Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2025 13:41 Hafrún Kristjánsdóttir segir sjálfsrækt ágæta en þegar hún er farin að yfirtaka allt og fólk hafi orðið ekki tíma til að fara í saumaklúbbinn af því að það þurfti að vakna klukkan fimm til að tikka í öll box, þá sé þetta orðið skaðlegt. vísir/vilhelm Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur segir of algengt að fólk taki sjálfsrækt alltof alvarlega og mikilvægari þættir sitji á hakanum. Þetta má heita óvænt útspil í þá þann mikla og árlega líkams- og sjálfsræktarham sem runnið hefur á landann eftir jól og áramót. Hafrún ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún sagði sjálfsrækt í sjálfu sér gott fyrirbæri en það væri hægt að rækta sig of mikið. „Að fara út að hlaupa þrisvar í viku og slaka á í pottinum er gott. En þegar einhverskonar sjálfsrækt er farin að taka óheyrilegan tíma, og sá listi er langur, þá getur það verið skaðlegt. Þegar við förum að eyða endalausum tíma í okkur sjálf, förum að eyða peningum í allskonar efni, mælingar, áskriftir, ráðgjöf og svo framvegis þá er það farið að verða eitthvað sem getur haft neikvæðar afleiðingar.“ Mikil pressa frá samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af skilaboðum um hvernig við getum orðið betri en margt af því byggir á engu öðru en froðu „Kannski eru þarna vísindaleg sannleikskorn en mikilvægið er blásið út. Þetta er svo risastór bisness.“ Hafrún segir rannsóknir benda til að allt að 25 prósentum geti hreinlega liðið verr eftir að hafa fylgt sjálfsræktarráðum sem eru svo ekki neitt neitt. Að verða besta útgáfan af sjálfum sér, hvað þýðir það? „Sumt af þessu er bara rugl og er ekki hjálplegt. Það að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög óljóst markmið og ef það væri í rauninni eitthvað til sem heitir besta útgáfan af sjálfum sér, sem fer náttúrlega eftir því hvernig maður túlkar þetta, þá ýtir það undir fullkomnunaráráttu. Þú þarft að koma inn í hvern dag sem keppnismanneskja, afreka eitthvað, sem eykur streitu og spennu og skapar óraunhæfar væntingar til manns. Fólk á hlaupabrettunum í World Class laugum. Hafrún segir að hóf sé í öllu best.vísir/vilhelm Það getur enginn stanslaust haft allt undir stjórn öllum stundum: Borða rétt, mæla ofan í sig kalóríur, mæta alltaf í ræktina fyrir vinnu, hreinsa húðina með tíu kremum. Þeir sem fara of langt í þessu verða sjálfhverfir.“ Samviskubit myndast sem leitt getur til leiðinda og mörg dæmi eru um óheyrilegar kröfur sem fólk setji á sjálft sig. Hafrún rakst til að mynda á einn Facebook-vin sinn sem lýsti ótrúlegum afrekum í sjálfræktinni, en þetta gekk trauðla upp: „Þetta voru miklar líkamlegar æfingar, mikilli slökun eftir á, jóga-æfingar og hugleiðsla, mikla máltíð sem erfitt var að setja saman því hún þurfti að vera næringarfræðilega hundrað prósent. Sko, þetta er allt gott og blessað en þegar þetta fer að taka marga klukkutíma á dag fyrir fólk sem er í vinnu og með fjölskyldu verður þetta óraunhæft. Og getur leitt til streitu.“ Fólk verður að slaka á Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. „Ég sá auglýsingu fyrir heilbrigt fólk sem kostar 300 þúsund, að fara í mælingu! Til að breyta svo lífsstílnum sínum. Er þetta nauðsynlegt? Það er gott að hreyfa sig en í hófi. Ef maður hreyfir sig of mikið eykur það líkur á geðrænum vandamálum. Að slaka, orka inn og orka út, þetta er gott. En ef lífið er farið að snúast um þetta og farið að hafa áhrif á samband okkar við annað fólk er það verra.“ Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. Að sögn Hafrúnar eru það félagsleg samskipti sem raunverulega veita okkur hamingju. „Ef maður kemst ekki í saumaklúbbinn því maður þarf að vakna klukkan fimm til að komast yfir æfingarnar, þá er það bara ekki gott.“ Hafrún segir að mikið af þessu snúist um útlit, meint heilbrigði og heilsu en nýjustu rannsóknir leiði í ljós að þar spili erfðir og utanaðkomandi þættir meiri rullu en fólk almennt hafði gert sér grein fyrir. „Genetík sem stýrir því hvernig við erum í laginu. Þó að ef við gerum allt rétt þá er ekki víst að við fáum þann líkama sem við höldum. Ný þekking sem er að aukast verulega, allskyns þættir í umhverfinu okkar hvort við náum því að vera alltaf heilbrigð og æðisleg. Maður verður að slaka á gagnvart því að afreka eitthvað. Stundum má maður bara vera til. Slaka aðeins á.“ Heilsa Líkamsræktarstöðvar Jóga Bítið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Hafrún ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún sagði sjálfsrækt í sjálfu sér gott fyrirbæri en það væri hægt að rækta sig of mikið. „Að fara út að hlaupa þrisvar í viku og slaka á í pottinum er gott. En þegar einhverskonar sjálfsrækt er farin að taka óheyrilegan tíma, og sá listi er langur, þá getur það verið skaðlegt. Þegar við förum að eyða endalausum tíma í okkur sjálf, förum að eyða peningum í allskonar efni, mælingar, áskriftir, ráðgjöf og svo framvegis þá er það farið að verða eitthvað sem getur haft neikvæðar afleiðingar.“ Mikil pressa frá samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af skilaboðum um hvernig við getum orðið betri en margt af því byggir á engu öðru en froðu „Kannski eru þarna vísindaleg sannleikskorn en mikilvægið er blásið út. Þetta er svo risastór bisness.“ Hafrún segir rannsóknir benda til að allt að 25 prósentum geti hreinlega liðið verr eftir að hafa fylgt sjálfsræktarráðum sem eru svo ekki neitt neitt. Að verða besta útgáfan af sjálfum sér, hvað þýðir það? „Sumt af þessu er bara rugl og er ekki hjálplegt. Það að vera besta útgáfan af sjálfum sér er mjög óljóst markmið og ef það væri í rauninni eitthvað til sem heitir besta útgáfan af sjálfum sér, sem fer náttúrlega eftir því hvernig maður túlkar þetta, þá ýtir það undir fullkomnunaráráttu. Þú þarft að koma inn í hvern dag sem keppnismanneskja, afreka eitthvað, sem eykur streitu og spennu og skapar óraunhæfar væntingar til manns. Fólk á hlaupabrettunum í World Class laugum. Hafrún segir að hóf sé í öllu best.vísir/vilhelm Það getur enginn stanslaust haft allt undir stjórn öllum stundum: Borða rétt, mæla ofan í sig kalóríur, mæta alltaf í ræktina fyrir vinnu, hreinsa húðina með tíu kremum. Þeir sem fara of langt í þessu verða sjálfhverfir.“ Samviskubit myndast sem leitt getur til leiðinda og mörg dæmi eru um óheyrilegar kröfur sem fólk setji á sjálft sig. Hafrún rakst til að mynda á einn Facebook-vin sinn sem lýsti ótrúlegum afrekum í sjálfræktinni, en þetta gekk trauðla upp: „Þetta voru miklar líkamlegar æfingar, mikilli slökun eftir á, jóga-æfingar og hugleiðsla, mikla máltíð sem erfitt var að setja saman því hún þurfti að vera næringarfræðilega hundrað prósent. Sko, þetta er allt gott og blessað en þegar þetta fer að taka marga klukkutíma á dag fyrir fólk sem er í vinnu og með fjölskyldu verður þetta óraunhæft. Og getur leitt til streitu.“ Fólk verður að slaka á Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. „Ég sá auglýsingu fyrir heilbrigt fólk sem kostar 300 þúsund, að fara í mælingu! Til að breyta svo lífsstílnum sínum. Er þetta nauðsynlegt? Það er gott að hreyfa sig en í hófi. Ef maður hreyfir sig of mikið eykur það líkur á geðrænum vandamálum. Að slaka, orka inn og orka út, þetta er gott. En ef lífið er farið að snúast um þetta og farið að hafa áhrif á samband okkar við annað fólk er það verra.“ Hafrún segir gagnrýna hugsun helsta vopn fólks gagnvart áróðri og gylliboðum sem vaða uppi. Að sögn Hafrúnar eru það félagsleg samskipti sem raunverulega veita okkur hamingju. „Ef maður kemst ekki í saumaklúbbinn því maður þarf að vakna klukkan fimm til að komast yfir æfingarnar, þá er það bara ekki gott.“ Hafrún segir að mikið af þessu snúist um útlit, meint heilbrigði og heilsu en nýjustu rannsóknir leiði í ljós að þar spili erfðir og utanaðkomandi þættir meiri rullu en fólk almennt hafði gert sér grein fyrir. „Genetík sem stýrir því hvernig við erum í laginu. Þó að ef við gerum allt rétt þá er ekki víst að við fáum þann líkama sem við höldum. Ný þekking sem er að aukast verulega, allskyns þættir í umhverfinu okkar hvort við náum því að vera alltaf heilbrigð og æðisleg. Maður verður að slaka á gagnvart því að afreka eitthvað. Stundum má maður bara vera til. Slaka aðeins á.“
Heilsa Líkamsræktarstöðvar Jóga Bítið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira