Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin 10. desember 2024 21:51 Jude Bellingham fagnar marki sínu með Arda Guler í sigri Real Madrid í kvöld. Getty/Eric Alonso Evrópumeistarar Real Madrid unnu lífsnauðsynlegan 3-2 útisigur á Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld. Real Madrid þurfti nauðsynlega á stigum að halda enda hefur gengið illa í Meistaradeildinni að undanförnu. Þessi sigur skilar liðinu upp í átjánda sæti en liðið er níu stigum á eftir toppliði Liverpool. Kylian Mbappé kom Real í 1-0 strax á tíundu mínútu með frábærri afgreiðslu eftir stoðsendingu frá Brahim Diaz. Þetta leit því út fyrir að ætla að verða gott kvöld fyrir Mbappé en hann fór síðan meiddur af velli á 36. mínútu. Charles De Ketelaere jafnaði fyrir Atalanta úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Real menn byrjuðu hins vegar seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fjögurra mínútna kafla. Vinicius Junior skoraði fyrra markið á 56. mínútu og lagði upp hitt fyrir Jude Bellingham á 59. mínútu. Heimamenn í Atalanta voru ekki búnir að gefast upp og Ademola Lookman minnkaði muninn á 65. mínútu. Real tókst hins vegar að landa sigrinum og koma sér í mun betri mál í Meistaradeildinni. Það mátti samt ekki muna miklu að jöfnunarmarkið kæmi á síðustu sekúndum leiksins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Evrópumeistarar Real Madrid unnu lífsnauðsynlegan 3-2 útisigur á Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld. Real Madrid þurfti nauðsynlega á stigum að halda enda hefur gengið illa í Meistaradeildinni að undanförnu. Þessi sigur skilar liðinu upp í átjánda sæti en liðið er níu stigum á eftir toppliði Liverpool. Kylian Mbappé kom Real í 1-0 strax á tíundu mínútu með frábærri afgreiðslu eftir stoðsendingu frá Brahim Diaz. Þetta leit því út fyrir að ætla að verða gott kvöld fyrir Mbappé en hann fór síðan meiddur af velli á 36. mínútu. Charles De Ketelaere jafnaði fyrir Atalanta úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Real menn byrjuðu hins vegar seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fjögurra mínútna kafla. Vinicius Junior skoraði fyrra markið á 56. mínútu og lagði upp hitt fyrir Jude Bellingham á 59. mínútu. Heimamenn í Atalanta voru ekki búnir að gefast upp og Ademola Lookman minnkaði muninn á 65. mínútu. Real tókst hins vegar að landa sigrinum og koma sér í mun betri mál í Meistaradeildinni. Það mátti samt ekki muna miklu að jöfnunarmarkið kæmi á síðustu sekúndum leiksins.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti