Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Síbrotamaður í fimm ára fangelsi

Hæstiréttur dæmdi í dag síbrotamann í fimm ára fangelsi fyrir mikinn fjölda brota. Maðurinn var sakfelldur fyrir var nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðganir

Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á hendur fyrrverandi sambúðarkonu sinni og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart annarri fyrrverandi unnustu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu amfetamíns

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu rúmlega 40 gramma af amfetamíni, en efnið fannst í bíl hans við leit lögreglu í september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir gáleysislegan akstur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Pólverja í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, og svipt hann ökuleyfi í þrjú ár fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis en bíllinn endaði á steinblokkum skammt frá IKEA-versluninni í Garðabæ og lést farþegi í bílnum við það.

Innlent
Fréttamynd

Matvöruþjófnaður reyndist dýrkeyptur

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið mat úr verslun Hagkaupa í Kringlunni að verðmæti rúmlega fimm þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að stinga mann í handlegginn

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 19 ára pilt í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til ríflega 30 þúsund króna sektar fyrir þjófnaði og tilraun til þjófnaðar. Þá var jafnaldri piltsins dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir að kaupa 110 þúsund smyglsígarettur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa keypt saman 550 karton af sígarettum sem þeir máttu vita að var smyglvarningur.

Innlent
Fréttamynd

Litháar úrskurðaðir í farbann vegna þjófnaða

Hæstiréttur staðfesti í dag farbann héraðsdóms yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um þjófnaði hér á landi í síðasta mánuði. Gildir farbannið þar til dómur fellur í máli þeirra en þó ekki lengur en til 2. maí.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði afgreiðslukonu með hamri

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir þjófnað á heimavist á Akureyri

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í tveimur herbergjum á heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrrahaust.

Innlent
Fréttamynd

Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi

Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að rota mann með hnefahöggi

Karlmaður á þrítugaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt mann í anditið þannig að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Atvikið átti sér stað í Kringlunni í september í fyrra og játaði maðurinn á sig árásina.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á salerni í kjallara Hótels Sögu aðfaranótt laugardagsins síðasta. Maðurinn var handtekinn á sunnudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en maðurinn kærði þann úrskurð.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldur fyrir árás á lögreglumenn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem hugðust handtaka hann. Var manninum gefið að sök að hafa sparkað í handlegg annars lögreglumannsins og kýlt hinn í andlitið þannig að hann hlaut mar og yfirborðsáverka í andlit.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag. Konan reyndi í haust að smygla hassi í leggöngum sínum inn í fangelsið en fíkniefnahundur varð efnanna var

Innlent
Fréttamynd

Flugnema dæmdar bætur vegna flugslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag flugkennara og flugskóla til þess að greiða flugnema um 3,8 milljónir króna í skaðabætur vegna flugslyss sem hann lenti í í æfingaflugi árið 2003.

Innlent