Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. Fótbolti 17. september 2022 16:20
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-ÍBV 3-0 | Blikar í kjörstöðu fyrir úrslitakeppnina Breiðablik, topplið Bestu-deildar karla í knattspyrnu, vann 3-0 sigur á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. Liðið er í kjörstöðu fyrir skiptingu deildarinnar en Víkingur og KA eru átta stigum á eftir Blikum í dag. Íslenski boltinn 17. september 2022 16:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-1 FH | Stjarnan endar í efri helming og FH í fallsæti Stjarnan endar fyrsta leiktímabil Bestu-deildarinnar í 6. sæti og leikur því í efri hluta úrslitakeppninnar eftir 2-1 sigur á FH í lokaumferð deildarkeppninnar. Á sama tíma enda FH-ingar deildarkeppninna í fallsæti. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðbæinga í dag. Íslenski boltinn 17. september 2022 15:55
Tekst Fram eða Keflavík að komast upp í efri hlutann? Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00. Íslenski boltinn 17. september 2022 10:01
Ívar skall harkalega á stöngina: „Ætlarðu að sýna þetta?“ Ívar Örn Árnason hefur spilað frábærlega í vörn KA í sumar en hann lenti í slæmum árekstri við aðra stöngina á marki Breiðabliks í stórleiknum í Bestu deildinni í fótbolta á sunnudaginn. Íslenski boltinn 14. september 2022 09:01
Tíu sem missa af lokaumferðinni vegna leikbanns Tíu leikmenn munu missa af lokaumferð Bestu-deildar karla áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming. Íslenski boltinn 13. september 2022 23:01
„Óska Val til hamingju og góðs gengis í Evrópukeppninni Valur og Breiðablik skildu jöfn 1-1 og óskaði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Valur er með sex stiga forskot á toppnum þegar þrír leikir eru eftir. Sport 13. september 2022 21:31
Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“ „Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu. Fótbolti 13. september 2022 13:01
Ætlar að ná metinu af Tryggva Steven Lennon vonast til þess að stífla hafi brostið þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi á sunnudaginn, fyrstur erlendra knattspyrnumanna. Íslenski boltinn 13. september 2022 09:30
Segist ekki búinn að ákveða hvað framtíðin ber í skauti sér: „Fjölskyldan tosar mig suður“ Þrátt fyrir frábæran árangur KA í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni er framtíð Arnars Grétarssonar, þjálfara liðsins, sögð í lausu lofti en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Íslenski boltinn 12. september 2022 20:01
„Hefur vantað sjálfstraust“ Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 12. september 2022 16:31
Skarð fyrir skildi hjá súrum Stjörnumönnum Stjarnan hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið tapaði fyrir KR í gær og hefur tapað fimm leikjum í röð. Nú er ljóst að liðið verður án síns helsta framherja það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenski boltinn 12. september 2022 15:01
„Það er enginn að verja Ingvar“ Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 12. september 2022 13:30
Sjáðu mark númer hundrað, líflínu Birgis og mörkin úr stórleiknum Spennan er mikil í Bestu deild karla nú þegar aðeins ein umferð er eftir þar til að deildinni verður skipt í tvennt. Öll mörkin úr næstsíðustu umferðinni má nú sjá hér á Vísi. Fótbolti 12. september 2022 09:01
Fyrstur erlendra leikmanna til að skora 100 mörk Steven Lennon skoraði í dag sitt hundraðasta mark í efstu deild í fótbolta hér á landi. Íslenski boltinn 11. september 2022 19:30
Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. Íslenski boltinn 11. september 2022 18:02
„Virkilega kærkomið” Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var loksins mættur á hliðarlínuna eftir fimm leikja bann og gat heldur betur brosað í leikslok eftir að lið hans sigraði topplið Breiðabliks, 2-1, á Greifavellinum á Akureyri í dag. Fótbolti 11. september 2022 17:16
Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Íslenski boltinn 11. september 2022 17:04
Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. Sport 11. september 2022 16:58
„Mér fannst fullkomlega löglegt mark tekið af okkur“ Keflavík tapaði gegn Víkingi Reykjavík 0-3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar óánægður með dómara leiksins sem tók mark af Keflavík. Sport 11. september 2022 16:17
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:14
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 1-0 Valur | Svöruðu fyrir stórtapið með sigri á Val Leiknir vann 1-0 sigur á Val í Breiðholtinu, þrátt fyrir að lenda einum manni færri eftir einungis 19 mínútur þegar Zean Dalügge var rekin af velli. Sigurmark Leiknis kom á 81. mínútu en þar var að verki Birgir Baldvinsson. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:02
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri KA sigraði Breiðablik, 2-1, í frábærum fótboltaleik á Greifavellinum á Akureyri í dag. Hallgrímur Mar skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Víkingur R. 0-3 | Góður fyrri hálfleikur dugði gegn orkulausum Keflvíkingum Víkingur fylgdi 9-0 sigrinum eftir með nokkuð sannfærandi sigri á Keflavík 0-3. Öll mörk Víkings komu í fyrri hálfleik. Þetta var ekki sama flugeldasýningin og í síðasta leik en Íslandsmeistararnir kláruðu verkefnið fagmannlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 11. september 2022 15:50
Umfjöllun og viðtöl: FH-ÍA 6-1 | FH-ingar léku Skagamenn grátt í fallslag í Kaplakrika FH lagði ÍA að velli með sex mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. Íslenski boltinn 11. september 2022 15:48
Umfjöllun: ÍBV-Fram 2-2| Allt jafnt í Eyjum ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. Íslenski boltinn 11. september 2022 13:16
Bein útsending: KR-Stjarnan KR tekur á móti Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í efri hluta úrslitakeppninnar en sýnt er frá leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Fótbolti 11. september 2022 05:31
Fylkismenn tryggðu sér efsta sætið með stæl Fylkismenn eru Lengjudeildarmeistarar í fótbolta og tryggðu efsta sætið í dag en enn er ein umferð eftir af mótinu. Íslenski boltinn 10. september 2022 16:26
Heimir í viðræður við HB Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson gæti mögulega verið á leið aftur til starfa í Færeyjum þar sem hann starfaði við afar góðan orðstír. Fótbolti 9. september 2022 11:31
Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður. Íslenski boltinn 8. september 2022 10:30