Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Mike De Decker lætur allt fara í taugarnar á sér þessa dagana. getty/Nathan Stirk Belgíski pílukastarinn Mike De Decker virðist hafa allt hornum sér þessa dagana. Nú hefur hann neitað að taka þátt í stóru móti því honum var boðið svo seint á það. De Decker jós úr skálum reiði sinnar eftir að hann fékk ekki sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti og sagði að um skandal væri að ræða. Hann er fyrsti Grand Prix meistarinn sem fær ekki þátttökurétt í úrvalsdeildinni í tuttugu ár. De Decker bauðst að keppa við bestu pílukastara heims á Dutch Darts Masters þar sem sterkustu pílukastarar Benelux-landanna mæta mönnum á borð við Luke Littler og Luke Humphries. Hann hafnaði hins vegar boðinu þar sem hann er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldufríi fyrir það. „Ég fékk bara tölvupóst í síðustu viku um að þeir vildu fá mig. En ég verð í Dúbaí í fríi á þessum tíma svo ég get það ekki,“ sagði De Decker. „Ef þeir hefðu bara getað boðið mér fyrr. Og fyrir upphæðina sem maður fær fyrir að taka þátt ætla ég ekki að breyta fríinu mínu. Það myndi kosta meira en ég græði. Svo ég verð ekki þar.“ De Decker kvaðst einnig ósáttur með staðsetningu mótsins. Honum fyndist ekkert spennandi að keppa í Den Bosch í Hollandi og vildi miklu frekar fara til Barein eða Ástralíu. Sem fyrr sagði vann De Decker Grand Prix í október á síðasta ári. Hann tapaði hins vegar fyrir Luke Woodhouse í 1. umferð heimsmeistaramótsins um jólin. Pílukast Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
De Decker jós úr skálum reiði sinnar eftir að hann fékk ekki sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti og sagði að um skandal væri að ræða. Hann er fyrsti Grand Prix meistarinn sem fær ekki þátttökurétt í úrvalsdeildinni í tuttugu ár. De Decker bauðst að keppa við bestu pílukastara heims á Dutch Darts Masters þar sem sterkustu pílukastarar Benelux-landanna mæta mönnum á borð við Luke Littler og Luke Humphries. Hann hafnaði hins vegar boðinu þar sem hann er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldufríi fyrir það. „Ég fékk bara tölvupóst í síðustu viku um að þeir vildu fá mig. En ég verð í Dúbaí í fríi á þessum tíma svo ég get það ekki,“ sagði De Decker. „Ef þeir hefðu bara getað boðið mér fyrr. Og fyrir upphæðina sem maður fær fyrir að taka þátt ætla ég ekki að breyta fríinu mínu. Það myndi kosta meira en ég græði. Svo ég verð ekki þar.“ De Decker kvaðst einnig ósáttur með staðsetningu mótsins. Honum fyndist ekkert spennandi að keppa í Den Bosch í Hollandi og vildi miklu frekar fara til Barein eða Ástralíu. Sem fyrr sagði vann De Decker Grand Prix í október á síðasta ári. Hann tapaði hins vegar fyrir Luke Woodhouse í 1. umferð heimsmeistaramótsins um jólin.
Pílukast Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira