Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stórleikur í Grindavík í kvöld

    Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar grannarnir Grindavík og Keflavík eigast við í Röstinni í Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar frá keppni í mánuð

    Fyrirliðinn Fannar Ólafsson hjá Íslandsmeisturum KR í körfubolta verður frá keppni í einn mánuð vegna meiðsla á hné og hásin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Fannar meiddist í leik í Powerade bikarnum á sínum tíma og hefur ekki verið á fullum styrk síðan. Vonir standa til um að hann verði orðinn góður áður en úrslitakeppnin hefst í vor.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Auðvelt að segja já

    Sigurður Ingimundarson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að halda áfram með karlalandsliðið í körfubolta þegar hann var beðinn um það. Sigurður hefur verið með liðið í fjögur ár og skrifaði undir tveggja ára framlengingu á blaðamannafundi á veitingahúsinu Carpe Diem í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri

    Einn leikur fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan lagði Hamar í Garðabæ 83-63 og fer því í 9. sæti deildarinnar. Hamar er enn á botninum með aðeins tvö stig úr tíu leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell steinlá í Seljaskóla

    Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR burstaði Snæfell 102-77 í Seljaskóla, Keflavík vann Skallagrím 92-80, KR lagði Tindastól 97-91 og Njarðvík lagði Fjölni suður með sjó 87-75.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Rafmögnuð spenna í vesturbænum

    Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur Keflvíkinga

    Keflavík og Haukar áttust við í toppslag Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. Keflavík rétti úr kútnum eftir tapið fyrir Grindavík í síðustu umferð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lýsingarbikarinn fær vefsíðu

    Sérstakri heimasíðu í kring um Lýsingarbikarinn í körfubolta hefur nú verið ýtt úr vör. Þetta er áhugaverð síða fyrir körfuknattleiksaðdáendur þar sem fram koma upplýsingar um allt mögulegt sem tengist bikarkeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Egill ver flest skot í Iceland Express deildinni

    Í dag voru veitt verðlaun fyrir bestu leikmenn og þjálfara fyrstu 8 umferðanna í Iceland Express deild karla í körfubolta. Í framhaldi af því tók Óskar Ófeigur Jónsson á Fréttablaðinu saman atkvæðamestu leikmennina í helstu töfræðiþáttum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík enn með fullt hús stiga

    Keflvíkingar eru enn með fullt hús stiga í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir nauman sigur á Tindastól 89-97 á Sauðárkróki í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í 9. umferð deildarinnar og Keflavík er á toppnum með 18 stig, en Stólarnir í því 10. með 6 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Walker og Sigurður bestir

    Nú í hádeginu voru bestu leikmenn, besti þjálfari og dómari í fyrstu átta umferðum Iceland Express deildar karla verðlaunaðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingram farinn frá Stjörnunni

    Miðherjinn þéttvaxni Maurice Ingram er farinn frá körfuknattleiksliði Stjörnunnar eftir að körfuknattleiksdeild félagsins ákvað að framlengja ekki við hann reynslusamning. Ingram spilaði þrjá leiki fyrir liðið og skoraði innan við 10 stig að meðaltali, en hirti reyndar rúm 16 fráköst í leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sannfærandi sigur hjá KR

    KR-ingar unnu í kvöld öruggan sigur á ÍR 92-60 í Iceland Express deild karla í körfubolta. Sigur KR var aldrei í hættu eftir að liðið fór með 44-29 forystu til búningsherbergja í hálfleik. KR-ingar hittu ekki sérstaklega vel úr langskotum sínum í leiknum en það var fyrst og fremst harður varnarleikur meistaranna sem skóp sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar yfir í hálfleik

    KR-ingar hafa þægilega 15 stiga forystu 44-29 gegn ÍR í leik liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Jovan Zdravevski er kominn með 12 stig hjá KR, Joshua Helm 9 og 9 fráköst, Avi Vogel 9 og Helgi Magnússon 9. Sveinbjörn Claesen er stigahæstur hjá ÍR með 9 stig. KR-ingar luku hálfleiknum á 10-0 spretti og hafa því þægilegt forskot í hálfleik þrátt fyrir frekar slaka hittni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tók Celtics fram yfir Keflavík

    Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ekki með sínum mönnum í sigrinum á Stjörnunni í kvöld þar sem hann er í Bandaríkjunum að fylgjast með Boston Celtics. Jón Norðdal Hafsteinsson var nokkuð sáttur við leik sinna manna í Keflavík í fjarveru þjálfarans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Auðveldur sigur Keflvíkinga

    Keflavík er enn efst og ósigrað í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sannfærandi 101-80 útisigur á Stjörnumönnum í Ásgarði í kvöld. Keflvíkingar höfðu yfir 32-18 og litu aldrei til baka eftir það.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík leiðir eftir þrjá leikhluta

    Keflvíkingar eru á góðri leið með að innbyrða sigur í leik sínum gegn Stjörnunni í Iceland Express deildinni en þeir hafa yfir 73-59 þegar einum leikhluta er ólokið. Keflvíkingar eru taplausir í deildinni og fátt bendir til þess að liðið tapi fyrsta leiknum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar með örugga forystu

    Keflavík hefur yfir 58-42 gegn Stjörnunni þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Iceland Express deild karla á Ásvöllum. Keflvíkingar höfðu yfir 32-18 eftir fyrsta leikhlutann en heimamenn náðu að minnka muninn í 10 stig snemma í öðrum leikhluta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Walker fer hamförum í Ágarði

    Keflvíkingar koma vel stemmdir til leiks gegn Stjörnunni í leik liðanna í Iceland Express deild karla og hafa yfir 32-18 að loknum fyrsta leikhluta. B.A. Walker sjóðandi heitur í liði Keflavíkur og er búinn að skora tveimur stigum meira en allt Stjörnuliðið í leikhlutanum - 20 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þessi leikur hefur allt til að bera

    Sjöttu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður í Keflavík þar sem ósigraðir heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum KR. Þá mætast botnlið Þórs og Hamars á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

    Körfubolti