Lífið

Iðju­þjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólveig ásamt börnunum sínum tveimur. Þau mæta alltaf með mat að heiman í skólann.
Sólveig ásamt börnunum sínum tveimur. Þau mæta alltaf með mat að heiman í skólann.

Iðjuþjálfinn Sólveig Kristín Björgólfsdóttir hefur vakið athygli fyrir skrif sín og gagnrýni á skólamat barna í grunnskólum.

Gagnrýni Sólveigar kemur einna helst fram á Instagram-síðu hennar.

Þar geta foreldrar til að mynda sent henni skilaboð um matinn sem boðið er upp á í grunnskólum og raunar á öllu landinu.

Mæta með mat í skólann

Sólveig og maður hennar Páll Aðalbjörnsson segjast neyðast til að búa til allan mat barnanna heima og senda svo matinn með í skólann. Ástæðan sé öll þau ónauðsynlegu aukaefni sem ekki séu góð fyrir þau.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Sólveigu í síðustu viku.

„Þegar krakkarnir mínir fóru í grunnskóla hérna á Seltjarnarnesinu og Skólamatur tók við þá var ég pínu forvitin því við fórum sjálf í svo mikla vegferð eftir mín heilsufarsvandamál. Að fara í gengum hvað við erum að borða og hvað við erum að setja í matinn,“ segir Sólveig sem fór í kjölfarið að skoða vefsíðu Skólamats og hvað væru innihaldsefnin í matnum sem í boði var.

„Mér vægast sagt brá af því að ég get ekki séð að þetta teljist sem eitthvað annað en gjörunninn matvæli,“ segir Sólveig en þá nefnir hún til sögunnar allskyns aukaefni, gerviefni og fleira í innslaginu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.