Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Tommy fékk að ráða því hvort hann kæmi með í Hólminn

    KR-ingurinn Tommy Johnson átti sinn langbesta leik í langan tíma þegar KR-ingar unnu 19 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Tommy hafði aðeins skorað 11 stig í fyrstu þremur leikjum KR í úrslitkeppninni en skoraði 18 stig í kvöld. Tommy setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Þeir svöruðu vel í dag enda með frábært lið

    Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að horfa upp á sína menn tapa með 19 stigum fyrir KR á heimavelli sínum í Hólminum í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell gat komist í 2-0 í einvíginu og þar með í algjöra lykilstöðu en nú er staðan orðin 1-1 og KR er aftur komið með heimavallarréttinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik

    „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    1-0 fyrir Snæfell - myndir

    Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar: Við vinnum í Hólminum

    „Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells

    KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús: Elska að fá Keflavík núna

    Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Létt verk og löðurmannlegt hjá Keflavík

    Keflavík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar eftir að hafa unnið Tindastól örugglega í oddaleik í Toyota-sláturhúsinu í kvöld 107-78. Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta og gestirnir áttu aldrei möguleika eftir það.

    Körfubolti