Til hamingju ÍR Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, tileinkaði félaginu bikartitilinn í dag á 100 ára afmæli ÍR. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði betra liðið hafa unnið í dag. Körfubolti 17. febrúar 2007 17:55
ÍR-ingar bikarmeistarar ÍR-ingar eru bikarmeistarar karla í körfubolta árið 2007 eftir 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í Laugardalshöllinni. ÍR hafði undirtökin lengst af í leiknum en Hamarsmenn voru aldrei langt undan og voru lokasekúndurnar æsispennandi líkt og í kvennaleiknum fyrr í dag. Körfubolti 17. febrúar 2007 17:41
ÍR-ingar yfir í hálfleik ÍR hefur nauma forystu gegn Hamri 36-34þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni. ÍR hefur verið með frumkvæðið framan af leiknum, en Hamar minnkaði muninn niður í tvö stig rétt fyrir hlé. Körfubolti 17. febrúar 2007 17:00
Sanngjarn sigur ÍR á Keflavík ÍR-ingar hituðu upp fyrir úrslitaleikinn í bikarnum um helgina með því að leggja Keflvíkinga nokkuð örugglega í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld 97-81. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum og náðu að standa af sér mikið áhlaup gestanna í síðari hálfleik. ÍR er nú í 7. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík situr í 5. sætinu með 20 stig. Nánari umfjöllun um leikinn verður á Vísi snemma í fyrramálið. Körfubolti 12. febrúar 2007 21:24
ÍR tekur á móti Keflavík í kvöld Einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en þar tekur ÍR á móti Keflavík í Seljaskóla. Keflvíkingar hafa verið í vandræðum í vetur og hafa enn ekki fundið taktinn, en ÍR-ingar hafa náð að hrista af sér dapra byrjun og eru nú í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Körfubolti 12. febrúar 2007 17:49
Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. Körfubolti 11. febrúar 2007 21:45
Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. Körfubolti 9. febrúar 2007 20:57
Njarðvíkingar sigruðu í grannaslagnum Fjórir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Njarðvíkur eru enn á toppnum eftir góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 98-94 eftir framlengdan leik, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Keflavík lagði Þór Þorlákshöfn 86-74, Snæfell burstaði ÍR 95-72 og Hamar vann góðan útisigur á Tindastól 94-83. Körfubolti 8. febrúar 2007 21:39
Tveir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Í kvöld fara fram tveir leikir í úrvalsdeild karla í körfbolta og einn í kvennaflokki. Í karlaflokki tekur Fjölnir á móti KR í Grafarvogi og Njarðvíkingar taka á móti Tindasólsmönnum. Breiðablik mætir svo ÍS í kvennaflokki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 2. febrúar 2007 18:15
Þór Þorlákshöfn skellti Snæfelli Fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn skellti Snæfelli óvænt 81-78, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum á útivelli 95-70, Grindvíkingar komu fram hefndum síðan í bikarnum á dögunum og lögðu ÍR í Seljaskóla 93-81og þá vann Skallagrímur 99-77 sigur á Hamri. Körfubolti 1. febrúar 2007 21:48
Muhammad lék aðeins sex leiki Bandaríski leikmaðurinn Ismail Muhammad er á heimleið eftir að hafa spilað aðeins sex leiki með Keflavík. Keflavík hafði aðeins unnið 2 af þessum 6 leikjum og Muhammad var með 17,0 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deildinni. Körfubolti 31. janúar 2007 00:01
Tindastóll lagði ÍR í framlendum leik Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta. Tindastóll lagði ÍR fyrir norðan 103-97 eftir framlendan leik og Snæfell burstaði Hauka í Hólminum 96-71. Þá var einn leikur í kvennaflokki þar sem Keflavík vann öruggan sigur á ÍS 83-65 á útivelli. Körfubolti 22. janúar 2007 21:59
Njarðvíkingar á toppinn Njarðvíkingar sitja nú einir á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á liði Hamar/Selfoss í Hveragerði í kvöld 75-69. Á sama tíma töpuðu KR-ingar fyrir Skallagrími í Borgarnesi 93-84 og Keflvíkingar unnu loks sigur þegar liðið skellti Fjölni 102-90 í Keflavík. Þá vann Grindavík nauma sigur á Þór Þorlákshöfn 98-97 í hörkuleik. Körfubolti 21. janúar 2007 21:23
KR og Njarðvík áfram á toppnum KR og Njarðvík sitja enn í toppsætum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR vann góðan sigur á Keflavík 93-82 í vesturbænum í kvöld og Njarðvík lagði Skallagrím á heimavelli 95-91. Snæfell lagði Fjölni í Grafarvogi 87-84 og ÍR lagði Hamar 99-76. Körfubolti 18. janúar 2007 21:09
Risaleikir í körfunni í kvöld Fjórir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og eru þeir hver öðrum áhugaverðari. Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Fjölni taka á móti gömlu félögum hans í Snæfelli, heit lið ÍR og Hamars mætast í Breiðholti og þá eru tveir tröllaleikir þar sem Njarðvík tekur á móti Skallagrími og Keflvíkingar sækja KR-inga heim. Körfubolti 18. janúar 2007 17:20
Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu. Körfubolti 13. janúar 2007 19:24
Búið að tilkynna þáttakendur í skotkeppninni Körfuknattleikssambandið er nú búið að tilkynna þáttakendur í skotkeppninni í stjörnuleikjum KKÍ um helgina. Kvennaleikurinn hefst klukkan 14 á laugardag og karlaleikurinn klukkan 16 og leikið verður í DHL höllinni í Frostaskjóli. Körfubolti 11. janúar 2007 22:30
Bikarmeistararnir fá ÍR í heimsókn Í kvöld var dregið í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Bikarmeistarar Grindavíkur í karlaflokki mæta þá ÍR og Hamar/Selfoss fær heimaleik gegn Keflavík. Í kvennaflokki mætast annarsvegar Keflavík og Hamar og hinsvegar Grindavík og Haukar. Leikirnir fara fram í lok mánaðarins. Körfubolti 10. janúar 2007 23:34
Búið að velja í stjörnuliðin Nú er búið að velja í stjörnulið karla og kvenna í körfubolta, en árlegir stjörnuleikir fara fram í DHL-höllinni í vesturbænum á laugardaginn. Kvennaleikurinn er klukkan 14 og karlaleikurinn klukkan 16. Blandað er í liðum í kvennaflokki en hjá körlunum er það úrvalslið Íslendinga gegn úrvalsliði Íslands. Þá verða skotkeppnin og troðkeppnin á sínum stað ef næg þáttaka verður. Körfubolti 10. janúar 2007 16:28
Keflavík og ÍR í undanúrslit Keflavík og ÍR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu lið FSU 117-77 og ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím 82-88 í Seljaskóla. Það eru því Keflavík, Grindavík, Hamar/Selfoss og ÍR sem eru komin í undanúrslitin í bikarnum. Körfubolti 9. janúar 2007 21:09
Grindavík áfram í bikarnum Karlalið Grindavíkur lagði KRb í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld 100-76 og er því komið í undanúrslit keppninnar líkt og Hamar/Selfoss. Átta liða úrslitunum líkur annað kvöld með leikjum ÍR-Skallagríms og FSU-Keflavík. Keflavík lagði svo Breiðablik í kvennaflokki í kvöld 91-36 og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Körfubolti 8. janúar 2007 21:40
Skallagrímur lagði Keflavík Skallagrímur lagði Keflavík 100-98 í hörkuleik í úrvalsdeild karla sem fram fór í Borgarnesi í dag. Heimamenn náðu mest 17 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar náðu að jafna í lokin. Það var svo Axel Kárason sem gerði út um leikinn þegar 5 sekúndur voru eftir með tveimur vítaskotum. Körfubolti 6. janúar 2007 17:46
Loksins sigur hjá Bárði Bárður Eyþórsson krækti í sinn fyrsta sigur sem þjálfari síðan 22. október í kvöld þegar hans menn í Fjölni unnu óvæntan útisigur á Grindvíkingum í úrvalsdeild karla í körfubolta 85-78. Fjölnir er því kominn af fallsvæðinu og er í 10. sæti deildarinnar en Grindavík er í 6. sæti. Körfubolti 5. janúar 2007 21:04
Bumban fær góðan liðsstyrk Lið KR b, eða Bumban eins og það er gjarnan kallað, hefur nú fengið til sín góðan liðsstyrk fyrir bikarleikinn gegn Grindavík á mánudaginn. Hér er um að ræða Bandaríkjamanninn Ben Jacobson frá Northern Iowa háskólanum. Körfubolti 5. janúar 2007 17:05
KR og Njarðvík á toppnum KR og Njarðvík sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR-ingar unnu góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi 74-71, Njarðvík lagði ÍR syðra 100-85, Tindastóll lagði Hauka 79-75 og Hamar/Selfoss lagði granna sína í Þór 80-68 í Hveragerði. Körfubolti 4. janúar 2007 21:27
Snæfell yfir í hálfleik Snæfell hefur yfir 46-42 gegn KR í stórleik kvöldsins í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan í fyrri hálfleik en munirinn hefur þó aldrei verið mikill. Bein lýsing á leiknum er á heimasíðu KR-inga. Körfubolti 4. janúar 2007 19:56
Risaslagur í Hólminum í kvöld Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar Snæfell tekur á móti KR í Stykkishólmi. Þá mætast grannarnir Hamar/Selfoss og Þór í Hveragerði, Njarðvík tekur á móti ÍR og Tindastóll mætir Haukum á Sauðárkróki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 Körfubolti 4. janúar 2007 16:19
Soltau farinn frá Keflavík Danski miðherjinn Thomas Soltau hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta og heldur til síns heima á morgun. Á vef Keflavíkur kemur fram að Soltau hafi ekki hentað nógu vel í leikskipulagi liðsins en hann skoraði 15 stig að meðaltali fyrir liðið í vetur. Körfubolti 2. janúar 2007 17:45
Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. Körfubolti 30. desember 2006 18:05
KR vann en Skallagrímur tapaði KR vann mjög mikilvægan útisigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. KR skoraði 89 stig gegn 78 stigum heimamanna og náði með sigrinum tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Skallagrímur tapaði óvænt fyrir ÍR í Breiðholtinu. Körfubolti 29. desember 2006 21:09