskoðar bætur afturvirkt Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu fjögur árin sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku. Tilefnið er dómur Hæstaréttar frá því í sumar, þar sem tekist var á um uppgjör bóta vegna reiðhjólaslyss árið 2015. Innlent 22. október 2021 15:00
Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg. Innlent 22. október 2021 14:14
Skrýtið að Angjelin fái sömu refsingu og tíðkast við ástríðuglæp Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings. Innlent 22. október 2021 12:01
Ákærður fyrir morðið á þingmanninum Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 21. október 2021 15:15
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. Innlent 21. október 2021 13:47
Bauð sátt tveimur dögum áður en 167 milljóna dómsmál átti að hefjast Stjórn Sorpu bauð Birni Halldórssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtæksins, sátt í máli sem hann höfðaði gegn fyrirtækinu tveimur dögum áður en aðalmeðferð þess, þar sem hann krafðist 167 milljóna í bætur fyrir ólöglega uppsögn, átti að hefjast. Viðskipti innlent 21. október 2021 11:22
Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun. Innlent 21. október 2021 11:00
Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum. Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu. Innlent 21. október 2021 10:49
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. Innlent 21. október 2021 10:43
„Það verða eftirmálar af þessu“ Oddgeir Einarsson, lögmaður Angjelin Sterkaj, segir fangelsisdóm í málinu gegn honum í takt við væntingar, þar sem hann hafði játað morðið á Armando Beqirai. Verjandi Murat Selivrada var afar harðorður í garð ákæruvaldsins og sagði málinu ekki lokið. Innlent 21. október 2021 09:11
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Innlent 21. október 2021 08:53
Sorpa og Björn ná sáttum Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári. Viðskipti innlent 21. október 2021 07:50
Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp í dag Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Innlent 21. október 2021 06:41
Dómur kveðinn upp í Rauðagerðismálinu á morgun Dómur verður kveðinn upp í Rauðagerðismálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 8:50 í fyrramálið. Fjórir eru ákærðir í málinu þeirra á meðal Angjelin Sterkaj sem er sakaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. Innlent 20. október 2021 13:52
Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Innlent 20. október 2021 13:16
Sýknaður af því að hafa beitt blekkingum til að öðlast veiðirétt í sunnlenskri á Karlmaður sem sakaður var um að hafa beitt blekkingum til að koma því til leiðar að félag í hans eigu væri með gildandi leigusamning um veiðirétt í ótilgreindri sunnlenskri á hefur verið sýknaður af ákæru þess efnis. Innlent 19. október 2021 21:27
Íbúar í Fellunum lögðu verktaka í tugmilljóna deilu Verktakafyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Torfufelli 23-35 í Breiðholti 34 milljónir króna í nærri áratuga langri deilu um framkvæmdir á fjölbýlishúsinu. Innlent 19. október 2021 19:32
Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. Innlent 19. október 2021 11:48
Umtalað ofbeldismál fékk ekki leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar. Innlent 18. október 2021 10:50
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. Innlent 15. október 2021 23:27
Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Innlent 15. október 2021 18:09
Dómur vegna nauðgunar á sex ára barnabarni þyngdur um hálft ár Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa nauðgað og kynferðislega brotið á sex ára gömlu stjúpbarnabarni sínu. Þá var maðurinn dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. Innlent 15. október 2021 16:27
„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. Innlent 14. október 2021 21:32
Zúistabræðrum hafnað um gögn sem leiddu til rannsóknar Landsréttur hefur hafnað kröfum forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að fá aðgang að erindi frá Skrifstofu fjármálagerninga lörgeglu (SFL) og tilkynningu sem erindið byggði á. Forsvarsmennirnir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. Innlent 14. október 2021 15:54
Þurfa ekki að fella aspir eftir nágrannadeilur í Grafarvogi Húseigendur í Grafarvogi þurfa ekki að fella fjórar aspir á lóð sinni að ósk nágranna. Nágranninn vildi aspirnar burt eða í versta falli styttar. Innlent 13. október 2021 23:45
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Innlent 13. október 2021 19:01