Upp­gjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara

Pétur Guðmundsson skrifar
Adam Eiður Ásgeirsson var frábær í liði Hattar í kvöld.
Adam Eiður Ásgeirsson var frábær í liði Hattar í kvöld. Vísir/Bára

Þórsarar töpuðu tveimur dýrmætum stigum á Egilsstöðum í kvöld í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta. Höttur vann átta stiga sigur, 103-95.

Hattarmenn voru fallnir fyrir leikinn en bitu heldur betur frá sér. Bæði lið misstu lykilmann út úr húsi í leiknum en það munaði miklu fyrir Þórsara að missa Mustapha Heron í þriðja leikhluta.

Þórsarar náðu mest tólf stiga forskoti i seinni hálfleik en Hattarmenn gáfu sig ekki og voru miklu sterkari á lokakaflanum. Adam Eiður Ásgeirsson var frábær og skoraði 24 stig.

Höttur byrjaði vel og voru skrefinu á undan allan fyrsta leikhlutann. Komst fyrst í 5-0 og svo í 13-7. Það var Adam Eiður Ásgeirsson sem fór fyrir sínum mönnum og það héldu honum engin bönd að því er virtist. Hann skoraði 11 af fyrstu 13 stigum heimamanna og virtist ekki geta klikkað. Höttur leiddi mest 28-20 enn Þórsarar náðu að minnka muninn niður í 30-28 fyrir lok leikhlutans.

Þór komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í byrjun annars en Hattarmenn héldu áfram frumkvæðinu og munurinn var um 3 til 8 stig. Það var einhver pirringur í mönnum í kvöld og 4 tæknivillur litu dagsins ljós í öðrum leikhluta.

Fyrstur á blað var Mustapha Heron fyrir truflun í skoti – það átti eftir að verða dýrkeypt. Næstir voru það Tomsick og Obie Trotter sem þurftu að ýtast aðeins og fengu tæknivillur fyrir. Viðar Örn fékk svo tæknivillu fyrir kröftug mótmæli nokkrum sóknum síðar. Höttur hélt forystunni fram í hálfleik og leiddu 62-58.

Í 3.leikhluta virtist stemmningin vera að sveiflast á band með Þórsurum og var komið að þeim að leiða leikinn. Þeir komu vel stemmdir úr leikhléi og Mustapha fór fyrir sínum mönnum og setti þrjá þrista áður enn Höttur tók leikhlé. Mustapha var með fjóra þrista í þessum leik hluta og Þór Þ. Með 6 þrista í 10 tilraunum og allt í blóma hjá þeim. 

Undir lokleikhlutans lenti Mustapha Heron svo í því að tapa boltanum og braut svo á Obie Trotter í kjölfarið. Sú villa var metin óíþróttamansleg og þar með var hann búin að ljúka leik. 75-84 og Þór Þ með passlegt forskot eftir flottan leikhluta.

Í 4.leikhluta var áfram barátta og líka pirringur. Snemma í leikhlutanum var það Matej Karlovic sem var með dramatík. Hann lét Emil Karel leiða sig í gildru og ruddi honum niður í sókninni. Hann byrjaði á að henda boltanum í átt að dómaranum og hélt svo áfram að hella sér yfir alla sem á vegi hans urðu á leið úr húsi. 

Emil Karel Einarsson gerði sitt best til að láta henda sér úr húsi með því að kasta boltanum út í vegg undir lok leiks og einnig í Viðar þjálfara enn dómarar leiksins létu það eiga sig að dæma á það.

Höttur náði að saxa á forskot Þórsara jafnt og þétt og voru komnir í jafnan leik þegur um fjórar mínútur voru eftir. Það voru svo Adam H, Adam Eiður og Nemanja sem kláruðu leikinn fyrir Hött. Adam H sá danski setti einn neyðarþrist og Adam Eiður setti 2 flotta þrista sem gerðu útum leikinn og kórónaði flottan leik hjá sér.

Atvik leiksins

Matej Karlovic fékk dæmdan á sig sóknarvillu þegar hann fór kröftuglega inní Emil Karel. Í kjölfarið lét hann einhver vel valin orð fall við Bjarna Hlíðkvist dómara sem vísaði honum út úr húsi í kjölfarið.

Stjörnur og skúrkar

Adam Eiður Ásgeirsson byrjaði leikinn á eldi og var kominn með 18 stig í hálfleik. Hann hafði hægt um sig í síðar alveg fram á síðustu mínútu þegar hann setti tvö risa stór þriggja stiga skot og kláraði leikinn fyrir Hött.

Undir lok þriðja Leikhluta tapaði Mustapha Heron boltanum á miðjum velli og braut í kjölfarið klaufalega á Obie Trotter. Hann var áður búin að fá tæknivillu fyrir truflun í skot. Hann var sýnilega pirraður útí sjálfan sig á leið út.

Dómarar leiksins (5)

Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Einar Valur Gunnarsson.  Frekar skrýtið spennustig í leiknum, línan var frekar óskýr en dómgæslan hafði þó ekki úrslitaáhrif.

Höttur-Þór Þ. 103-95 (30-28, 32-30, 13-26, 28-11)

Höttur: Adam Eiður Ásgeirsson 24, Nemanja Knezevic 21/11 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/4 fráköst, Adam Heede-Andersen 12/5 stoðsendingar, Matej Karlovic 10/4 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 9/5 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 8, David Guardia Ramos 6, Vignir Stefánsson 0, Óliver Árni Ólafsson 0, Andri Hrannar Magnússon 0, Sigmar Hákonarson 0.

Þór Þ.: Mustapha Jahhad Heron 25, Nikolas Tomsick 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Justas Tamulis 16, Jordan Semple 13/5 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 12/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.

Lárus Jónsson.Jón Gautur Hannesson

„Gríðarlega svekktur“

„Gríðarlega svekktur. Mér fannst við einhvern veginn vera að leika okkur að eldinum allan leikinn. Við erum orkulitlir í fyrri hálfleik, fáum á okkur 62 stig í fyrri og við vorum bara alltof værukærir. Vorum ekki að gera eins og við lögðum upp með,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.

„Í seinni hálfleik fannst mér við svona komnir með leikinn þangað til að Mustapha er rekin út og af því að við lékum okkur að eldinum þá gátu Hattarmenn komið til baka. Svo setja þeir

stór skot hérna í lokin og þeir sóttu bara þennan sigur. Værukærin í okkur í fyrri hálfleik varð okkur dýr,“ sagði Lárus en hvað með stöðuna hjá liðinu?

„Við eigum Álftanes næsta leik og við þurfum bara að sækja sigur þar. Við verðum að ná í sigur þar fyrst að þessi fór svona,“ sagði Lárus.

„Margir sem gengu of langt á köflum í kvöld“

„Ég hélt að þetta væri að fara eins og oft áður í vetur. Að við myndum missa þetta út úr höndunum enn okkur tókst að snúa þessu okkur í vil og klára þetta,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Viðar vildi meina að það hafi vantað upp á leikstjórnina hjá dómarateyminu og það útskýrði fjölda tæknivillnanna í leiknum. Aðspurður út í pirringin í leikmönnum sagði Viðar.

„Menn vilja keppa og vinna. Margir sem gengu of langt á köflum í kvöld, ég þar með talinn,“ sagði Viðar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira