Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur 19. desember 2024 22:31 Marc Guiu skoraði þrjú mörk í kvöld og er markahæstur í Sambandsdeildinni. Richard Heathcote/Getty Images Chelsea vann öruggan 5-1 sigur gegn Shamrock Rovers í lokaumferð Sambandsdeildarinnar. Þetta var sjötti sigur Chelsea í jafnmörgum leikjum. Shamrock Rovers munu fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitum. Marc Guiu braut ísinn á 22. mínútu fyrir Chelsea. Markus Poom jafnaði nokkuð óvænt fyrir gestina nokkrum mínútum síðar, en eftir það sáu þeir aldrei til sólar. Marc Guiu bætti öðru marki við á 34. mínútu. Kiernan Dewsbury-Hall var svo á ferðinni á fertugustu mínútu áður en Marc Guiu fullkomnaði þrennuna, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Þetta var sjötta mark hans í jafnmörgum leikjum í Sambandsdeildinni og hann stóð upp sem sá markahæsti eftir deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Chelsea átti eftir að láta af sér kveða einu sinni í viðbót. Marc Cucurella skoraði fimmta markið fyrir þá á 58. mínútu og geirnegldi öruggan sigur heimamanna. Chelsea endaði í efsta sæti Sambandsdeildarinnar með fullt hús stiga úr sex leikjum. Andstæðingur þeirra í sextán liða úrslitum mun ekki liggja fyrir fyrr en í febrúar þegar umspilseinvígin klárast. Shamrock Rovers endaði í tíunda sæti þrátt fyrir tapið og mun mæta annað hvort Molde eða TSC í umspili upp á að komast í sextán liða úrslit. Sambandsdeild Evrópu
Chelsea vann öruggan 5-1 sigur gegn Shamrock Rovers í lokaumferð Sambandsdeildarinnar. Þetta var sjötti sigur Chelsea í jafnmörgum leikjum. Shamrock Rovers munu fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitum. Marc Guiu braut ísinn á 22. mínútu fyrir Chelsea. Markus Poom jafnaði nokkuð óvænt fyrir gestina nokkrum mínútum síðar, en eftir það sáu þeir aldrei til sólar. Marc Guiu bætti öðru marki við á 34. mínútu. Kiernan Dewsbury-Hall var svo á ferðinni á fertugustu mínútu áður en Marc Guiu fullkomnaði þrennuna, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Þetta var sjötta mark hans í jafnmörgum leikjum í Sambandsdeildinni og hann stóð upp sem sá markahæsti eftir deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Chelsea átti eftir að láta af sér kveða einu sinni í viðbót. Marc Cucurella skoraði fimmta markið fyrir þá á 58. mínútu og geirnegldi öruggan sigur heimamanna. Chelsea endaði í efsta sæti Sambandsdeildarinnar með fullt hús stiga úr sex leikjum. Andstæðingur þeirra í sextán liða úrslitum mun ekki liggja fyrir fyrr en í febrúar þegar umspilseinvígin klárast. Shamrock Rovers endaði í tíunda sæti þrátt fyrir tapið og mun mæta annað hvort Molde eða TSC í umspili upp á að komast í sextán liða úrslit.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti