Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí "Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. Innlent 8. ágúst 2016 07:00
Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. Innlent 5. ágúst 2016 19:06
Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. Innlent 5. ágúst 2016 16:15
Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. Innlent 5. ágúst 2016 10:31
Kreppa Hún er undarleg staðan sem komin er upp á þinginu – í sumarfríinu vel að merkja þar sem hvorki er fundað né þingað. Fastir pennar 5. ágúst 2016 07:00
Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, Innlent 5. ágúst 2016 07:00
Tillaga gerð um uppstillingu hjá VG í Kraganum Boðað hefur verið til fundar í kjördæmaráði VG í Suðvesturkjördæmi á miðvikudag. Innlent 5. ágúst 2016 07:00
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. Innlent 4. ágúst 2016 18:09
Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, er nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar. Innlent 4. ágúst 2016 14:42
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Innlent 4. ágúst 2016 11:10
Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 4. ágúst 2016 10:13
Vilhjálmur býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna Vilhjálmur Árnason alþingismaður hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram í í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Innlent 4. ágúst 2016 09:44
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. Innlent 4. ágúst 2016 07:16
Skora á yfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg Bæjarráð Akraness skorar á yfirvöld að hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. Innlent 29. júlí 2016 10:50
Litlar breytingar á fylgi flokka Fylgi Pírata minnkar um tæp þrjú prósentustig og er 25 prósent. Innlent 29. júlí 2016 10:37
Fýsilegri kostur í ríkisstjórn með Sigurð Inga í brúnni Prófessor í stjórnmálafræði segir það líklegra að Framsóknarflokkurinn komist í ríkisstjórn að loknum alþingiskosningum með Sigurð Inga Jóhannsson við stjórnvölinn en Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Innlent 29. júlí 2016 07:00
Helgi Hrafn: Píratar eru að endurskoða stefnu sína varðandi höfundarrétt Einu upplýsingarnar um stefnu Pírata á vef þeirra eru þriggja ára gamlar. Helgi segir flokkinn vera að endurskoða afstöðu sína og lofar að hún verði skýr fyrir kosningar. Innlent 28. júlí 2016 12:27
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra gegn sitjandi þingmanni í oddvitasæti Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismennirnir Teitur Björn Einarsson og Haraldur Benediktsson munu etja kappi um að leiða lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Innlent 28. júlí 2016 10:41
Elliði býður sig ekki fram til Alþingis Bæjarstjórinn vill einbeita sér að verkefnum í Vestmannaeyjum, „þar sem hjartað slær.“ Innlent 28. júlí 2016 10:01
Ekki næst í forystu Sjálfstæðisflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Innlent 28. júlí 2016 07:00
Ögurstund Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Skoðun 28. júlí 2016 06:00
Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand "Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi. Innlent 27. júlí 2016 18:37
Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. Innlent 27. júlí 2016 18:06
Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. Innlent 27. júlí 2016 16:18
Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. Innlent 27. júlí 2016 15:56
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. Innlent 27. júlí 2016 12:24
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. Innlent 27. júlí 2016 11:51
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. Innlent 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. Innlent 26. júlí 2016 22:51
Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. Innlent 26. júlí 2016 19:28