Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. Þegar verkefnalistinn virðist óendanlega langur og tíminn of knappur getum við farið að upplifa nánd og kynlíf sem enn eina skyldu eða verkefni á listanum. Ansi mörg tengja við það að streita dragi úr kynlöngun þeirra. En hvernig getum við snúið þessu við þegar jólamánuðurinn er genginn í garð? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Minna getur oft verið meira sexí.Vísir/Getty Kannski má staldra við og skoða þennan árstíma og hvernig þið nálgist hann? Hvað skiptir ykkur mestu máli? Hvernig er hægt að einfalda lífið og draga úr streitu? Þegar kemur að jólunum og allri þessari streitu.. þá er minna.. meira sexí! Hér eru nokkrir punktar til að auka nánd og kynlíf yfir hátíðirnar: Látið jólaundirbúninginn verða að samvinnuverkefni. Setjist niður og ræðið ykkar plön, gjafir, tónleika, fjölskylduboð og hittinga. Skiptið með ykkur verkum og reynið að skapa andrúmsloft heima sem einkennist af samvinnu. Skoðið vel þau plön eða verkefni sem þið eruð með þennan mánuðinn. Er eitthvað sem þið viljið breyta, bæta eða taka út? Með því að einfalda dagana í desember skapast tími sem þið getið notað í að hlúa að ykkur. Búið til jólahefð bara fyrir ykkur! Stundum er auðveldara að standa við eitthvað sem orðið er að hefð eða vana. Gott væri að forgangsraða samveru sem felst í því að tala saman, tengjast og njóta. Göngutúr þar sem þið skoðið jólaljósin, fótabað inn í stofu á meðan þið horfið á jólamynd, jógatími saman, kertaljós og spil.. Fyrir mörg pör er ekki einfalt að búa til tíma fyrir parasambandið því verkefnalistinn er oft ansi langur rétt fyrir jól. En veljið ykkur kvöld og setjið það inn í dagatalið! Ef þú ert með minni kynlöngun er mikilvægt að halda áfram að snertast, kyssast og faðmast. Litlu augnablikin gefa okkur svo mikið! Gefðu gjöf sem býður upp á samveru og nánd. Hægt er að föndra deit krukku með allskonar hugmyndum af stefnumótum, gefa gjöf sem felur í sér að þú munir dekra við maka þinn, eins og að nudda, elda uppáhalds mat eða plana hugulsamt stefnumót fyrir ykkur. Sum nýta tækifærið og gefa jólagjöf sem ýtir undir nánd og kynlíf. Jólin eins og annar árstími getur verið skemmtilegur tími til að prófa eitthvað nýtt! Án þess að bæta auka stressi inn í þennan tíma er hægt að finna einfaldar leiðir til að leika sér saman! Kynlífstæki, dagatal fyrir pör eða paraspil sem eru með spurningum sem hjálpa ykkur að fara á dýptina í spjalli! Skipuleggið kynlíf! Hvert stefnumót þarf ekki að enda með kynlífi, en það er gott að ákveða saman að þið ætlið að stefna að því að stunda kynlíf ákveðið kvöld. Frekar en að stilla því upp sem pressu, er einmitt svo gott að sjá að skipulag getur dregið úr pressu því þá getum við sett okkar fókus á það að koma okkur í gírinn þennan dag! Hvað kveikir í þér? Hvað þarft þú til að komast á þann stað að vera til í kynlíf? Notið tímann fram að þessari stund til að ýta undir löngun og búa til tilhlökkun! Þó að þessi árstími geti verið ansi krefjandi er hægt að móta hann meira í átt að því hvernig þið viljið hafa hann. Með því að hægja á, einfalda, tala meira um það sem þið viljið vera að gera og skipuleggja nánd og kynlíf í desember verða vonandi til nýjar jólahefðir sem felast í meiri unaði, slökun og samveru. Gleðilega hátíð! Um er að ræða síðasta pistil Aldísar á þessu ári. Aldís heldur áfram að svara spurningum lesenda Vísis um allt tengt kynlífi á nýju ári. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Þegar verkefnalistinn virðist óendanlega langur og tíminn of knappur getum við farið að upplifa nánd og kynlíf sem enn eina skyldu eða verkefni á listanum. Ansi mörg tengja við það að streita dragi úr kynlöngun þeirra. En hvernig getum við snúið þessu við þegar jólamánuðurinn er genginn í garð? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Minna getur oft verið meira sexí.Vísir/Getty Kannski má staldra við og skoða þennan árstíma og hvernig þið nálgist hann? Hvað skiptir ykkur mestu máli? Hvernig er hægt að einfalda lífið og draga úr streitu? Þegar kemur að jólunum og allri þessari streitu.. þá er minna.. meira sexí! Hér eru nokkrir punktar til að auka nánd og kynlíf yfir hátíðirnar: Látið jólaundirbúninginn verða að samvinnuverkefni. Setjist niður og ræðið ykkar plön, gjafir, tónleika, fjölskylduboð og hittinga. Skiptið með ykkur verkum og reynið að skapa andrúmsloft heima sem einkennist af samvinnu. Skoðið vel þau plön eða verkefni sem þið eruð með þennan mánuðinn. Er eitthvað sem þið viljið breyta, bæta eða taka út? Með því að einfalda dagana í desember skapast tími sem þið getið notað í að hlúa að ykkur. Búið til jólahefð bara fyrir ykkur! Stundum er auðveldara að standa við eitthvað sem orðið er að hefð eða vana. Gott væri að forgangsraða samveru sem felst í því að tala saman, tengjast og njóta. Göngutúr þar sem þið skoðið jólaljósin, fótabað inn í stofu á meðan þið horfið á jólamynd, jógatími saman, kertaljós og spil.. Fyrir mörg pör er ekki einfalt að búa til tíma fyrir parasambandið því verkefnalistinn er oft ansi langur rétt fyrir jól. En veljið ykkur kvöld og setjið það inn í dagatalið! Ef þú ert með minni kynlöngun er mikilvægt að halda áfram að snertast, kyssast og faðmast. Litlu augnablikin gefa okkur svo mikið! Gefðu gjöf sem býður upp á samveru og nánd. Hægt er að föndra deit krukku með allskonar hugmyndum af stefnumótum, gefa gjöf sem felur í sér að þú munir dekra við maka þinn, eins og að nudda, elda uppáhalds mat eða plana hugulsamt stefnumót fyrir ykkur. Sum nýta tækifærið og gefa jólagjöf sem ýtir undir nánd og kynlíf. Jólin eins og annar árstími getur verið skemmtilegur tími til að prófa eitthvað nýtt! Án þess að bæta auka stressi inn í þennan tíma er hægt að finna einfaldar leiðir til að leika sér saman! Kynlífstæki, dagatal fyrir pör eða paraspil sem eru með spurningum sem hjálpa ykkur að fara á dýptina í spjalli! Skipuleggið kynlíf! Hvert stefnumót þarf ekki að enda með kynlífi, en það er gott að ákveða saman að þið ætlið að stefna að því að stunda kynlíf ákveðið kvöld. Frekar en að stilla því upp sem pressu, er einmitt svo gott að sjá að skipulag getur dregið úr pressu því þá getum við sett okkar fókus á það að koma okkur í gírinn þennan dag! Hvað kveikir í þér? Hvað þarft þú til að komast á þann stað að vera til í kynlíf? Notið tímann fram að þessari stund til að ýta undir löngun og búa til tilhlökkun! Þó að þessi árstími geti verið ansi krefjandi er hægt að móta hann meira í átt að því hvernig þið viljið hafa hann. Með því að hægja á, einfalda, tala meira um það sem þið viljið vera að gera og skipuleggja nánd og kynlíf í desember verða vonandi til nýjar jólahefðir sem felast í meiri unaði, slökun og samveru. Gleðilega hátíð! Um er að ræða síðasta pistil Aldísar á þessu ári. Aldís heldur áfram að svara spurningum lesenda Vísis um allt tengt kynlífi á nýju ári.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira