Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2025 09:30 Nathan Aspinall er einn þeirra átta heppnu sem keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti 2025. getty/James Fearn Nathan Aspinall hefur svarað gagnrýni Mikes De Decker um að hann hafi ekki átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira