Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2025 20:01 Jónsi ávarpaði salinn og tók lagið. Mummi Lú Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú
Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira