Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 12:30 Hilmar og Sandra í skýjunum með Helga Snæ sinn. Eygló Gísla „Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið,“ segir Sandra Björg Helgadóttir aðstoðarframkvæmdastjór Bestseller. Hún og eiginmaður hennar Hilmar Arnarson þjálfari eignuðust frumburð sinn síðastliðið haust og gáfu honum nafnið Helgi Snær við hátíðlega skírn í desember. Blaðamaður spurði Söndru út í skírnina og þá stóru ákvörðun að ákveða nafn. Glæsileg fjölskylda.Eygló Gísla Voruð þið lengi búin að skipuleggja hvernig skírnin yrði og með ákveðna hugmynd um það? Nei í rauninni ekki en það hefur tíðkast í minni fjölskyldu að skíra í kirkju og þykir mér það mjög hátíðlegt, sérstaklega svona á jólatímanum. Við ákváðum að skíra í Lindakirkju sem er kirkjan í hverfinu og eftir smá umhugsun enduðum við með að halda veisluna heima. Sandra og Hilmar með foreldrum sínum í Lindakirkju.Eygló Gísla Hvað fannst ykkur „möst“ að hafa í skírninni? Allar ömmur og afa. Við enduðum með að skíra 14. desember sem var í raun fyrsta helgin sem allar ömmur og afar komust. Umfram það þá voru nokkrir hlutir sem mig langaði til að panta sem var nafnaskilti í kökuna, gestabók og skírnarkerti. Ég endaði svo með að bóka Eygló Gísla ljósmyndara sem myndaði líka brúðkaupið okkar og ég sé alls ekki eftir því, við fengum svo dýrmætar myndir af Helga Snæ með fólkinu sínu. Nafnarnir Helgi og Helgi og Sandra Björg.Eygló Gísla Leyfðuð þið ykkur að fara í svolítið jólalega átt í svona desember skírn? Já heldur betur, við vorum búin að skoða það að halda veisluna í sal en fórum svolítið fram og til baka með það, bæði því við vorum í framkvæmdum heima og vissum ekki hvort það yrði orðið veisluhæft heima og salur kostaði sitt. Ég endaði þar af leiðandi með smá „girl math“ að réttlæta það fyrir mér að ég mætti nýta peninginn sem salur hefði kostað í að kaupa jólaskraut til að búa til algjört jólaland heima og halda skírnina þar. Í veitingum vorum við með smá jólaþema, en við systurnar erum að reka Hátíðarvagninn og var því ekki annað í stöðunni en að bjóða upp á heitt súkkulaði frá Hátíðarvagninum. Mamma gerðist síðan svo myndarleg að skella í sörur fyrir veisluna ásamt öðrum dýrindis veitingum. Það var því mikill jóla bragur yfir veislunni og jólalög á fóninum að sjálfsögðu. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Helgadóttir (@sandrahelga) Hvernig var tilfinningin að segja nafnið upphátt fyrir framan ykkar fólk? Við vorum að skíra litla drenginn okkar Helgi Snær, sem er bæði í höfuðið á pabba mínum og mömmu Hilmars. Verandi með svona mikið kraftaverk í höndunum og að vera að skíra hann í höfuðið á fólki sem við elskum svona mikið var mjög tilfinningaríkt. Ég hreinlega treysti mér ekki í að segja það fyrst svo ég bað Hilmar að gera það. Hann sló á létta strengi og spurði hvort allir væri tilbúnir áður en hann sagði nafnið sem gerði þetta létt og skemmtilegt. Helgi, Sandra, Hilmar og Helga ásamt litla Helga Snæ sem er skírður í höfuðið á móðurafa og föðurömmu.Eygló Gísla Voruð þið búin að halda því leyndu fyrir öllum? Já ótrúlegt en satt, ég á mjög auðvelt með að missa svona óvart út úr mér en okkur tókst báðum að halda því alveg leyndu fram að skírn. Það ríkti mikil leynd yfir nafni Helga Snæs alveg fram að skírn.Eygló Gísla Var erfitt að ákveða nafn eða var það löngu komið hjá ykkur? Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið. Við prófuðum að nota forrit og velja nöfn sem okkur þykir falleg í sitt hvoru lagi. Þegar leið á meðgönguna þá vorum við orðin nokkuð ákveðin en við tókum þó ekki lokaákvörðun fyrr en hann var um mánaða gamall. Helgi Snær ber nafnið vel.Eygló Gísla Hvað stendur upp úr frá deginum? Svo margt í rauninni. Við vorum sammála um að þetta hafi verið mun meiri athöfn og hafði meiri áhrif á okkur en við áttum von á. Við vorum svo full af ást, hamingju og þakklæti eftir daginn. Mamma var búin að leggja áherslu á að hann myndi taka lúr í skírnarkjólnum og það var svo fallegt að hann endaði á að taka lúr í skírnarkjólnum í fanginum á afa Helga, nafna sínum, í kirkjunni beint eftir athöfn. Svo tók hann annan lúr í fanginu á ömmu Helgu í veislunni, algjör draumur. Nafnarnir. Helgi Snær tók góða lúra í skírninni.Eygló Gísla Við vorum með söngkonu sem heitir Jóhanna Elísa sem Þóra Björg, frænka mín og presturinn í skírninni, hafði mælt með. Hún söng svo fallega og lék á píanó í athöfninni. Við völdum meðal annars lagið Þú komst með jólin til mín sem var svo skemmtilegt og jólalegt. Það var mikill hápunktur á deginum en það var sungið í lok athafnar, þegar við vorum búin að tilkynna nafnið og allir gátu notið og sungið með og fagnað elsku besta Helga Snæ með okkur. Glæsileg nafnakaka.Eygló Gísla Barnalán Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Blaðamaður spurði Söndru út í skírnina og þá stóru ákvörðun að ákveða nafn. Glæsileg fjölskylda.Eygló Gísla Voruð þið lengi búin að skipuleggja hvernig skírnin yrði og með ákveðna hugmynd um það? Nei í rauninni ekki en það hefur tíðkast í minni fjölskyldu að skíra í kirkju og þykir mér það mjög hátíðlegt, sérstaklega svona á jólatímanum. Við ákváðum að skíra í Lindakirkju sem er kirkjan í hverfinu og eftir smá umhugsun enduðum við með að halda veisluna heima. Sandra og Hilmar með foreldrum sínum í Lindakirkju.Eygló Gísla Hvað fannst ykkur „möst“ að hafa í skírninni? Allar ömmur og afa. Við enduðum með að skíra 14. desember sem var í raun fyrsta helgin sem allar ömmur og afar komust. Umfram það þá voru nokkrir hlutir sem mig langaði til að panta sem var nafnaskilti í kökuna, gestabók og skírnarkerti. Ég endaði svo með að bóka Eygló Gísla ljósmyndara sem myndaði líka brúðkaupið okkar og ég sé alls ekki eftir því, við fengum svo dýrmætar myndir af Helga Snæ með fólkinu sínu. Nafnarnir Helgi og Helgi og Sandra Björg.Eygló Gísla Leyfðuð þið ykkur að fara í svolítið jólalega átt í svona desember skírn? Já heldur betur, við vorum búin að skoða það að halda veisluna í sal en fórum svolítið fram og til baka með það, bæði því við vorum í framkvæmdum heima og vissum ekki hvort það yrði orðið veisluhæft heima og salur kostaði sitt. Ég endaði þar af leiðandi með smá „girl math“ að réttlæta það fyrir mér að ég mætti nýta peninginn sem salur hefði kostað í að kaupa jólaskraut til að búa til algjört jólaland heima og halda skírnina þar. Í veitingum vorum við með smá jólaþema, en við systurnar erum að reka Hátíðarvagninn og var því ekki annað í stöðunni en að bjóða upp á heitt súkkulaði frá Hátíðarvagninum. Mamma gerðist síðan svo myndarleg að skella í sörur fyrir veisluna ásamt öðrum dýrindis veitingum. Það var því mikill jóla bragur yfir veislunni og jólalög á fóninum að sjálfsögðu. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Helgadóttir (@sandrahelga) Hvernig var tilfinningin að segja nafnið upphátt fyrir framan ykkar fólk? Við vorum að skíra litla drenginn okkar Helgi Snær, sem er bæði í höfuðið á pabba mínum og mömmu Hilmars. Verandi með svona mikið kraftaverk í höndunum og að vera að skíra hann í höfuðið á fólki sem við elskum svona mikið var mjög tilfinningaríkt. Ég hreinlega treysti mér ekki í að segja það fyrst svo ég bað Hilmar að gera það. Hann sló á létta strengi og spurði hvort allir væri tilbúnir áður en hann sagði nafnið sem gerði þetta létt og skemmtilegt. Helgi, Sandra, Hilmar og Helga ásamt litla Helga Snæ sem er skírður í höfuðið á móðurafa og föðurömmu.Eygló Gísla Voruð þið búin að halda því leyndu fyrir öllum? Já ótrúlegt en satt, ég á mjög auðvelt með að missa svona óvart út úr mér en okkur tókst báðum að halda því alveg leyndu fram að skírn. Það ríkti mikil leynd yfir nafni Helga Snæs alveg fram að skírn.Eygló Gísla Var erfitt að ákveða nafn eða var það löngu komið hjá ykkur? Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið. Við prófuðum að nota forrit og velja nöfn sem okkur þykir falleg í sitt hvoru lagi. Þegar leið á meðgönguna þá vorum við orðin nokkuð ákveðin en við tókum þó ekki lokaákvörðun fyrr en hann var um mánaða gamall. Helgi Snær ber nafnið vel.Eygló Gísla Hvað stendur upp úr frá deginum? Svo margt í rauninni. Við vorum sammála um að þetta hafi verið mun meiri athöfn og hafði meiri áhrif á okkur en við áttum von á. Við vorum svo full af ást, hamingju og þakklæti eftir daginn. Mamma var búin að leggja áherslu á að hann myndi taka lúr í skírnarkjólnum og það var svo fallegt að hann endaði á að taka lúr í skírnarkjólnum í fanginum á afa Helga, nafna sínum, í kirkjunni beint eftir athöfn. Svo tók hann annan lúr í fanginu á ömmu Helgu í veislunni, algjör draumur. Nafnarnir. Helgi Snær tók góða lúra í skírninni.Eygló Gísla Við vorum með söngkonu sem heitir Jóhanna Elísa sem Þóra Björg, frænka mín og presturinn í skírninni, hafði mælt með. Hún söng svo fallega og lék á píanó í athöfninni. Við völdum meðal annars lagið Þú komst með jólin til mín sem var svo skemmtilegt og jólalegt. Það var mikill hápunktur á deginum en það var sungið í lok athafnar, þegar við vorum búin að tilkynna nafnið og allir gátu notið og sungið með og fagnað elsku besta Helga Snæ með okkur. Glæsileg nafnakaka.Eygló Gísla
Barnalán Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira