Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo 20. mars 2025 22:00 Rasmus Hojlund hoppaði í Ronaldo fagnið fræga þegar hann skoraði. Cristiano sjálfur stóð og horfði á. Michael Barrett Boesen / GocherImagery/Future Publishing via Get Danmörk vann 1-0 gegn Portúgal í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Rasmus Hojlund skoraði sigurmarkið og fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo, sem horfði svekktur á. Heimamenn voru hættulegri aðilinn og fengu fjölmörg tækifæri til að taka forystuna. Christian Eriksen fékk klárlega besta færið í fyrri hálfleik, vítaspyrnu sem var varin. Danmörk hélt áfram að ógna í seinni hálfleik og uppskar loksins mark eftir 78 mínútur. Varamennirnir Andreas Olsen og Rasmus Hojlund tengdu þar vel saman, Olsen átti sendinguna á Hojlund sem skoraði. Hojlund fagnaði markinu að hætti Cristiano Ronaldo, leikmanni Portúgal. Eftir markið lagðist Danmörk lágt niður og varði forystuna. Portúgal sýndi hins vegar ekki mikinn sóknarstyrk og leiknum lauk með 1-0 sigri Danmerkur. Liðin mætast aftur næsta sunnudag, í Portúgal, sigurvegari einvígisins heldur svo áfram í undanúrslit og fær sæti í F-riðli undankeppni HM með Ungverjalandi, Írlandi og Armeníu. Aðrir leikir í átta liða úrslitum Holland – Spánn 2-2 Spánverjar voru snöggir að koma sér af stað í leiknum og refsuðu hálf sofandi Hollendingum. Eftir aðeins átta mínútur unnu Spánverjar boltann í vallarhelmingi Hollendinga, sem leiddi til þess að Nico Williams skoraði opnunarmarkið. Eftir það tóku heimamenn við sér og fóru að færa sig ofar. Cody Gakpo var þeirra hættulegasti maður og uppskar mark eftir tæpan hálftíma leik. Liðin héldu því með jafna stöðu inn í hálfleik en Holland tók forystuna á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Jeremie Frimpong átti þá frábæran sprett upp hægri kantinn og fann Tijjani Reijnders í teignum, sem kláraði færið. Það dró ekki aftur til tíðinda fyrr en um tíu mínútur voru eftir. Hollendingurinn Jorrel Hato fékk þá að líta rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu. Spánverjar nýttu sér mannamismuninn vel og Mikael Merino tókst að setja jöfnunarmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma. Leiknum lauk því 2-2, liðin mætast aftur á Spáni næsta sunnudag. Ítalía – Þýskaland 1-2 Þvert gegn gangi leiksins í upphafi var það Ítalía sem tók forystuna. Sókn upp hægri kantinn endaði með fyrirgjöf á Sandro Tonali sem skoraði. Þjóðverjar höfðu byrjað leikinn vel en markið sló þá út af laginu og Ítalir áttu hættulegri færi í fyrri hálfleik, án þess þó að skora mark. Þýskaland mætti svo af krafti út í seinni hálfleik og skoraði jöfnunarmark eftir aðeins fjórar mínútur. Tim Kleindienst var þar á ferð með skallamark eftir fyrirgjöf frá Joshua Kimmich. Kimmich var svo aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleik og lagði þá upp mark fyrir Leon Goretzka, sem reyndist sigurmark leiksins. Þjóðverjar fara þá með 2-1 forystu inn í seinni leikinn sem fer fram á þeirra heimavelli næsta sunnudag. Þjóðadeild karla í fótbolta
Danmörk vann 1-0 gegn Portúgal í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Rasmus Hojlund skoraði sigurmarkið og fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo, sem horfði svekktur á. Heimamenn voru hættulegri aðilinn og fengu fjölmörg tækifæri til að taka forystuna. Christian Eriksen fékk klárlega besta færið í fyrri hálfleik, vítaspyrnu sem var varin. Danmörk hélt áfram að ógna í seinni hálfleik og uppskar loksins mark eftir 78 mínútur. Varamennirnir Andreas Olsen og Rasmus Hojlund tengdu þar vel saman, Olsen átti sendinguna á Hojlund sem skoraði. Hojlund fagnaði markinu að hætti Cristiano Ronaldo, leikmanni Portúgal. Eftir markið lagðist Danmörk lágt niður og varði forystuna. Portúgal sýndi hins vegar ekki mikinn sóknarstyrk og leiknum lauk með 1-0 sigri Danmerkur. Liðin mætast aftur næsta sunnudag, í Portúgal, sigurvegari einvígisins heldur svo áfram í undanúrslit og fær sæti í F-riðli undankeppni HM með Ungverjalandi, Írlandi og Armeníu. Aðrir leikir í átta liða úrslitum Holland – Spánn 2-2 Spánverjar voru snöggir að koma sér af stað í leiknum og refsuðu hálf sofandi Hollendingum. Eftir aðeins átta mínútur unnu Spánverjar boltann í vallarhelmingi Hollendinga, sem leiddi til þess að Nico Williams skoraði opnunarmarkið. Eftir það tóku heimamenn við sér og fóru að færa sig ofar. Cody Gakpo var þeirra hættulegasti maður og uppskar mark eftir tæpan hálftíma leik. Liðin héldu því með jafna stöðu inn í hálfleik en Holland tók forystuna á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Jeremie Frimpong átti þá frábæran sprett upp hægri kantinn og fann Tijjani Reijnders í teignum, sem kláraði færið. Það dró ekki aftur til tíðinda fyrr en um tíu mínútur voru eftir. Hollendingurinn Jorrel Hato fékk þá að líta rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu. Spánverjar nýttu sér mannamismuninn vel og Mikael Merino tókst að setja jöfnunarmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma. Leiknum lauk því 2-2, liðin mætast aftur á Spáni næsta sunnudag. Ítalía – Þýskaland 1-2 Þvert gegn gangi leiksins í upphafi var það Ítalía sem tók forystuna. Sókn upp hægri kantinn endaði með fyrirgjöf á Sandro Tonali sem skoraði. Þjóðverjar höfðu byrjað leikinn vel en markið sló þá út af laginu og Ítalir áttu hættulegri færi í fyrri hálfleik, án þess þó að skora mark. Þýskaland mætti svo af krafti út í seinni hálfleik og skoraði jöfnunarmark eftir aðeins fjórar mínútur. Tim Kleindienst var þar á ferð með skallamark eftir fyrirgjöf frá Joshua Kimmich. Kimmich var svo aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleik og lagði þá upp mark fyrir Leon Goretzka, sem reyndist sigurmark leiksins. Þjóðverjar fara þá með 2-1 forystu inn í seinni leikinn sem fer fram á þeirra heimavelli næsta sunnudag.