Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2025 15:46 Til greina kæmi að reisa móttökustöð fyrir fljótandi koltvísýring við höfnina í Þorlákshöfn og dæla honum þaðan til niðurdælingarholna annars staðar. Áform Carbfix eru skammt á veg komin en bæjarstjórn Ölfuss tekur viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir á fundi í næstu viku. Vísir/Egill Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin. Loftslagsmál Ölfus Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin.
Loftslagsmál Ölfus Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira