Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin 18. desember 2024 21:53 Darwin Nunez fagnar marki sínu með Trent Alexander-Arnold sem lagði upp markið fyrir hann. Getty/Dan Mullan Liverpool og Newcastle fylgdu Arsenal í undanúrslit enska deildabikarsins í kvöld. Liverpool sló út Southampton en Newcastle vann Brentford. Liverpool vann 2-1 útisigur á Southampton eftir erfiðan seinni hálfleik en topplið ensku úrvalseildarinnar telfdi fram hálfgerðu varaliði í leiknum í kvöld. Liverpool gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu og hvíldi marga lykilleikmenn sína. Mohamed Salah og Virgil van Dijk voru meðal þeirra sem voru hvíldir. Liverpool var í góðum málum í hálfleik eftir að Darwin Nunez og Harvey Elliott komu liðinu tveimur mörkum yfir á fyrstu 32 mínútum leiksins. Nunez skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir að stungusending Trent Alexander-Arnold hafði viðkomu í varnarmanni. Elliott var að byrja sinn fyrsta leik á tímabilinu og hann kom Liverpool í 2-0 á 32. mínútu eftir laglega sókn og stoðsendingu frá Cody Gakpo. Cameron Archer minnkaði muninn fyrir Southampton á 59. mínútu og galopnaði með því leikinn. Stuttu síðar fengu Southampton menn tækifæri til að jafna metin. Newcastle vann 3-1 heimasigur á Brentford þar sem Ítalinn Sandro Tonali skoraði tvisvar sinnum í fyrri hálfleiknum. Fyrra mark Tonali kom á 9. mínútu en það síðata á 43. mínútu. Fabian Schär kom Newcastle síðan í 3-0 á 69. mínútu og gulltryggði sigurinn. Yoane Wissa minnkaði muninn fyrir Brentford í uppbótatíma leiksins en nær komust gestirnir ekki. Liverpool og Newcastle og Arsenal eru komin áfram en annað kvöld kemur svo í ljós hvort Manchester United eða Tottenham verði fjórða liðið í pottinum. Enski boltinn
Liverpool og Newcastle fylgdu Arsenal í undanúrslit enska deildabikarsins í kvöld. Liverpool sló út Southampton en Newcastle vann Brentford. Liverpool vann 2-1 útisigur á Southampton eftir erfiðan seinni hálfleik en topplið ensku úrvalseildarinnar telfdi fram hálfgerðu varaliði í leiknum í kvöld. Liverpool gerði átta breytingar á byrjunarliðinu sínu og hvíldi marga lykilleikmenn sína. Mohamed Salah og Virgil van Dijk voru meðal þeirra sem voru hvíldir. Liverpool var í góðum málum í hálfleik eftir að Darwin Nunez og Harvey Elliott komu liðinu tveimur mörkum yfir á fyrstu 32 mínútum leiksins. Nunez skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir að stungusending Trent Alexander-Arnold hafði viðkomu í varnarmanni. Elliott var að byrja sinn fyrsta leik á tímabilinu og hann kom Liverpool í 2-0 á 32. mínútu eftir laglega sókn og stoðsendingu frá Cody Gakpo. Cameron Archer minnkaði muninn fyrir Southampton á 59. mínútu og galopnaði með því leikinn. Stuttu síðar fengu Southampton menn tækifæri til að jafna metin. Newcastle vann 3-1 heimasigur á Brentford þar sem Ítalinn Sandro Tonali skoraði tvisvar sinnum í fyrri hálfleiknum. Fyrra mark Tonali kom á 9. mínútu en það síðata á 43. mínútu. Fabian Schär kom Newcastle síðan í 3-0 á 69. mínútu og gulltryggði sigurinn. Yoane Wissa minnkaði muninn fyrir Brentford í uppbótatíma leiksins en nær komust gestirnir ekki. Liverpool og Newcastle og Arsenal eru komin áfram en annað kvöld kemur svo í ljós hvort Manchester United eða Tottenham verði fjórða liðið í pottinum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti