Lífið

Ís­land í næst­neðsta sæti veðbankanna

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
VÆB keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision.
VÆB keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision. Vísir/Hulda margrét

Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent.

Svíþjóð þykir líklegasti sigurvegarinn eins og sakir standa, og eru sigurlíkur þeirra metnar nítján prósent. Þar á eftir koma Finnland og Frakkland með níu prósent sigurlíkur hvort. Svartfjallaland rekur lestina í 37. sæti.

Lista veðbankanna fá finna á Eurovisionworld.

Hljómsveitin VÆB unnu söngvakeppnina í gærkvöldi með laginu „Róa“. Hlutu þeir flest atkvæði bæði hjá íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd.

Atriði þeirra má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.