Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Guðni Reynir Þorbjörnsson skrifar 24. desember 2024 09:30 Guðni Reynir Þorbjörnsson skrifaði jólasöguna. Getty Á jólanótt fyrir margt löngu var ugla sem var illa á sig komin. Hún flaug um í myrkrinu og leitaði sér skjóls í næturfrostinu. Í fjarska kom hún auga á agnarsmátt ljós og tók stefnuna beint á það. Hún kom að afskekktum sveitabæ þar sem ljósið skein og fyrir neðan sig heyrði hún fótatak á frosnum snjónum. Uglan leit niður og sá þá stúlku sem var á göngu. Stúlkan var fósturbarn á sveitabænum og hafði eftir þrotlausa leit, fundið fjölskyldu sem gat veitt henni þá ást og umhyggju sem hún átti skilið. Hún var á leið til dýranna í útihúsunum því hún hafði heyrt að þau fengju málið á jólanótt og hún vildi upplifa það af eigin raun. Hún þráði að finna kraftaverk jólanna.Uglan sveif niður til stúlkunnar og lagðist fyrir framan hana í von um að njóta góðs af umhyggju hennar. Stúlkan tók ugluna í fang sitt og bar hana inn í hlöðuna og lagði hana ofan á heybagga. Köttur, sem bjó í hlöðunni og stúlkunni þótti gífurlega vænt um, kom malandi í áttina til þeirra og stökk í fang stúlkunnar. „Þetta er kisan mín,“ sagði stúlkan við ugluna. „Mér finnst kettir vera svo mögnuð dýr. Veistu, það er sama hversu oft þeir falla, þeir lenda alltaf á fótunum.“ Stúlkan strauk kisunni og horfði með aðdáunaraugum á hana. „Mig langar svo að geta það, að lenda á fótunum þegar ég fell. Sérstaklega í hjarta mínu.“ Stúlkan leit síðan á ugluna. „Ég held að við getum lært svo mikið af dýrunum. Munu þau tala við mig í nótt? Mun ég geta hlustað á dýrin tala?“ Uglan leit í augu stúlkunnar, hún brosti til hennar og kinkaði kolli. Hún flaug af stað inn í fjárhúsið og settist niður hjá fallegri lambgimbur sem hafði verið sett á líf um haustið. „Þetta er hún Kveikja mín,“ sagði stúlkan. „Hún var heimagangur í sumar af því hún missti mömmu sína vor. Ég var mjög dugleg að hugsa um hana.“ Gimbrin Kveikja stóð upp og gekk að stúlkunni sem fór undir eins að klóra henni vinalega á bakvið eyrun eins og hún var svo vön að gera. Uglan flaug þá aftur af stað og settist niður hjá hryssu sem hafði misst folald sitt fljótlega eftir köstun um sumarið. Hryssan var hin rólegasta og leyfði uglunni að nálgast sig. Stúlkan vissi vel hvaða hryssa þetta var, enda hafði hún tekið atburðinn með folaldið inn á sig og hlúað vel að hryssunni fyrstu dagana á eftir. „Elsku ugla,“ sagði stúlkan þegar hún byrjaði að klappa hryssunni. „Hvað er það sem þú ert að reyna að segja mér?“Mörgum áratugum síðar, sat þessi stúlka, sem var orðin gömul kona, á heimili sínu og upplifði sína síðustu jólanótt. Hún var meðvituð um það og leyfði því huga sínum að reika í gegnum þær jólahátíðir sem hún hafði upplifað. Hún minntist þess þegar hún var ung stúlka og tók ugluna í fangið. Jólanóttina sem hún ætlaði að hlusta á dýrin tala. Auðvitað töluðu þau ekki mannamál, en vissulega tjáðu þau sig. Það var hún sem þurfti að læra að hlusta á þau. Það kenndi henni svo mikið, að hlusta á mismunandi raddir sem allar hrópuðu í sömu áttina. Dýrin kenndu henni samkennd, þolinmæði, umburðarlyndi, kærleika og þrautsegju, og allir þessir eiginleikar komu henni á þann stað sem hún var í dag. Hún tók þessi verkfæri með sér inn í lífið og notaði þau til að byggja kraftaverk jólanna. Jólin höfðu alltaf verið kölluð hátíð ljóss og friðar, en hún vissi að það voru margir sem fundu hvorugt yfir þann tíma, það voru raddirnar sem hún einsetti sér að hlýða á. Jólahátíðir hennar snérust um það, að vera til staðar fyrir þá sem þurftu á henni að halda. Hún kastaði björgunarhring til þeirra sem voru að sökkva ofan í dýpt myrkursins. „Hugurinn er heimili þitt,“ sagði hún oft við þá sem leituðu til hennar. „Það munu koma óþægilegar og erfiðar tilfinningar sem munu banka á dyrnar hjá þér, og sumar hverjar munu jafnvel brjótast inn til þín eins og innbrotsþjófar, en þá verður þú að reka þær út,“ bætti hún oft við. „Ákveðið sjálf hverjum þið bjóðið í heimsókn.“ Já, hún gat verið ansi beinskeytt oft á tíðum, en hún vildi bara hjálpa. Stundum þurfti að toga fast í björgunarhringinn. Hún sagði að ef dyrnar þeirra ættu að standa opnar, myndi hún sjálf taka þar leigupláss, hún myndi borga það með kærleik og hlýju. Hún varð aldrei leið á því að segja að öll ljós skína í myrkri, sama hversu smá þau eru, og jólaljósin ættu að minna okkur á það. Ef einhver sagði við hana að ljósið sitt væri brotið, var það hennar hlutverk að hjálpa viðkomandi að tína brotin saman. Þau falla hvert að öðru, alveg eins og púsl, og réttu verkfærin munu koma brotunum á sinn stað. Hún hafði hjálpað svo mörgum á lífsleið sinni og kennt þeim svo margt. Hún sá til þess að allir myndu lenda á fótunum. Og nú þegar hún var að yfirgefa þessa jarðvist, vissi hún að minning hennar bjó enn í hugum svo margra. Það lærði hún af uglunni, tákni viskunnar, sem hafði fundið agnarsmátt ljós í myrkrinu og kennt því að skína. Höfundur jólasögunnar er Guðni Reynir Þorbjörnsson. Jól Mest lesið Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fagurrautt og rússneskt vinaigrette-salat á jólaborðið Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Stúlkan var fósturbarn á sveitabænum og hafði eftir þrotlausa leit, fundið fjölskyldu sem gat veitt henni þá ást og umhyggju sem hún átti skilið. Hún var á leið til dýranna í útihúsunum því hún hafði heyrt að þau fengju málið á jólanótt og hún vildi upplifa það af eigin raun. Hún þráði að finna kraftaverk jólanna.Uglan sveif niður til stúlkunnar og lagðist fyrir framan hana í von um að njóta góðs af umhyggju hennar. Stúlkan tók ugluna í fang sitt og bar hana inn í hlöðuna og lagði hana ofan á heybagga. Köttur, sem bjó í hlöðunni og stúlkunni þótti gífurlega vænt um, kom malandi í áttina til þeirra og stökk í fang stúlkunnar. „Þetta er kisan mín,“ sagði stúlkan við ugluna. „Mér finnst kettir vera svo mögnuð dýr. Veistu, það er sama hversu oft þeir falla, þeir lenda alltaf á fótunum.“ Stúlkan strauk kisunni og horfði með aðdáunaraugum á hana. „Mig langar svo að geta það, að lenda á fótunum þegar ég fell. Sérstaklega í hjarta mínu.“ Stúlkan leit síðan á ugluna. „Ég held að við getum lært svo mikið af dýrunum. Munu þau tala við mig í nótt? Mun ég geta hlustað á dýrin tala?“ Uglan leit í augu stúlkunnar, hún brosti til hennar og kinkaði kolli. Hún flaug af stað inn í fjárhúsið og settist niður hjá fallegri lambgimbur sem hafði verið sett á líf um haustið. „Þetta er hún Kveikja mín,“ sagði stúlkan. „Hún var heimagangur í sumar af því hún missti mömmu sína vor. Ég var mjög dugleg að hugsa um hana.“ Gimbrin Kveikja stóð upp og gekk að stúlkunni sem fór undir eins að klóra henni vinalega á bakvið eyrun eins og hún var svo vön að gera. Uglan flaug þá aftur af stað og settist niður hjá hryssu sem hafði misst folald sitt fljótlega eftir köstun um sumarið. Hryssan var hin rólegasta og leyfði uglunni að nálgast sig. Stúlkan vissi vel hvaða hryssa þetta var, enda hafði hún tekið atburðinn með folaldið inn á sig og hlúað vel að hryssunni fyrstu dagana á eftir. „Elsku ugla,“ sagði stúlkan þegar hún byrjaði að klappa hryssunni. „Hvað er það sem þú ert að reyna að segja mér?“Mörgum áratugum síðar, sat þessi stúlka, sem var orðin gömul kona, á heimili sínu og upplifði sína síðustu jólanótt. Hún var meðvituð um það og leyfði því huga sínum að reika í gegnum þær jólahátíðir sem hún hafði upplifað. Hún minntist þess þegar hún var ung stúlka og tók ugluna í fangið. Jólanóttina sem hún ætlaði að hlusta á dýrin tala. Auðvitað töluðu þau ekki mannamál, en vissulega tjáðu þau sig. Það var hún sem þurfti að læra að hlusta á þau. Það kenndi henni svo mikið, að hlusta á mismunandi raddir sem allar hrópuðu í sömu áttina. Dýrin kenndu henni samkennd, þolinmæði, umburðarlyndi, kærleika og þrautsegju, og allir þessir eiginleikar komu henni á þann stað sem hún var í dag. Hún tók þessi verkfæri með sér inn í lífið og notaði þau til að byggja kraftaverk jólanna. Jólin höfðu alltaf verið kölluð hátíð ljóss og friðar, en hún vissi að það voru margir sem fundu hvorugt yfir þann tíma, það voru raddirnar sem hún einsetti sér að hlýða á. Jólahátíðir hennar snérust um það, að vera til staðar fyrir þá sem þurftu á henni að halda. Hún kastaði björgunarhring til þeirra sem voru að sökkva ofan í dýpt myrkursins. „Hugurinn er heimili þitt,“ sagði hún oft við þá sem leituðu til hennar. „Það munu koma óþægilegar og erfiðar tilfinningar sem munu banka á dyrnar hjá þér, og sumar hverjar munu jafnvel brjótast inn til þín eins og innbrotsþjófar, en þá verður þú að reka þær út,“ bætti hún oft við. „Ákveðið sjálf hverjum þið bjóðið í heimsókn.“ Já, hún gat verið ansi beinskeytt oft á tíðum, en hún vildi bara hjálpa. Stundum þurfti að toga fast í björgunarhringinn. Hún sagði að ef dyrnar þeirra ættu að standa opnar, myndi hún sjálf taka þar leigupláss, hún myndi borga það með kærleik og hlýju. Hún varð aldrei leið á því að segja að öll ljós skína í myrkri, sama hversu smá þau eru, og jólaljósin ættu að minna okkur á það. Ef einhver sagði við hana að ljósið sitt væri brotið, var það hennar hlutverk að hjálpa viðkomandi að tína brotin saman. Þau falla hvert að öðru, alveg eins og púsl, og réttu verkfærin munu koma brotunum á sinn stað. Hún hafði hjálpað svo mörgum á lífsleið sinni og kennt þeim svo margt. Hún sá til þess að allir myndu lenda á fótunum. Og nú þegar hún var að yfirgefa þessa jarðvist, vissi hún að minning hennar bjó enn í hugum svo margra. Það lærði hún af uglunni, tákni viskunnar, sem hafði fundið agnarsmátt ljós í myrkrinu og kennt því að skína. Höfundur jólasögunnar er Guðni Reynir Þorbjörnsson.
Jól Mest lesið Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fagurrautt og rússneskt vinaigrette-salat á jólaborðið Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira