Markametið er í hættu og hér er ein stór ástæða Það hefur enginn fengið inngöngu í klúbbinn í tuttugu ár og markamet Péturs Péturssonar mun halda upp á fertugsafmælið sitt á næsta ári. En lifir það svo lengi? Andri Rúnar Bjarnason er langt á undan methöfunum fjórum þegar þeir áttu jafn marga leiki eftir og hann á í Pepsi-deildinni í sumar. Íslenski boltinn 21. ágúst 2017 07:00
Sjáið frábært mark Gísla og hin mörk Blika í Ólafsvík | Myndband Blikar unnu sinn fyrsta sigur eftir Verslunarmannahelgi þegar þeir sóttu þrjú stig í Ólafsvíkina í kvöld. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 21:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-3 | Sannfærandi Blikasigur í Ólafsvík Breiðablik endaði tveggja leikja taphrinu sína og tveggja leikja sigurgöngu Ólsara með 3-0 útisigur á Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Gísli Eyjólfsson og Sveinn Aron Guðjohnsen skoruðu í fyrri hálfleiknum og Aron Bjarnason innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 21:45
Gísli Eyjólfsson: Tók Cantona fagnið - Aldrei hitt boltann svona vel Gísli Eyjólfsson átti frábæran leik fyrir Breiðablik í 3-0 sigri liðsins á Ólafsvíkingum í kvöld. Hann var að vonum ánægður í leikslok. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 21:32
Logi: Þyngra en tárum taki að sjá á eftir stigunum Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., var þungur á brún eftir 0-1 tap hans manna fyrir KA í kvöld. Hann var svekktur að sjá á eftir stigunum þremur. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 21:23
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - KA 0-1 | Sjáið sigurmark KA-manna Miðvörðurinn Vedran Turkalj tryggði KA 1-0 sigur á tíu Víkingum í Víkinni en Víkingar léku manni færri frá 31. mínútu eftir að Vladimir Tufegdzic fékk að líta rauða spjaldið. Sigurmarkið skoraði Turkalj strax á tólftu mínútu leiksins. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 21:00
Sjáið slysalegasta sigurmark sumarsins | Myndband Eyjamenn tryggðu sér dýrmæt og langþráð stiga á Skaganum í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 19:27
Gunnlaugur: Ræð engu um það hvort ég verði áfram með liðið "Það eru rosalega þung skref hjá okkur eftir þennan leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið í kvöld. ÍA tapaði fyrir ÍBV, 1-0, í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Liðið er í mjög vondum málum í deildinni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 18:25
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 0-1 | Slysalegt sigurmark fór langt með að fella Skagamenn Bikarmeistarar Eyjamanna fóru í burtu með þrjú dýrmæt stig frá Skaganum og skilja Skagamenn eftir í mjög slæmum málum á botni deildarinnar. Brian Stuart McLean skoraði sigurmarkið með skalla sem fór á einhvern óskiljanlegan hátt í gegnum klofið á Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjamanna síðan í júní. Íslenski boltinn 20. ágúst 2017 18:15
Formaður FH óánægður með Hafnarfjarðarbæ Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, skrifaði pistil á heimasíðu FH í gær þar sem hann fer yfir stöðu mála hjá félaginu. Hann vandar bæjaryfirvöldum Hafnarfjarðarbæjar ekki kveðjurnar og er óánægður með hversu lítið bærinn hefur komið að uppbyggingu hjá félaginu. Íslenski boltinn 19. ágúst 2017 11:30
Teigurinn ræðir möguleika Andra Rúnars: Nítján marka methafi kvíðinn Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, er von Grindvíkinga í leiknum á móti toppliði Vals á Hlíðarenda á mánudaginn. Íslenski boltinn 19. ágúst 2017 10:00
Gamla markið: Fyrsta mark Gumma Ben fyrir Valsliðið | Myndband Gamla markið var á sínum stað í Teignum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Íslenski boltinn 19. ágúst 2017 08:00
Teigurinn: Ólafsvíkingar síðastir til að taka Vodafone-áskoruninni | Myndband Vodafone-áskorunin hefur í sumar verið fastur liður í Teignum á Stöð 2 Sport , vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2017 23:00
Teigurinn: Úrslitin eru ráðin í Hornspyrnukeppninni | Myndband Hornspyrnukeppnin hefur í sumar verið fastur liður í Teignum á Stöð 2 Sport, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2017 22:30
Gunnleifur tekur eitt ár í viðbót með Blikum Gunnleifur Gunnleifsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik í Pepsi-deild karla og mun því að minnsta kosti taka eitt tímabil í viðbót með liðinu. Íslenski boltinn 18. ágúst 2017 17:05
Með 36 mörk í 11 leikjum Ýmir vann 19-0 sigur á Kóngunum í C-riðli 4. deildar í gær. Íslenski boltinn 18. ágúst 2017 12:00
FH seldi Kristján Flóka til norska félagsins Start Kristján Flóki Finnbogason hefur spilað sinn síðasta leik með FH í sumar en Íslandsmeistararnir hafa selt þennan öfluga framherja til norska félagsins Start. Íslenski boltinn 16. ágúst 2017 22:19
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 0-1 | Guðmundur Steinn tryggði tíu Ólsurum þrjú stig í Eyjum Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Ólafsvíkingum gríðarlega mikilvægan sigur í Vestmannaeyjum í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta þegar hann skoraði eina mark leiksins sautján mínútum fyrir leikslok og fjórum mínútum eftir að Víkingar misstu Kwame Quee af velli með rautt spjald. Víkingsliðið hoppaði upp í 7. sæti deildarinnar með þessum sigri en nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV eru nú í slæmum málum í fallsæti. Íslenski boltinn 16. ágúst 2017 21:30
Pepsi-mörkin: Skagamenn mega vera hundfúlir Grindavík fékk tvær vítaspyrnur í leik sínum gegn ÍA og sitt sýndist hverjum um þá dóma og þá sérstaklega síðari vítaspyrnudóminn. Íslenski boltinn 16. ágúst 2017 14:00
Óskar Hrafn: Móðgun við aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar Óskar Hrafn Þorvaldsson gagnrýndi Milos Milojevic, þjálfara Breiðabliks, harðlega í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið. Íslenski boltinn 16. ágúst 2017 10:45
Upptekinn við að verja skot frá Ronaldo þegar FH spilar við KR FH-ingar fórnuðu aðalmarkverði sínum þegar þeir létu færa stórleikinn við KR fram til 31. ágúst en færeyski markvörðurinn Gunnar Nielsen er upptekinn með landsliðinu á þessum tíma. Íslenski boltinn 15. ágúst 2017 15:45
Heimir um nýju mennina: Betra að leyfa þeim að aðlagast en að henda þeim beint í djúpu laugina Íslandsmeistarar FH fengu tvo leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí; Frakkann Cédric D'Ulivo og Króatann Matija Dvornekovic. Íslenski boltinn 15. ágúst 2017 15:00
Willum Þór Þórsson: Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 21:55
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Stjarnan 1-1 | Tíu KA-menn náðu ekki að halda út Jósef Kristinn Jósefsson tryggði Stjörnunni eitt stig á móti KA á Akureyri í kvöld í 15. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta þegar hann skoraði jöfnunarmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Ásgeir Sigurgeirsson hafði komið KA í 1-0 á 41. mínútu en KA-menn léku manni færri frá 55. mínútu. Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 21:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 0-0 | Markalaust í Vesturbænum Valsmenn gengu örugglega sáttari af velli en KR-ingar eftir markalaust jafntefli liðanna í Vesturbænum í kvöld en KR-ingar hefðu getað blandað sér í titilbaráttuna með sigri. Valsmenn halda því áfram fimm stiga forskoti á toppnum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 21:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 3-2 | Langþráður sigur Grindavíkur eftir dramatík ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 21:15
Milos: Eins og strákarnir í Víkingi vildu sérstaklega mikið vinna mig Milos Milojevic stýrði Blikum gegn sínum gömlu lærisveinum í Víkingi í kvöld. Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 20:54
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur R. 1-2 | Víkingar sóttu sigur í Kópavoginn Geoffrey Castillion skoraði bæði mörk Víkings R. í sigri á Breiðabliki á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 20:45
Pepsi-mörkin á nýjum tíma Þáttur kvöldsins verður á nýjum tíma á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 14. ágúst 2017 13:59
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti