Barcelona áfram í brasi Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 22:03 Jules Kounde leikmaður Barcelona svekktur eftir að hafa misnotað gott færi undir lok leiksins. Vísir/Getty Slakt gengi Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið beið lægri hlut gegn smáliði Leganes. Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum. Fyrir leikinn gegn Leganes í dag var Barcelona í efsta sæti La Liga en Real Madrid mistókst að hirða toppsætið í gær eftir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Rayo Vallecano. Leganes var hins vegar í fallsæti og því búist við sigri heimaliðsins. Svo fór hins vegar ekki. Leganes náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Sergio Gonzalez Poirrier skoraði og sama hvað leikmenn Barcelona reyndu þá náðu þeir ekki að skora jöfnunarmark. Liðið var með boltann 80% af leiktímanum og fékk færi til að skora en nýtti þau illa. BARCELONA DROP MASSIVE POINTS IN BACK-TO-BACK LALIGA GAMES ❌They started the season winning 11 of their first 12 league matches 😬 pic.twitter.com/F4GdXFqv2m— ESPN FC (@ESPNFC) December 15, 2024 Hveitibrauðsdagar þjálfarans Hansi Flick virðast vera á enda. Barcelona byrjaði frábærlega í haust undir stjórn hins þýska Flick en síðustu vikur hefur hallað undan fæti og Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum. Liðið er enn á toppi spænsku deildarinnar en jafnt Atletico Madrid að stigum sem á leik til góða líkt og Real Madrid sem er einu stigi á eftir í þriðja sæti. Spænski boltinn
Slakt gengi Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið beið lægri hlut gegn smáliði Leganes. Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum. Fyrir leikinn gegn Leganes í dag var Barcelona í efsta sæti La Liga en Real Madrid mistókst að hirða toppsætið í gær eftir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Rayo Vallecano. Leganes var hins vegar í fallsæti og því búist við sigri heimaliðsins. Svo fór hins vegar ekki. Leganes náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Sergio Gonzalez Poirrier skoraði og sama hvað leikmenn Barcelona reyndu þá náðu þeir ekki að skora jöfnunarmark. Liðið var með boltann 80% af leiktímanum og fékk færi til að skora en nýtti þau illa. BARCELONA DROP MASSIVE POINTS IN BACK-TO-BACK LALIGA GAMES ❌They started the season winning 11 of their first 12 league matches 😬 pic.twitter.com/F4GdXFqv2m— ESPN FC (@ESPNFC) December 15, 2024 Hveitibrauðsdagar þjálfarans Hansi Flick virðast vera á enda. Barcelona byrjaði frábærlega í haust undir stjórn hins þýska Flick en síðustu vikur hefur hallað undan fæti og Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum. Liðið er enn á toppi spænsku deildarinnar en jafnt Atletico Madrid að stigum sem á leik til góða líkt og Real Madrid sem er einu stigi á eftir í þriðja sæti.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“