Tannburstaprófið Stundum velti ég því fyrir mér hvernig ólíkindafólk kemst í alls konar mikilvæg störf. Stöður sem krefjast hugsjóna, samkenndar og réttsýni. Bakþankar 9. október 2013 06:00
Tilfinningaklám og sleggjudómar Ég er tiltölulega nýr bakþankahöfundur og hef rétt fengið smjörþefinn af því að þurfa að tjá mig reglulega um menn og málefni fyrir framan alþjóð. Í því felst spennandi ögrun – ekki síst fyrir fólk eins og mig, sem hefur ekki búið sig sérstaklega undir það að þurfa að hafa skoðanir á flestum hlutum. Bakþankar 8. október 2013 07:00
Kæri Sigmundur Davíð Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu staðreynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin? Bakþankar 7. október 2013 07:00
Í hysteríulandi Ég er ekki sérfræðingur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ég veit hins vegar að það er alveg einstakt afrek að takast að koma málum þannig fyrir að hálf þjóðin hefur horn í síðu samtaka sem berjast gegn því. Bakþankar 5. október 2013 07:00
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. Bakþankar 4. október 2013 06:00
Veflyklar, PIN, PUK, FÖKK Hvað er venjulegur maður með mörg lykil- og leyniorð í gangi? PIN-númer fyrir debet,- kreditkort og síma (og PUK ef maður gleymir PIN), lykil- og leyniorð fyrir skattinn, leyniorð fyrir vinnu- og heimatölvupóstfang, Facebook, Twitter, Amazon, FlickR Bakþankar 3. október 2013 06:00
Þegar hættir að rigna Ertu með harðsperrur? Þú labbar eitthvað svo harðsperrulega.“ Það kom aðeins á mig en ég gat ekki svarað játandi, var ekki með neinar fjandans harðsperrur. Hafði ekki mætt á æfingu svo vikum skipti. Vissi hann það? Bakþankar 2. október 2013 06:00
Æskuminning að hausti Það er komið haust. Trén fella lauf sín, grasið fölnar og það kólnar í veðri. Mér þykir þessi árstími einstaklega fallegur, jafnvel þótt gömul æskuminning sæki ætíð á mig á haustin. Bakþankar 1. október 2013 06:00
Óður til móður Enginn er fær um að vekja upp jafn sterkar tilfinningar á jafn breiðu sviði og móðir mín. Henni tekst með, að því er virðist, léttvægum athugasemdum að breyta annars ágætis eftirmiðdegi í helgistund uppsafnaðs pirrings og óþols, þar sem ég engist ósjálfrátt um í botnlausu gremjukasti við altari hinnar alvitru móður. Bakþankar 30. september 2013 09:30
Orðaskak Hvað gerir orð falleg? Er það hvernig þau hljóma? Hvað þau merkja? Hvernig þau líta út á prenti? Blanda af þessu öllu? Og þegar velja skal fallegasta orðið í íslensku, þarf það þá að vera rosalega íslenskt? Hversu íslenskt? Hversu langa sögu þarf það að eiga sér í íslensku máli? Mundu málræktarsinnar gleðjast yfir því að íslenska orðið fokk næði ofarlega á blað í slíkri keppni? Hvort er betra að orðið sé samsett eða ekki? Hversu mörg atkvæði ætti það að vera? Eitt? Tíu? Bakþankar 27. september 2013 13:53
Gísli, Eiríkur og Helgi Gísli Marteinn Baldursson ætlar að yfirgefa stjórnmál – í bili. Skoðanir hans rúmast ekki innan Sjálfstæðisflokksins. Mögulega er ekki einu sinni pláss fyrir þær innan borgarmálanna almennt. Bakþankar 26. september 2013 06:00
Fjórfætti heimsborgarinn Hin danskættaða Nuki, sem Matvælastofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bringunni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af Bakþankar 25. september 2013 06:00
"Hver í helvítinu er þetta eiginlega?“ Ég er að nálgast tímamót í aldri á föstudaginn næsta og ég verð að viðurkenna að tilfinningin er óbærileg. Og hvað hef ég afrekað? Afar fátt. Bakþankar 24. september 2013 06:00
Út með ruslið Ég fékk ökuréttindi þegar ég var óþroskaður unglingur. Ég þaut um bæinn á Huppu, eldgömlum og skærrauðum Ford Escort sem ég hafði afnot af, og naut þess að vera kominn í fullorðinna manna tölu. Bíllinn sá var ágætur en alltaf fullur af rusli. Bakþankar 23. september 2013 10:15
Mengun hinna ilmandi snúða Þytur í laufum og árniður trufla okkur minna en umferðarniður. Við höfum meira þol gagnvart hljóðum sem við erum vön og tökum sem sjálfsögðum. Því heyrum við varla fuglasönginn en pirrumst yfir tónlistaróm í grenndinni. Það er áhugavert að velta upp hvaða fleiri hlutum í umhverfi okkar við höfum vanist þannig að þeir trufla okkur ekkert, þó við myndum taka þeim með fyrirvara ef þeir kæmu fyrst til sögunnar nú. Bakþankar 21. september 2013 07:30
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. Bakþankar 20. september 2013 07:00
Trúarbrögð á tíu mínútum Um daginn vaknaði ég kl. 7.15 eins og vanalega. Ég fór fram úr en kl. 7.17 fór ég að hugsa um hvað ástandið í heiminum væri slæmt. Bakþankar 19. september 2013 06:00
Óttinn við óværuna Ég renndi kambinum gegnum óstýrilátan flókann og rýndi í. Var eitthvert líf þarna að sjá? Ég var ekki viss og hélt áfram að kemba. Passaði mig á að sleppa ekki einum einasta lokki, Bakþankar 18. september 2013 09:07
Ekkert persónulegt Allir eru hræddir við eitthvað. Sumir eru lofthræddir en aðrir óttast hunda, köngulær eða það að halda fyrirlestur. Sjálfur er ég haldinn ólæknanlegri dansfælni. Það eitt að ímynda mér dansgólf fær hár mín til að rísa og framkallar kaldan svita á enninu. Bakþankar 16. september 2013 07:00
Ópið Það er svo dásamleg orka á Íslandi núna þegar allt er aftur að byrja að taka við sér.“ Þessu hélt vinkona mín, sem nýlega flutti frá Danmörku, fram um daginn án þess að nokkurrar kaldhæðni gætti í málrómi hennar. Bakþankar 14. september 2013 07:00
Karlar í veldi sínu Á Íslandi eru fáir staðir jafndásamlega þýskir og núdistapallurinn á Sundhöll Reykjavíkur. Hvergi annars staðar getur maður legið á bekk, notið sjaldgæfrar veðurblíðunnar og fylgst um leið með allsberum gömlum manni skokka löturhægt í hringi með sundskýluna sína í hendinni. Bakþankar 13. september 2013 07:00
Verðmiðar Það þarf að skera niður. Auðvitað, alls staðar. Það má ekki hækka álögur á ríka og útgerðina. Ég skil það, í alvöru. Ég er ekki sammála því en ég skil það. Útgerðin og ríkt fólk á þetta land. Bakþankar 12. september 2013 06:00
Undirheimar Reykjavíkur Stundum finnst manni samfélagið vera einfalt; að allir séu eins og maður sjálfur og starfsemin öll á yfirborðinu. Það er auðvitað ekki satt. Í samfélaginu fyrirfinnast undirheimar og það er ótrúlegasta fólk sem tilheyrir þeim. Bakþankar 11. september 2013 12:00
Margt býr í myrkrinu Foreldrar mínir bjuggu um skeið í Malaví í Afríku. Þar hefur tíminn að sumu leyti staðið í stað og pabbi hefur sagt mér að fólk hefur ekki fjarlægst náttúruna með sama hætti og við. Bakþankar 10. september 2013 09:17
Þú gerir lítið dáinn Hvort viltu geta farið á spítalann eða í Þjóðleikhúsið? Ef þú þarft að velja. Þú þarft að velja. Hvort viltu keyra fjórum sinnum í gegnum jarðgöng á ári eða að barn á Suðureyri fái gangráð? Bakþankar 9. september 2013 07:00
"Britney olli hjólreiðaslysi“ Um daginn var ég á gangi og með mér í eyrunum var Britney vinkona mín með leyni-uppáhalds-vonda-laginu Piece of me. Sem er sko stórkostlegt lag þegar maður þarf smá auka kjarnakonukraft. Bakþankar 7. september 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. Bakþankar 6. september 2013 06:00
Óður til stúku við Laugardalslaug Kæra stúka við Laugardalslaug. Til að byrja með vildi ég óska þess að þú bærir betra nafn sem hæfir listaverki eins og þér. Því þú ert jú listaverk, einhvers konar skúlptúr því ekki ertu mikið "notuð“ á hefðbundinn hátt. Bakþankar 5. september 2013 06:00
Á flótta undan flassblossum Árvökulir vegfarendur og löghlýðnir birta stundum myndir á Facebook þegar þeim ofbýður yfirgangur annarra. Appelsínugulur jeppi komst til dæmis í fréttir eftir að það náðist mynd af jeppanum í tveimur stæðum. Bakþankar 4. september 2013 00:01
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun