Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dómstóllinn hafnaði beiðninni

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþátt í dómi Mannréttindadómstólsins í máli íslensks sjómanns gegn ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir varnarliðsins ólögmætar

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að uppsagnir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, á hluta starfstengdra kjara félagsmanna hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands, séu ólögmætar.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að breyta þurfi lögum

Líklegt er að breyta þurfi lögum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið ákvæði um friðhelgi eignarréttarins. 

Innlent
Fréttamynd

Bóndinn ábyrgur fyrir kindinni

Héraðsdómur Reykjavíkur gerði með dómi sínum í gær bónda ábyrgan fyrir kind sem slapp upp á þjóðveg og olli tjóni á bíl sem ók á hana. Lausaganga búfjár er bönnuð þar sem atvikið varð og er bóndinn talinn bera ábyrgð á því að hún slapp upp á veg.

Innlent
Fréttamynd

6 mánuðir fyrir tvær líkamsárásir

Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir tvær líkamsárásir. Maðurinn réðst á tvo menn í miðbæ Reykjavíkur í júlí árið 2003 og sló annan þeirra með flösku í höfuðið og réðst á hinn manninn með brotinni flösku og stakk hann í aftanverðan hálsinn með þeim afleiðingum að hann hlaut fjóra skurði.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumaður greiði skaðabætur

Lögreglumaður, sem stöðvaði bifhjól með því að aka í veg fyrir það á Ægissíðu síðastliðið vor, var dæmdur til að greiða ökumanni bifhjólsins skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumaður dæmdur í Héraðsdómi

Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor.

Innlent
Fréttamynd

10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur eftir níu ár í felum

Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir Skeljungsránið. Fyrrverandi eiginkona hans kom lögreglunni á sporið. Aðeins lítill hluti af sex milljóna króna ránsfeng hefur komist til skila.

Innlent
Fréttamynd

Greiði bætur upp á 3 milljónir

Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti dóminn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna.

Innlent
Fréttamynd

18 mánuðir fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd.

Innlent
Fréttamynd

Stígamót óttast afleiðingarnar

Talskona Stígamóta segist óttast að dómur yfir tveimur stúlkum, sem lugu nauðgun upp á varnarliðsmann, ýti undir ranghugmyndir um að vitni segi almennt ósatt í nauðgunarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán afbrot á einum degi

Þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir tugi afbrota af ýmsum toga sem hann hefur framið upp á síðkastið. Einn daginn náði hann að fremja þrettán afbrot.

Innlent
Fréttamynd

Mildaði kynferðisbrotadóm

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir kynferðisbrotamanni vegna mótsagnakennds framburðar eins fórnarlamba hans. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf og alvarleg kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum og þriðju stúlkunni og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Stúlkurnar voru 11-14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dómur í Skeljungsráninu þyngdur

Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Stefán fékk tveggja ára dóm í héraði en ránið framdi hann ásamt tveimur öðrum við Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal á sér ekki málsbætur

Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Eignarhlutur konunnar 15%

Helmingaskipti við skilnað gilda ekki um fólk í óvígðri sambúð miðað við dóm Hæstaréttar í dag. Dómurinn fjallaði um mál pars sem var í sambúð í fjögur ár. Þegar upp úr slitnaði hafði parið keypt íbúð, sem karlmaðurinn hafði þó greitt öll gjöld af, og greitt útborgun með hagnaði af íbúð sem hann átti áður einn.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 14 mánaða fangelsi

Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að hafa stolið tæplega 30 bifreiðum, skemmt sumar þeirra og stolið úr þeim. Maðurinn hefur hlotið dóma áður og rauf skilorð með þessu.

Innlent
Fréttamynd

Stofnunin sýknuð af kröfu föður

Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs.

Innlent
Fréttamynd

11 milljóna bætur vegna vinnuslyss

Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur

Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur vítti Sýslumann

Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Brennuvargur fyrir rétti

Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Innlent
Fréttamynd

2 1/2 ár fyrir kynferðisbrot

Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981.

Innlent
Fréttamynd

Bar fyrir sig stundarbrjálæði

"Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Tilefnislausar árásir

Þrír ungir menn voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa tvívegis sömu nóttina framið tilefnislausar líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur. 

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn staðfestur af Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og sett fé sjóðsins í stórfellda hættu.

Innlent