Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. desember 2024 07:01 Guðný Gígja er önnur tveggja meðlima í hljómsveitinni Ylja, ásamt Bjarteyju Sveinsdóttur. Guðný Gígja Skjaldardóttir, tónlistarkona og fjögurra barna móðir búsett í Vesturbænum, er mikið jólabarn og segir aðdraganda jóla ekki síðri en jólin sjálf. Hún segir samveran með fjölskyldunni á náttfötunum það besta við hátíðina. Guðný Gígja er viðmælandi í Jólamola dagsins. Guðný Gígja er önnur tveggja meðlima í hljómsveitinni Ylja, ásamt Bjarteyju Sveinsdóttur. Hljómsveitin hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum tónlistarunnendum landsins, ekki síst núna í kringum jólin. Á tónleikum þeirra þann 19. desember næstkomandi munu þær færa jólaandann yfir gesti með þeirra fallega söng og hugljúfa gítarleik eins og þeim einum er lagið. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Ertu mikið jólabarn? Já, ég er það. Mér finnst aðdragandi jóla samt ekki síðri en jólin sjálf. Allar skemmtilegu og fallegu hefðirnar, falleg jólatónlist, nóg af mandarínum og piparkökum, jólaljós og svo toppa allt saman með góðum jólatónleikum. Hver er þín uppáhalds jólaminning? Ég ætla að bara að leyfa mér að vera rosalega væmin og segja að uppáhalds jólaminningin mín sé aðdragandi jóla 2016, árið sem ég byrjaði með manninum mínum. Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist. Svo verð ég líka að segja fyrstu jólin sem ég hélt án foreldra minna (að þeim alveg ólöstuðum). Ég var svo stressuð um að aðfangadagskvöld myndi verða eins og hvert annað kvöld heima með manninum og börnunum og ekkert hátíðlegt. En þvert á móti, þá var það fullkomið! Hvað borðar þú á aðfangadag? Ég ólst upp við rjúpur - sem mér fannst ógeðslegar sem barn, en finnst í dag bara mjög fínar (en aðallega sósan samt). En undanfarið höfum við verið að prófa okkur áfram með andalæri. Börnunum finnst það líka geggjað. Uppáhalds jólahefðin þín? Á aðfangadag fórum við systkinin alltaf á rúntinn með pabba um allan bæinn (Patró, þar sem ég ólst upp) og afhentum jólakort frá fjölskyldunni upp að dyrum. Það var svo hátíðlegt og falleg hefð og mikil traffík í bænum þar sem þetta tíðkaðist hjá flestum í bænum. Nú eru auðvitað breyttir tímar og ekki algengt lengur. En minningin er falleg. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Þegar ég er búin að spila öll jólagigginn fyrir jól. Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum? Já og nei. Ég byrja að æfa jólalög í lok september, svo það er nokkuð tímanlegur undirbúningur. En annars er ég frekar slök yfir jólaundirbúningi heimafyrir. Við skreytum svona hægt og rólega í desember og reynum að hafa heimilið hreint og fínt fyrir jól - en ég er ekkert að þrífa eldhússkápana neitt. Svo er ég svo heppin að eiga mann sem er algjör gúrme kall og hann sér mestmegnis um hátíðarmatinn. Hvað finnst þér neikvætt við jólin? Mér finnst ofneyslan vera það neikvæðasta við jólin, öll áherslan á gjafir og meira drasl. Hvað þér það besta við jólin? Samverustundirnar með fjölskyldunni, spila á náttfötunum, horfa á góðar bíómyndir og hlusta á fallega jólatónlist. Og Nóa konfektmolinn með mjóustu röndunum! Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki BabyBorn dúkkan sem ég fékk frá mömmu og pabba eitt árið sem ég hafði óskað mér svo heitt. Hún hét Telma María í tæp 20 ár, en hefur nú fengið nýtt líf sem hann Kalli litli - og er nú litla barn dóttur minnar. Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Vá, ég veit það bara ekki. En einu sinni gaf ég manninum mínum voða fínt tannkrem í jólagjöf. Ég veit ekki hvort það komi verr út fyrir mig eða hann (það var samt ekki af því að hann væri svona andfúll.. ég lofa!). Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? Mér finnst best að fá upplifanir í jólagjöf. Mamma og pabbi hafa t.d. undanfarin ár gefið okkur pening inn á ferðareikning, sem hefur verið ómetanlegt og hjálpað okkur heilmikið við að fara í utanlandsferðir með börnunum. En í ár þjófstörtuðum við hjónin smá og gáfum hvoru öðru nýjan (gamlan) plötuspilara í jólagjöf í byrjun nóvember. Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Já! Jólatónleikarnir okkar Ylju á Kaffi Flóru 14. des og á Sjálandi 19. Des. Það eru ennþá einhverjir lausir miðar á Sjáland - mæli með! Hvert er þitt uppáhalds jólalag? Það eru mjög mörg uppáhalds - fer líka svolítið eftir stemningu og hátíðlegheitum. Eitt af uppáhalds jólalögunum sem við flytjum á jólatónleikum er Leppalúði með Ladda. Síðan féll ég kylliflöt fyrir Jólin eru okkar með Valdimar og Bríeti, eftir Braga Valdimar - en uppáhalds jólalagið í ár er Christmas time is here af nýútkominni jólaplötu Silvu og Steina. Hver er þín uppáhalds jólamynd? The Grinch er að minnsta kosti ofarlega. Bakar þú smákökur fyrir jólin? Ef það telst með að skera tilbúið smákökudeig og henda inn í ofn. Þá já. Hvað eru jólin fyrir þér? Notalegt uppbrot á hversdagsleikanum. Jólamolar Jól Tónlist Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Guðný Gígja er önnur tveggja meðlima í hljómsveitinni Ylja, ásamt Bjarteyju Sveinsdóttur. Hljómsveitin hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum tónlistarunnendum landsins, ekki síst núna í kringum jólin. Á tónleikum þeirra þann 19. desember næstkomandi munu þær færa jólaandann yfir gesti með þeirra fallega söng og hugljúfa gítarleik eins og þeim einum er lagið. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Ertu mikið jólabarn? Já, ég er það. Mér finnst aðdragandi jóla samt ekki síðri en jólin sjálf. Allar skemmtilegu og fallegu hefðirnar, falleg jólatónlist, nóg af mandarínum og piparkökum, jólaljós og svo toppa allt saman með góðum jólatónleikum. Hver er þín uppáhalds jólaminning? Ég ætla að bara að leyfa mér að vera rosalega væmin og segja að uppáhalds jólaminningin mín sé aðdragandi jóla 2016, árið sem ég byrjaði með manninum mínum. Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist. Svo verð ég líka að segja fyrstu jólin sem ég hélt án foreldra minna (að þeim alveg ólöstuðum). Ég var svo stressuð um að aðfangadagskvöld myndi verða eins og hvert annað kvöld heima með manninum og börnunum og ekkert hátíðlegt. En þvert á móti, þá var það fullkomið! Hvað borðar þú á aðfangadag? Ég ólst upp við rjúpur - sem mér fannst ógeðslegar sem barn, en finnst í dag bara mjög fínar (en aðallega sósan samt). En undanfarið höfum við verið að prófa okkur áfram með andalæri. Börnunum finnst það líka geggjað. Uppáhalds jólahefðin þín? Á aðfangadag fórum við systkinin alltaf á rúntinn með pabba um allan bæinn (Patró, þar sem ég ólst upp) og afhentum jólakort frá fjölskyldunni upp að dyrum. Það var svo hátíðlegt og falleg hefð og mikil traffík í bænum þar sem þetta tíðkaðist hjá flestum í bænum. Nú eru auðvitað breyttir tímar og ekki algengt lengur. En minningin er falleg. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Þegar ég er búin að spila öll jólagigginn fyrir jól. Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum? Já og nei. Ég byrja að æfa jólalög í lok september, svo það er nokkuð tímanlegur undirbúningur. En annars er ég frekar slök yfir jólaundirbúningi heimafyrir. Við skreytum svona hægt og rólega í desember og reynum að hafa heimilið hreint og fínt fyrir jól - en ég er ekkert að þrífa eldhússkápana neitt. Svo er ég svo heppin að eiga mann sem er algjör gúrme kall og hann sér mestmegnis um hátíðarmatinn. Hvað finnst þér neikvætt við jólin? Mér finnst ofneyslan vera það neikvæðasta við jólin, öll áherslan á gjafir og meira drasl. Hvað þér það besta við jólin? Samverustundirnar með fjölskyldunni, spila á náttfötunum, horfa á góðar bíómyndir og hlusta á fallega jólatónlist. Og Nóa konfektmolinn með mjóustu röndunum! Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki BabyBorn dúkkan sem ég fékk frá mömmu og pabba eitt árið sem ég hafði óskað mér svo heitt. Hún hét Telma María í tæp 20 ár, en hefur nú fengið nýtt líf sem hann Kalli litli - og er nú litla barn dóttur minnar. Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Vá, ég veit það bara ekki. En einu sinni gaf ég manninum mínum voða fínt tannkrem í jólagjöf. Ég veit ekki hvort það komi verr út fyrir mig eða hann (það var samt ekki af því að hann væri svona andfúll.. ég lofa!). Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? Mér finnst best að fá upplifanir í jólagjöf. Mamma og pabbi hafa t.d. undanfarin ár gefið okkur pening inn á ferðareikning, sem hefur verið ómetanlegt og hjálpað okkur heilmikið við að fara í utanlandsferðir með börnunum. En í ár þjófstörtuðum við hjónin smá og gáfum hvoru öðru nýjan (gamlan) plötuspilara í jólagjöf í byrjun nóvember. Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Já! Jólatónleikarnir okkar Ylju á Kaffi Flóru 14. des og á Sjálandi 19. Des. Það eru ennþá einhverjir lausir miðar á Sjáland - mæli með! Hvert er þitt uppáhalds jólalag? Það eru mjög mörg uppáhalds - fer líka svolítið eftir stemningu og hátíðlegheitum. Eitt af uppáhalds jólalögunum sem við flytjum á jólatónleikum er Leppalúði með Ladda. Síðan féll ég kylliflöt fyrir Jólin eru okkar með Valdimar og Bríeti, eftir Braga Valdimar - en uppáhalds jólalagið í ár er Christmas time is here af nýútkominni jólaplötu Silvu og Steina. Hver er þín uppáhalds jólamynd? The Grinch er að minnsta kosti ofarlega. Bakar þú smákökur fyrir jólin? Ef það telst með að skera tilbúið smákökudeig og henda inn í ofn. Þá já. Hvað eru jólin fyrir þér? Notalegt uppbrot á hversdagsleikanum.
Jólamolar Jól Tónlist Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólaævintýri Ingu Marenar dansara Jól Maríanna Clara les Jól í Múmíndal Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira