Hótaði afgreiðslukonu með hamri Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað. Innlent 4. apríl 2007 13:53
Dæmdur fyrir þjófnað á heimavist á Akureyri Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í tveimur herbergjum á heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrrahaust. Innlent 3. apríl 2007 13:00
Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár. Innlent 3. apríl 2007 12:41
Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. Innlent 2. apríl 2007 17:21
Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. Innlent 2. apríl 2007 16:55
Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Innlent 2. apríl 2007 16:43
Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa naugðað konu á salerni í kjallara á Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald mánudaginn 19. mars. Innlent 30. mars 2007 16:57
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að rota mann með hnefahöggi Karlmaður á þrítugaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt mann í anditið þannig að hann rotaðist og hlaut heilahristing. Atvikið átti sér stað í Kringlunni í september í fyrra og játaði maðurinn á sig árásina. Innlent 30. mars 2007 14:25
Staðfestir gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á salerni í kjallara Hótels Sögu aðfaranótt laugardagsins síðasta. Maðurinn var handtekinn á sunnudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn en maðurinn kærði þann úrskurð. Innlent 23. mars 2007 16:51
Sakfelldur fyrir árás á lögreglumenn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem hugðust handtaka hann. Var manninum gefið að sök að hafa sparkað í handlegg annars lögreglumannsins og kýlt hinn í andlitið þannig að hann hlaut mar og yfirborðsáverka í andlit. Innlent 23. mars 2007 15:38
Sýknaði mann af þjófnaði vegna vankanta á skýrslutöku Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa brotist inn í Skíðaskálann í Hveradölum í félagi við konu og haft þaðan á brott peninga, hitakönnu og matvæli. Maðurinn neitaði sakargiftum fyrir dómi og bar við minnisleysi. Innlent 22. mars 2007 17:17
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra. Innlent 19. febrúar 2007 12:01
Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi. Innlent 8. febrúar 2007 17:09
Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum. Innlent 1. febrúar 2007 16:49
Fangelsi fyrir að neita að greiða fyrir mat og leigubíl Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að neita að greiða fyrir veitingar sem hann snæddi á veitingastað í borginni og fyrir að neita að borga leigubílafargjald. Innlent 1. febrúar 2007 11:31
Fangelsuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag. Konan reyndi í haust að smygla hassi í leggöngum sínum inn í fangelsið en fíkniefnahundur varð efnanna var Innlent 31. janúar 2007 16:52
Skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir og tvo karlmenn í fjögurra og fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild að annarri þeirra. Innlent 30. janúar 2007 15:41
Flugnema dæmdar bætur vegna flugslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag flugkennara og flugskóla til þess að greiða flugnema um 3,8 milljónir króna í skaðabætur vegna flugslyss sem hann lenti í í æfingaflugi árið 2003. Innlent 29. janúar 2007 14:42
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir veskisþjófnað Hæstiréttur staðfesti í dag eins og hálfs árs fangelsisdóm hérðasdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa stolið veski úr verslun sem hann vann hjá og tekið út tíu þúsund krónur af debetkorti í veskinu. Með þessu rauf hann skilorð dóms þar sem hann hafði hlotið 18 mánaða fangelsi. Innlent 25. janúar 2007 16:35
Sakfelldir fyrir þjófnað á Laugarvatni Tveir 15 og 16 ára unglingar hafa verið sakfelldir fyrir þjófnað í Héraðsdómi Suðurlands en dómurinn hefur ákveðið að fresta ákvörðun refsingar yfir þeim þannig að hún falli niður einu ári frá dómsuppsögu haldi þeir skilorð. Innlent 22. janúar 2007 14:10
Dæmdur fyrir þjófnað í starfi sem öryggisvörður Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið meðal annars peningum, tölvu og flatskjá í húsnæði Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi þegar hann starfaði sem öryggisvörður Securitas. Innlent 22. janúar 2007 13:49
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að grýta mann með hellubroti Karlmaður var í Hæstarétti í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta gangstéttarhellubroti í andlit annars manns með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð við auga auk þess sem sex tennur brotnuðu í munni hans. Innlent 19. janúar 2007 08:07
Ríflega níu milljóna króna bætur vegna líkamsárásar Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann til að greiða öðrum manni ríflega 9,3 milljónir króna í skaðabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í líkamárás sem átti sér stað í september 1998. Innlent 18. janúar 2007 17:24
Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Innlent 17. janúar 2007 13:40
Hafnar kröfu ríkisins um útburð af lóð á Akureyrarflugvelli Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að maður yrði borinn út af lóð á Akureyrarflugvelli með beinni aðfargerð en á lóðinni stendur flugskýli sem hann á. Þar með staðfesti dómurinn úrskurð Héraðsdóms. Innlent 10. janúar 2007 16:46
Eins árs fangelsi fyrir að kveikja í íbúð og bíl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmanna í eins árs fangelsi fyrir að reyna að kveikja í bæði íbúð og bíl þannig að það hafði í för með sér almannahættu. Innlent 10. janúar 2007 09:30
Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi eiginkonu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, og til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður 400 þúsund krónur í miskabætur vegna stórfelldrar líkamsárásar á hana í maí árið 2005. Innlent 9. janúar 2007 15:15
Sakfelldur fyrir ölvunarakstur á bílaplani Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til greiðslu 135 þúsund króna í sekt og var sviptur ökuskírteini í eitt ár fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis fyrir utan skemmtistað á Selfossi. Innlent 8. janúar 2007 13:43
Kveikt í flugeldum og tertum inni í bíl Bifreið á Akureyri skemmdist mikið að innan í gær eftir að kveikt hafði verið í flugeldum og tertum inni í henni. Fram kemur í frétt frá lögreglunni á Akureyri að eigandi bílsins hafi skilið bílinn eftir fyrir utan húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar við Frostagötu aðfaranótt sunnudags, en í aftursætinu voru nokkrar tertur og flugeldar. Innlent 8. janúar 2007 10:20
Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot. Innlent 5. janúar 2007 15:26
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent