Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. desember 2024 08:02 Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og eigandi Mental ráðgjafar. Fyrir tíu árum var hún að keyra í vinnuna þegar hún hugsaði allt í einu með sér: Ákvaðstu að eignast ekki börn og búa ekki í Grafarvogi til að geta svo bara keyrt þessa sömu leið í vinnuna þangað til þú verður sjötug?“ Svarið var Nei. Vísir/Einar „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. Þá þegar búin að starfa í nokkrum öðrum löndum og átti enn fleiri eftir enn. Helena er klínískur sálfræðingur að mennt og eigandi Mental ráðgjafar. ,,Að vera við góða geðheilsu og hlúa stöðugt að henni hjálpar okkur svo mikið við að takast á við þau áföll eða erfiðleika sem lífið færir okkur,“ segir Helena róleg. Enda af nægu að taka í hennar lífi; Fyrsta áfallið þegar hún var 12 ára og faðir hennar slasaðist alvarlega í flugslysi. En Helena hefur líka valið að lifa öðruvísi lífi en samfélagið skilur hvað best. Ég valdi að giftast hvorki né eignast börn. Sem er ekkert mál með fólki eins og því sem starfaði með mér í Læknum án landamæra. En hérna heima er því öðruvísi farið. Margt fólk á erfitt með að skilja þetta val mitt og sumir verða einfaldlega erfiðir eða pirraðir.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Helena valdi að lifa öðruvísi lífi. Sem á margan hátt má lýsa sem mjög ævintýramiklu lífi, þó átakanlegu á köflum því með Læknum án landamæra hefur Helena starfað á mörgum átakasvæðum. Helena segir að það að hlúa vel að andlegri heilsu okkar, hjálpi okkur til að takast á við áföll og erfið lífsins verkefni. Þegar æskan breyttist í martröð Helena er fædd árið 1972 og átti frábæra æsku. „Ég fæddist mánuði fyrir tímann, mamma missti vatnið á tröppum fyrir utan hárgreiðslustofu í Berlín og var þá í miðjum prófum sem námsmaður,“ segir Helena og hlær. Foreldrar Helenu voru báðir tannlæknar, móðir hennar Gunilla Skaptason er hálfsænsk og fædd árið 1947. Faðir hennar, Jón Jónasson var ættaður úr Fljótsdal, fæddur árið 1947 en hann lést árið 2006. „Við fluttum til Íslands áður en ég varð þriggja ára og árið sem ég varð fimm ára fluttum við í Mosfellsbæ þar sem þau opnuðu sína eigin tannlæknastofu og unnu hlið við hlið.“ Æskuárin í Mosó voru vægast sagt geggjuð. Ég held það hafi verið fjórtán krakkar í bekknum mínum sem bjuggu í götunni. Og við gerðum allt; Reyktum njóla, stofnuðum leynifélagið Stúlkur og njósnuðum um nágrannana; hvar var rifist, hvað var í matinn og svo framvegis.“ Helena er elst þriggja systkina; bróðir hennar Tómas er fæddur 1974 og systir hennar Sara árið 1981. „Ég átti einfaldlega fullkomna æsku og einstaka foreldra. Sem voru elskandi og styðjandi, treystu okkur vel en voru líka ströng og gerðu á okkur kröfur,“ segir Helena en bætir við: Allt þetta splundraðist sumarið sem ég var 12 ára því þá lenti pabbi í alvarlegu flugslysi. Í um einn og hálfan mánuð var honum haldið sofandi en þegar hann vaknaði var hann blindur, með alvarlegan heilaskaða og illa farinn á líkama og sál.“ Fullkomin æska splundraðist og varð að martröð þegar faðir Helenu lenti í alvarlegu flugslysi og slasaðist alvarlega; varð blindur, hlaut heilaskaða og var illa farinn á líkama og sál. Helena var þá 12 ára og segir áfallið hafa verið svo mikið að hún man ekki einu sinni eftir því að hafa farið í skólann haustið og veturinn á eftir. Hvernig er fyrir 12 ára barn að upplifa svona áfall? Ég man ofboðslega lítið. Ég man þó eftir myndum sem fjölmiðlarnir birtu og sýndu myndir af flugvél sem var í klessu. Ég man líka eftir fullt af fólki grátandi heima hjá mér og allt í upplausn,“ segir Helena en bætir síðan við: „En síðan er eins og ég muni nánast ekki neitt næstu tvö árin á eftir. Þá er bara allt í þoku. Ég man ekki eftir því að hafa byrjað í skólanum um haustið eða að hafa verið í skólanum um veturinn.“ Við tók erfiður tími. „Mamma var ótrúleg. Gerði allt sem hún gat til að halda öllu saman, til að styðja bæði við pabba og hans heilsu en líka okkur heima fyrir, heimilið og fyrirtækið. Hún var samt mikið fjarverandi með pabba í tengslum við spítalavist og aðgerðir, bæði hér heima og erlendis þar sem átti að reyna að laga augun í honum, sem tókst ekki. Pabbi var aldrei sami maðurinn eftir þetta slys og í alls ekki sá maður sem við krakkarnir þekktum.“ Sorgin skín í gegn þegar Helena talar; Sorg yfir því sem gerðist, ást og kærleikur til þess sem eitt sinn var. „En ég hef fyrir löngu gert upp þennan tíma og hef í rauninni aldrei haft þörf fyrir það að kafa eitthvað djúpt í þessi tvö ár sem eru eins og í þoku. Bróðir minn upplifði áfallið á svipaðan hátt; Hann man eiginlega ekki neitt. En auðvitað höfum við öll tekið eitthvað með okkur inn í fullorðinsárin frá þessum tíma. Við erum öll með smá krump sem við erum að kljást við.“ Það breyttist allt hjá Helenu og systkinum hennar þegar pabbi þeirra lenti í slysinu. Helena segir móður sína hafa verið ótrúlega magnaða í að halda öllu saman en sjálf fékk hún unglingaveikina á hæsta stigi og gat verið mömmu sinni afar erfið alla daga um tíma.Vísir/Einar, einkasafn Starfsframi án barneigna Á endanum sótti móðir Helenu um skilnað, faðir hennar fluttist á milli nokkurra staða sem töldust úrræði fyrir hann en mikið vantaði upp á að einhver staður gæti séð um hann. Með börnin flutti Gunilla úr Mosfellsbæ og við tóku unglingsárin. „Ég fékk unglingaveikina á hæsta stigi. Var óalandi og hræðileg og er enn með samviskubit yfir því hvað ég var oft leiðinleg við mömmu. Ég reyni oft að skýla mér á bakvið að ekkert okkar var búið að vinna úr áfallinu en nánast daglega þurfti ég að biðja mömmu afsökunar á einhverju sem ég sagði eða gerði,“ segir Helena og nánast tekur andköf. „Fyrsta árið mitt í MH keyrði mamma mig alltaf í skólann . Nánast undantekningarlaust þurfti ég að hringja í mömmu úr tíkallasímanum í fyrstu frímínútunum og biðjast afsökunar á því hvað ég var leiðinleg við hana í bílnum á leiðinni.“ Eftir stúdentsprófið, lauk Helena sálfræðinámi í Háskóla Íslands. „Ég útskrifaðist þaðan 1996 og byrjaði hjá Hagvangi, sem síðar varð PWC. Árið 1997 nælir Gallup í mig og í því ævintýri til ársins 2003. Gallup var stofnað af nokkrum ungum mönnum og þar ríkti sannkallaður frumkvöðlaandi.“ Næst tók við bankageirinn og þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust árið 2003, var Helena fengin þangað til starfa eftir að hafa verið í sérverkefni fyrir Gallup í Lúxemborg um sex mánaða skeið. „Við tók æðislegur tími. Ég var ráðin inn Kaupþings megin ef svo má segja. Stundum er ég spurð að því hvort ég hafi ekki hálfgert samviskubit yfir því að hafa unnið í banka á þessum tíma en ég svara því alltaf neitandi. Því hvað er leiðinlegt við það að vinna á vinnustað sem var í sífellu að ráða til sín klárasta fólkið?“ Nánast korter fyrir hrun, var Helena þó sest aftur á skólabekk því haustið 2008 ákvað hún að fara í meistaranámið í sálfræði þaðan sem hún útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur árið 2010. Ég fór síðan að vinna sem klínískur sálfræðingur bæði hjá öðrum og á eigin stofu. Allt til ársins 2014. Þá var ég einn daginn að keyra í vinnuna og hugsaði allt í einu með mér: Bíddu, er þetta þá bara málið? Ákvaðstu að eignast ekki börn og búa ekki í Grafarvogi til að geta svo bara keyrt þessa sömu leið í vinnuna þangað til þú verður sjötug?“ segir Helena og bætir við: „Nei var svarið. Þetta var ekki það sem ég vildi. Ég hafði verið með umsóknina til Lækna án landamæra í tölvunni minni um nokkurt skeið. Ég sendi hana strax um kvöldið.“ Helena starfaði fyrir Lækna án landamæra um árabil; Í Afganistan, Egyptalandi, Súdan, Líbanon og Jemen. Hún segir allt fólk eiga það sammerkt að vera alltaf að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi, þótt sprengjur og skotbardagar séu daglegt brauð. Í Egyptalandi starfaði Helena með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, ofbeldis og pyntinga, sem hún segir hafa verið of mikinn hrylling að kynnast til að segja frá því. Ekkert svo alvarlegt að barn deyi Umsóknarferlið hjá Læknum án landamæra er langt og strangt; eftir atvinnuviðtöl hefst þjálfun sem á endanum leiðir til þess að viðkomandi starfsmaður fær sitt fyrsta verkefni. Sem Helena segir oftast frekar erfitt verkefni. „Það er vegna þess að það eru svo fáir sem endast í þessu en margir sem sjá í hillingum að taka þátt í starfinu. Fara síðan í fyrsta verkefnið og finnst gaman að taka myndir til að sýna allt saman á samfélagsmiðlunum en lengra nær þetta ekki. Fólk gefst upp.“ Fyrsta verkefni Helenu var að fara til Afganistan í sex mánuði, sem þó enduðu sem níu. „Þar var ég deildarstjóri sálfræðiþjónustu á stórum spítala og elskaði að vera þarna. Því þótt það væru skothríðar og sprengjur í tíma og ótíma, var þetta langt frá því að vera eins og við sáum alltaf í fjölmiðlunum.“ Hvernig þá? Í fréttum sjáum við bara fólk sem er hágrátandi og með harmkvælum að biðja um hjálp, ekki síst konur. Hið rétta er að fólk er fyrst og fremst að reyna að lifa hefðbundnu daglegu lífi. Eins og við öll hér. Bara á allt öðrum skala og í meiri pressu því auðvitað býr þetta fólk á átakasvæði.“ Helena lýsir því síðan hvernig fólk almennt vann bara að því að afla tekna og framfleyta sér og sínum, hélt sín heimili, eldaði mat, hjálpaðist að og svo framvegis. „Talibanar voru að reyna að ná yfirráðum á svæðinu þar sem ég var og náðu því í lokin. Þessu fylgdu skotbardagar, loftárásir og sprengjur en sem sálfræðingur var ég að hitta fólk með sams konar áhyggjur eða vandamál að glíma við eins og við öll hin,“ segir Helena og nefnir dæmi: „Unglingsstúlkur skotnar í strákum, mæður með áhyggjur af börnunum sínum, fólk með félagsfælni og kvíða.“ Margt var þó langt frá því að vera veruleiki sem við þekkjum hér. „Eitt af því sem ég tók strax eftir er þetta æðruleysi sem einkennir þetta fólk. Því þarna var það nánast daglegt brauð að tilkynna foreldrum að við hefðum þurft að aflima barn í kjölfar sprengjuárásar eða að barnið þeirra væri dáið og svo framvegis. Sem mér fannst í fyrstu að fólk ætti að takast á við með mikilli skelfingu en ekki þessu æðruleysi sem var einkennandi,“ segir Helena en bætir við: „Á Íslandi erum við svo heppin að geta litið á hverja fæðingu og hvert barn sem kraftaverk. Þar sem stríð ríkir er þessu öðruvísi farið: Fólk fæðir mörg börn í þeirri von að einhver þeirra lifi af. Og þótt eitthvert þeirra deyi er það enginn heimsendir. Fólk er einfaldlega búið að búa sér til varnir í gegnum sína trú, að það sem gerist sé vilji Allah. Sem að mörgu leyti er skiljanlegt; fólk er að nota trúna sem sína spiritual verkfærakistu til að takast á við áföllin.“ Helena segir marga ekki endast lengi í starfi fyrir Lækna án landamæra. Fólki finnist þetta spennandi og vilji birta myndir á samfélagsmiðlum en síðan nái það ekki lengra, fólk gefist upp. Helena segir margt erfitt fylgja starfinu en fjölmiðlar gefa sjaldnast rétta mynd af daglegu lífi fólks í flóttamannabúðum eða á átakasvæðum. Í rúst yfir hryllingnum Svo ótrúlega vildi til að þegar Helena var nýkomin heim frá Afganistan var spítalinn sprengdur í loft upp. „Bandaríkjamenn sprengdu spítalann fyrir mistök. Þar misstum við marga kollega og vini, fólk sem ég hafði verið að hitta daglega í marga mánuði.“ Tveimur og hálfum mánuði síðar var Helena þó komin í sitt næsta verkefni. „Ég var komin til Kaíró í Egyptalandi skömmu fyrir jól og ólíkt ástandinu í Afganistan var ekkert stríð eða umbrot þar,“ segir Helena en bætir við: „Munurinn var þó sá að Afganistan skilaði mér heilli heim en eftir Egyptaland var ég í rúst.“ Verkefni Helenar var að vinna með hundruðum þúsunda flóttamanna sem komust hvorki lönd né strönd. „Ég vann með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, ofbeldis og pyntinga,“ segir Helena og nú tekur við smá þögn. „Fórnarlömb uppreisnarseggja eða stjórnarherja þar sem engar reglur gilda um stríðsrekstur.“ Þögn. „Þótt ég hafi oft nýtt mér sálfræðiþjónustu til að vinda aðeins ofan af mér út af einhverju, var það aðeins eftir þetta verkefni sem ég virkilega þurfti að nýta mér sálfræðimeðferð formlega. Því það að upplifa hversu mikil mannvonska er til í heiminum þýddi einfaldlega að ég þurfti faghjálp til að orga úr mér lungun og ná utan um þetta.“ Eftir hryllinginn í Egyptalandi þurfti Helena sjálf að nýta sér formlega sálfræðimeðferð. Oft hafi hún nýtt sér sálfræðiþjónustu til að vinda ofan af sér en í þetta sinn þurfti hún meiri hjálp til að orga úr sér lungun og fá aftur trú á mannkyninu. Til að mæta áföllum, þurfum við samt öll að eiga inneign og þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að okkur sjálfum alltaf.Vísir/Einar Afríka og svo…. Flateyri Sem betur fer, tók við yndislegur tími í næsta verkefni Helenar en það var í S-Súdan. „Þarna var ég í návist við heimafólk og flóttafólk, sem bjó í alls konar tjöldum, tók þátt í að kaupa lifandi geitur sem fóru svo á grillið um kvöldið og svo framvegis. Því þótt fólk búi í flóttamannabúðum er þetta fólk almennt venjulegt fólk að reyna að lifa venjulegu lífi.“ Árið 2016 starfaði Helena í Líbanon. „Þar var heilbrigðiskerfið að hruni komið en það var ekki beisið áður en milljónir sýrlenskra flóttamanna komu yfir landamærin og þurftu á heilbrigðisþjónustu að halda. Það sem var hins vegar öðruvísi í Líbanon voru andstæðurnar í okkar lífi þar. Á daginn vann ég í flóttamannabúðum þar sem fólk býr við ferlegar aðstæður og mikinn skort en eftir vinnu lifði eg hefðbundnu stórborgarlífi, fór í jóga, skellti mér í skíðaferð, hitti vini í matarboðum og svo framvegis.“ Helena fór síðan aftur til S-Súdan í nokkra mánuði en um áramótin var hún stödd á Íslandi, nánar tiltekið á Flateyri. „Ég var læst úti í húsinu sem ég ætlaði að gista í og hringdi eftir hjálp. Svo skemmtilega vildi til að sá sem kom og hjálpaði mér reyndist vera stjórnarformaður hins óstofnaða Lýðskóla á svæðinu,“ segir Helena og hlær. Því áður en hún vissi af voru öll plön breytt: Í stað þess að snúa aftur út í heim, sat hún með tölvuna sína á Flateyri og vann að því með öðrum að koma Lýðskólanum á laggirnar. „Þetta var frábær tími og frábært teymi. Á um fjórum mánuðum gerðum við allt; bjuggum til námsbrautir, lógó fyrir skólann, kláruðum 40 milljóna króna fjármögnun sem þurfti, fundum kennsluhúsnæði, húsnæði fyrir heimavist, samrými fyrir mötuneyti og svo framvegis,“ segir Helena og brosir yfir minningunni. „Ég segi oft að ég hafi aldrei unnið jafn mikið og þessa mánuði en líka sjaldan skemmt mér jafn vel í vinnunni.“ Helena mælir með því að fólk í Reykjavík sem er yfirkeyrt af streitu og tímaskorti, einfaldlega flytji til Flateyri. Þar sé tempóið allt annað og yndislegt að vera. Á Flateyri þurfi fólk ekki að kíkja í Calender til að geta ákveðið hvenær og/eða ef það er hægt að hittast. Á Flateyri tók Helena þátt í því að koma Lýðskólanum þar á laggirnar. Svo heilluð er Helena af Flateyri að hún segist mæla með því fyrir margt fólk sem glímir við tímaleysi, hraða og streitu í höfuðborginni að einfaldlega flytja á Flateyri. „Ég eignaðist mína aðra fjölskyldu þar og marga góða vini. Og ólíkt lífinu í Reykjavík er allt svo miklu auðveldara þarna; ef fólk vill hittast og borða saman nýveidda bláskel sem það fann á höfninni, þá gerir fólk það bara þótt það sé ákveðið samdægurs. Í Reykjavík þurfa allir að kíkja í Calanderið sitt og sjá hvort það sé mögulega laus tími fyrir hitting í 52.viku ársins….“ Helena fór þó ekki varhluta af því áfalli sem snjóflóðin í janúar 2020 höfðu á bæjarbúa. „Það vildi svo til að ég var í símanum við Önnu Siggu, íbúa í húsinu, þegar snjóflóðið féll á húsið hennar og ég hlustaði því á henni ofsafengu viðbrögð á meðan ég áttaði mig ekki á því hvað var að gerast,“ segir Helena og bætir við: „Þegar ég loks áttaði mig á því fór allt mitt í að tryggja að björgunaraðilar vissu af því sem gerðist og komast svo eins fljótt og hægt var til hennar. Það fór svo að hún og tvö af börnum hennar komust af sjálfsdáðum úr húsinu en dóttir hennar hún Alma grófst undir flóðinu og í hræðilegar 40 mínútur vissum við ekki um afdrif hennar.“ Helena upplifði tímann í kjölfarið sem erfiðan en er á sama tíma þakklát fyrir að hafa verið þarna á þessum tíma. Það hafði mikil og djúpstæð áhrif á mig að vera hluti af samfélaginu á Flateyri sem tókst á við afleiðingar þessa flóðs og vita af þeim hræðilegu sárum sem þessir atburðir rifu ofan af með tilliti til þess mannskæða flóðs sem við munum öll eftir árið 1995.“ Er einhver leiðinleg í vinnunni? Helena segir miklu skipta að allt fólk hlúi stöðugt að geðheilbrigði sínu og ekki síst vinnustaðir sem þurfa að halda vel utan um starfsfólkið sitt. „Því staðreyndin er einfaldlega sú að því betur sem andlega líðan okkar er svona almennt, því betur tekst okkur að takast á við áföll eða erfiðleika sem lífið óhjákvæmilega færir okkur.“ Sem fyrirtækið hennar Mental ráðgjöf vinnur einmitt sérstaklega að fyrirtækið stofnaði Helena árið 2022. „Ég fór til Jemen fyrir Lækna án landamæra haustið 2021. Þar fékk ég Covid og var lokuð inni í hótelherbergi í tíu daga þar sem ég mátti hvorki hitta neinn né fara neitt,“ segir Helena. „Ég vissi að ég yrði atvinnulaus þegar ég kæmi heim en hugmyndin að Mental fæddist í þessari Covid einangrun þegar að ég rakst á skýrslu sem McKinsey skrifaði þar sem fram kom að stóra verkefni atvinnulífsins um allan heim næstu árin yrði að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.“ Talið berst í kjölfarið að breytingaskeiði kvenna. Sem Helena segir dæmi um eitthvað sem fleiri vinnustaðir ættu að kynna sér. „Ef það er til dæmis einhver kona í vinnunni á aldrinum 45-55 ára sem allt í einu fer að verða viðskotaill eða tilfinningasöm, eru meiri líkur en minni á því að bestu viðbrögð vinnustaðarins séu að styðja við hana, því mjög líklega er hún þá að ganga í gegnum erfitt breytingaskeið,“ segir Helena. Þekkjandi það af eigin raun. „Ég varð einfaldlega hryllingur í dálítinn tíma og skil reyndar ekki hvernig mitt nánasta fólk gat verið í návist við mig. Þegar einkenni breytingaskeiðsins hófust hjá mér, var skjaldkirtillinn reyndar á einhverju hormónaflippi líka og ég vill meina að um tíma hafi ég einfaldlega farið í fullkomna maníu. En krassaði líka í kjölfarið og varð þá alveg hundleiðinleg og pirruð.“ Mental hefur á síðustu árum unnið með ófáum fyrirtækjum að auknu geðheilbrigði starfsfólks, meðal annars með aðkomu að því að móta geðheilsustefnu vinnustaða og innleiða hana. Helena upplifir það sem mikil forréttindi að hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki og vinna þar náið með stjórnendum og starfsfólki að því að hlúa að bættu geðheilbrigði á vinnustöðum. „Markmið mitt er að gera geðheilbrigði að eðlilegum hluta af samtalinu í vinnunni, að tryggja að engin þurfi að upplifa sig ein eða jaðarsett af völdum andlegrar vanlíðan eða geðvanda.“ Hér má sjá viðtal sem Atvinnulífið á Vísi tók við Hilju Guðmundsdóttur, samstarfskonu Helenu hjá Mental ráðgjöf. Að velja að giftast ekki né eignast börn En aðspurð um einkalífið hefur Helena líka nokkuð áhugaverða sögu að segja. „Ég átti í nokkrum lengri samböndum þegar ég var ung en ákvað síðan formlega að svona sambönd með tilheyrandi hjólhýsadæmi og svo framvegis væri eitthvað sem væri ekki fyrir mig.“ Um 35 ára tók Helena ákvörðun. „Ég ákvað að eignast ekki börn. Ég hugsaði auðvitað mikið um þetta þegar lífsklukkan tifaði hvað þetta varðar en síðan tók ég einfaldlega þá ákvörðun að mitt val væri að eignast ekki börn.“ Sem hljómar auðvitað svo sjálfsagt því hver og einn á að velja fyrir sig. En er það svo? „Í huga margra á Íslandi virðist þessi valkostur þó vera eins og ógjörningur. Að það sé ekki hægt að taka ákvörðun um að eignast ekki barn því maður viti ekki um hvað lífið snúist í raun nema maður eignist barn og svo framvegis,“ segir Helena en bætir við: Sumir verða reiðir við mig eða nánast fara að rífast við mig eða þræta. Segja að fólk verði hamingjusamari ef það eignast börn. Eins og ég geti síður notið lífsins vegna þess að ég kaus að eignast ekki börn né að gifta mig.“ Það síðarnefnda enn eitt atriðið sem samfélagið skilur ekkert of auðveldlega. „Já ég hef oft upplifað að sérstaklega fólk í samböndum á erfitt með einhleypar konur. Sem virðist trufla margt parafólk. Sem mér þykir miður og hef oft orðið svekkt yfir. Því þótt konur geti tekið ákvörðun um að hitta menn eða deita þá, er ekkert sem segir að þær þurfi að vilja giftast þeim. Sem þó margir virðast mjög uppteknir af frá fyrstu kynnum. Þar sem fólk nánast parar sig saman og mátar með hjónaband og langa framtíð í huga.“ Helena segir íslenskt samfélag eiga erfitt með að skilja það val að ekki allir vilji giftast og eignast börn. Tali jafnvel á þeim nótum að hún viti ekki hvað lífið snúist í raun um nema að eignast barn. Helena upplifir það sem mikil forréttindi að vinna með íslenskum vinnustöðum að því að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Góð geðheilsa sé grunnurinn að því að vera hamingjusöm og blómstra.Vísir/Einar En hefur þú aldrei strögglað við að aðlagast lífinu á Íslandi, sérstaklega eftir að hafa starfað við miklar hörmungar ytra? „Nei það er svo skrýtið og ég veit ekki hver skýringin á því er, en almennt hefur það bara verið þannig að ég hef komið heim, náð að vinda aðeins ofan af mér og sofa vel í einn sólarhring en svo skiptir mig máli að lifa eins eðlilegu lífi og ég get mjög fljótt. Vera með fjölskyldu og vinum, fá mér kokteil á barnum og annað slíkt. Ég hef því sjaldnast verið í vandræðum með að meta bara lífið á Íslandi eins og það er, óháð stöðunni annars staðar í heiminum,“ segir Helena en bætir við: „Mitt nánasta fólk segir þó að ég hafi mildast. Áður en ég fór að vinna með Læknum án landamæra átti ég það kannski meira til að segja einfaldlega við fólk: Æi hættu þessu væli…“ Lífið færir okkur alls kyns verkefni. Það er óhjákvæmilegt. Um lífið og lífsins verkefni segir Helena: Dagleg líf og fyrri áföll eru samtvinnuð geðheilsu okkar, móta hvernig við mætum í lífinu, í vinnunni og í samböndum okkar. Þegar við setjum andlega heilsu okkar í forgang, læknum við ekki aðeins og styrkjum okkur sjálf heldur opnum við einnig á getu okkar til að taka fullan þátt í lífinu, vinna þýðingarmikið starf og sýna samkennd og gefa af okkur til samferðafólks. Að styðja við geðheilbrigði snýst ekki bara um að lifa af - það snýst um að saman náum við að blómstra.“ Geðheilbrigði Starfsframi Tengdar fréttir Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ „Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur. 13. október 2024 08:02 „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Þá þegar búin að starfa í nokkrum öðrum löndum og átti enn fleiri eftir enn. Helena er klínískur sálfræðingur að mennt og eigandi Mental ráðgjafar. ,,Að vera við góða geðheilsu og hlúa stöðugt að henni hjálpar okkur svo mikið við að takast á við þau áföll eða erfiðleika sem lífið færir okkur,“ segir Helena róleg. Enda af nægu að taka í hennar lífi; Fyrsta áfallið þegar hún var 12 ára og faðir hennar slasaðist alvarlega í flugslysi. En Helena hefur líka valið að lifa öðruvísi lífi en samfélagið skilur hvað best. Ég valdi að giftast hvorki né eignast börn. Sem er ekkert mál með fólki eins og því sem starfaði með mér í Læknum án landamæra. En hérna heima er því öðruvísi farið. Margt fólk á erfitt með að skilja þetta val mitt og sumir verða einfaldlega erfiðir eða pirraðir.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Helena valdi að lifa öðruvísi lífi. Sem á margan hátt má lýsa sem mjög ævintýramiklu lífi, þó átakanlegu á köflum því með Læknum án landamæra hefur Helena starfað á mörgum átakasvæðum. Helena segir að það að hlúa vel að andlegri heilsu okkar, hjálpi okkur til að takast á við áföll og erfið lífsins verkefni. Þegar æskan breyttist í martröð Helena er fædd árið 1972 og átti frábæra æsku. „Ég fæddist mánuði fyrir tímann, mamma missti vatnið á tröppum fyrir utan hárgreiðslustofu í Berlín og var þá í miðjum prófum sem námsmaður,“ segir Helena og hlær. Foreldrar Helenu voru báðir tannlæknar, móðir hennar Gunilla Skaptason er hálfsænsk og fædd árið 1947. Faðir hennar, Jón Jónasson var ættaður úr Fljótsdal, fæddur árið 1947 en hann lést árið 2006. „Við fluttum til Íslands áður en ég varð þriggja ára og árið sem ég varð fimm ára fluttum við í Mosfellsbæ þar sem þau opnuðu sína eigin tannlæknastofu og unnu hlið við hlið.“ Æskuárin í Mosó voru vægast sagt geggjuð. Ég held það hafi verið fjórtán krakkar í bekknum mínum sem bjuggu í götunni. Og við gerðum allt; Reyktum njóla, stofnuðum leynifélagið Stúlkur og njósnuðum um nágrannana; hvar var rifist, hvað var í matinn og svo framvegis.“ Helena er elst þriggja systkina; bróðir hennar Tómas er fæddur 1974 og systir hennar Sara árið 1981. „Ég átti einfaldlega fullkomna æsku og einstaka foreldra. Sem voru elskandi og styðjandi, treystu okkur vel en voru líka ströng og gerðu á okkur kröfur,“ segir Helena en bætir við: Allt þetta splundraðist sumarið sem ég var 12 ára því þá lenti pabbi í alvarlegu flugslysi. Í um einn og hálfan mánuð var honum haldið sofandi en þegar hann vaknaði var hann blindur, með alvarlegan heilaskaða og illa farinn á líkama og sál.“ Fullkomin æska splundraðist og varð að martröð þegar faðir Helenu lenti í alvarlegu flugslysi og slasaðist alvarlega; varð blindur, hlaut heilaskaða og var illa farinn á líkama og sál. Helena var þá 12 ára og segir áfallið hafa verið svo mikið að hún man ekki einu sinni eftir því að hafa farið í skólann haustið og veturinn á eftir. Hvernig er fyrir 12 ára barn að upplifa svona áfall? Ég man ofboðslega lítið. Ég man þó eftir myndum sem fjölmiðlarnir birtu og sýndu myndir af flugvél sem var í klessu. Ég man líka eftir fullt af fólki grátandi heima hjá mér og allt í upplausn,“ segir Helena en bætir síðan við: „En síðan er eins og ég muni nánast ekki neitt næstu tvö árin á eftir. Þá er bara allt í þoku. Ég man ekki eftir því að hafa byrjað í skólanum um haustið eða að hafa verið í skólanum um veturinn.“ Við tók erfiður tími. „Mamma var ótrúleg. Gerði allt sem hún gat til að halda öllu saman, til að styðja bæði við pabba og hans heilsu en líka okkur heima fyrir, heimilið og fyrirtækið. Hún var samt mikið fjarverandi með pabba í tengslum við spítalavist og aðgerðir, bæði hér heima og erlendis þar sem átti að reyna að laga augun í honum, sem tókst ekki. Pabbi var aldrei sami maðurinn eftir þetta slys og í alls ekki sá maður sem við krakkarnir þekktum.“ Sorgin skín í gegn þegar Helena talar; Sorg yfir því sem gerðist, ást og kærleikur til þess sem eitt sinn var. „En ég hef fyrir löngu gert upp þennan tíma og hef í rauninni aldrei haft þörf fyrir það að kafa eitthvað djúpt í þessi tvö ár sem eru eins og í þoku. Bróðir minn upplifði áfallið á svipaðan hátt; Hann man eiginlega ekki neitt. En auðvitað höfum við öll tekið eitthvað með okkur inn í fullorðinsárin frá þessum tíma. Við erum öll með smá krump sem við erum að kljást við.“ Það breyttist allt hjá Helenu og systkinum hennar þegar pabbi þeirra lenti í slysinu. Helena segir móður sína hafa verið ótrúlega magnaða í að halda öllu saman en sjálf fékk hún unglingaveikina á hæsta stigi og gat verið mömmu sinni afar erfið alla daga um tíma.Vísir/Einar, einkasafn Starfsframi án barneigna Á endanum sótti móðir Helenu um skilnað, faðir hennar fluttist á milli nokkurra staða sem töldust úrræði fyrir hann en mikið vantaði upp á að einhver staður gæti séð um hann. Með börnin flutti Gunilla úr Mosfellsbæ og við tóku unglingsárin. „Ég fékk unglingaveikina á hæsta stigi. Var óalandi og hræðileg og er enn með samviskubit yfir því hvað ég var oft leiðinleg við mömmu. Ég reyni oft að skýla mér á bakvið að ekkert okkar var búið að vinna úr áfallinu en nánast daglega þurfti ég að biðja mömmu afsökunar á einhverju sem ég sagði eða gerði,“ segir Helena og nánast tekur andköf. „Fyrsta árið mitt í MH keyrði mamma mig alltaf í skólann . Nánast undantekningarlaust þurfti ég að hringja í mömmu úr tíkallasímanum í fyrstu frímínútunum og biðjast afsökunar á því hvað ég var leiðinleg við hana í bílnum á leiðinni.“ Eftir stúdentsprófið, lauk Helena sálfræðinámi í Háskóla Íslands. „Ég útskrifaðist þaðan 1996 og byrjaði hjá Hagvangi, sem síðar varð PWC. Árið 1997 nælir Gallup í mig og í því ævintýri til ársins 2003. Gallup var stofnað af nokkrum ungum mönnum og þar ríkti sannkallaður frumkvöðlaandi.“ Næst tók við bankageirinn og þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust árið 2003, var Helena fengin þangað til starfa eftir að hafa verið í sérverkefni fyrir Gallup í Lúxemborg um sex mánaða skeið. „Við tók æðislegur tími. Ég var ráðin inn Kaupþings megin ef svo má segja. Stundum er ég spurð að því hvort ég hafi ekki hálfgert samviskubit yfir því að hafa unnið í banka á þessum tíma en ég svara því alltaf neitandi. Því hvað er leiðinlegt við það að vinna á vinnustað sem var í sífellu að ráða til sín klárasta fólkið?“ Nánast korter fyrir hrun, var Helena þó sest aftur á skólabekk því haustið 2008 ákvað hún að fara í meistaranámið í sálfræði þaðan sem hún útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur árið 2010. Ég fór síðan að vinna sem klínískur sálfræðingur bæði hjá öðrum og á eigin stofu. Allt til ársins 2014. Þá var ég einn daginn að keyra í vinnuna og hugsaði allt í einu með mér: Bíddu, er þetta þá bara málið? Ákvaðstu að eignast ekki börn og búa ekki í Grafarvogi til að geta svo bara keyrt þessa sömu leið í vinnuna þangað til þú verður sjötug?“ segir Helena og bætir við: „Nei var svarið. Þetta var ekki það sem ég vildi. Ég hafði verið með umsóknina til Lækna án landamæra í tölvunni minni um nokkurt skeið. Ég sendi hana strax um kvöldið.“ Helena starfaði fyrir Lækna án landamæra um árabil; Í Afganistan, Egyptalandi, Súdan, Líbanon og Jemen. Hún segir allt fólk eiga það sammerkt að vera alltaf að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi, þótt sprengjur og skotbardagar séu daglegt brauð. Í Egyptalandi starfaði Helena með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, ofbeldis og pyntinga, sem hún segir hafa verið of mikinn hrylling að kynnast til að segja frá því. Ekkert svo alvarlegt að barn deyi Umsóknarferlið hjá Læknum án landamæra er langt og strangt; eftir atvinnuviðtöl hefst þjálfun sem á endanum leiðir til þess að viðkomandi starfsmaður fær sitt fyrsta verkefni. Sem Helena segir oftast frekar erfitt verkefni. „Það er vegna þess að það eru svo fáir sem endast í þessu en margir sem sjá í hillingum að taka þátt í starfinu. Fara síðan í fyrsta verkefnið og finnst gaman að taka myndir til að sýna allt saman á samfélagsmiðlunum en lengra nær þetta ekki. Fólk gefst upp.“ Fyrsta verkefni Helenu var að fara til Afganistan í sex mánuði, sem þó enduðu sem níu. „Þar var ég deildarstjóri sálfræðiþjónustu á stórum spítala og elskaði að vera þarna. Því þótt það væru skothríðar og sprengjur í tíma og ótíma, var þetta langt frá því að vera eins og við sáum alltaf í fjölmiðlunum.“ Hvernig þá? Í fréttum sjáum við bara fólk sem er hágrátandi og með harmkvælum að biðja um hjálp, ekki síst konur. Hið rétta er að fólk er fyrst og fremst að reyna að lifa hefðbundnu daglegu lífi. Eins og við öll hér. Bara á allt öðrum skala og í meiri pressu því auðvitað býr þetta fólk á átakasvæði.“ Helena lýsir því síðan hvernig fólk almennt vann bara að því að afla tekna og framfleyta sér og sínum, hélt sín heimili, eldaði mat, hjálpaðist að og svo framvegis. „Talibanar voru að reyna að ná yfirráðum á svæðinu þar sem ég var og náðu því í lokin. Þessu fylgdu skotbardagar, loftárásir og sprengjur en sem sálfræðingur var ég að hitta fólk með sams konar áhyggjur eða vandamál að glíma við eins og við öll hin,“ segir Helena og nefnir dæmi: „Unglingsstúlkur skotnar í strákum, mæður með áhyggjur af börnunum sínum, fólk með félagsfælni og kvíða.“ Margt var þó langt frá því að vera veruleiki sem við þekkjum hér. „Eitt af því sem ég tók strax eftir er þetta æðruleysi sem einkennir þetta fólk. Því þarna var það nánast daglegt brauð að tilkynna foreldrum að við hefðum þurft að aflima barn í kjölfar sprengjuárásar eða að barnið þeirra væri dáið og svo framvegis. Sem mér fannst í fyrstu að fólk ætti að takast á við með mikilli skelfingu en ekki þessu æðruleysi sem var einkennandi,“ segir Helena en bætir við: „Á Íslandi erum við svo heppin að geta litið á hverja fæðingu og hvert barn sem kraftaverk. Þar sem stríð ríkir er þessu öðruvísi farið: Fólk fæðir mörg börn í þeirri von að einhver þeirra lifi af. Og þótt eitthvert þeirra deyi er það enginn heimsendir. Fólk er einfaldlega búið að búa sér til varnir í gegnum sína trú, að það sem gerist sé vilji Allah. Sem að mörgu leyti er skiljanlegt; fólk er að nota trúna sem sína spiritual verkfærakistu til að takast á við áföllin.“ Helena segir marga ekki endast lengi í starfi fyrir Lækna án landamæra. Fólki finnist þetta spennandi og vilji birta myndir á samfélagsmiðlum en síðan nái það ekki lengra, fólk gefist upp. Helena segir margt erfitt fylgja starfinu en fjölmiðlar gefa sjaldnast rétta mynd af daglegu lífi fólks í flóttamannabúðum eða á átakasvæðum. Í rúst yfir hryllingnum Svo ótrúlega vildi til að þegar Helena var nýkomin heim frá Afganistan var spítalinn sprengdur í loft upp. „Bandaríkjamenn sprengdu spítalann fyrir mistök. Þar misstum við marga kollega og vini, fólk sem ég hafði verið að hitta daglega í marga mánuði.“ Tveimur og hálfum mánuði síðar var Helena þó komin í sitt næsta verkefni. „Ég var komin til Kaíró í Egyptalandi skömmu fyrir jól og ólíkt ástandinu í Afganistan var ekkert stríð eða umbrot þar,“ segir Helena en bætir við: „Munurinn var þó sá að Afganistan skilaði mér heilli heim en eftir Egyptaland var ég í rúst.“ Verkefni Helenar var að vinna með hundruðum þúsunda flóttamanna sem komust hvorki lönd né strönd. „Ég vann með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, ofbeldis og pyntinga,“ segir Helena og nú tekur við smá þögn. „Fórnarlömb uppreisnarseggja eða stjórnarherja þar sem engar reglur gilda um stríðsrekstur.“ Þögn. „Þótt ég hafi oft nýtt mér sálfræðiþjónustu til að vinda aðeins ofan af mér út af einhverju, var það aðeins eftir þetta verkefni sem ég virkilega þurfti að nýta mér sálfræðimeðferð formlega. Því það að upplifa hversu mikil mannvonska er til í heiminum þýddi einfaldlega að ég þurfti faghjálp til að orga úr mér lungun og ná utan um þetta.“ Eftir hryllinginn í Egyptalandi þurfti Helena sjálf að nýta sér formlega sálfræðimeðferð. Oft hafi hún nýtt sér sálfræðiþjónustu til að vinda ofan af sér en í þetta sinn þurfti hún meiri hjálp til að orga úr sér lungun og fá aftur trú á mannkyninu. Til að mæta áföllum, þurfum við samt öll að eiga inneign og þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að okkur sjálfum alltaf.Vísir/Einar Afríka og svo…. Flateyri Sem betur fer, tók við yndislegur tími í næsta verkefni Helenar en það var í S-Súdan. „Þarna var ég í návist við heimafólk og flóttafólk, sem bjó í alls konar tjöldum, tók þátt í að kaupa lifandi geitur sem fóru svo á grillið um kvöldið og svo framvegis. Því þótt fólk búi í flóttamannabúðum er þetta fólk almennt venjulegt fólk að reyna að lifa venjulegu lífi.“ Árið 2016 starfaði Helena í Líbanon. „Þar var heilbrigðiskerfið að hruni komið en það var ekki beisið áður en milljónir sýrlenskra flóttamanna komu yfir landamærin og þurftu á heilbrigðisþjónustu að halda. Það sem var hins vegar öðruvísi í Líbanon voru andstæðurnar í okkar lífi þar. Á daginn vann ég í flóttamannabúðum þar sem fólk býr við ferlegar aðstæður og mikinn skort en eftir vinnu lifði eg hefðbundnu stórborgarlífi, fór í jóga, skellti mér í skíðaferð, hitti vini í matarboðum og svo framvegis.“ Helena fór síðan aftur til S-Súdan í nokkra mánuði en um áramótin var hún stödd á Íslandi, nánar tiltekið á Flateyri. „Ég var læst úti í húsinu sem ég ætlaði að gista í og hringdi eftir hjálp. Svo skemmtilega vildi til að sá sem kom og hjálpaði mér reyndist vera stjórnarformaður hins óstofnaða Lýðskóla á svæðinu,“ segir Helena og hlær. Því áður en hún vissi af voru öll plön breytt: Í stað þess að snúa aftur út í heim, sat hún með tölvuna sína á Flateyri og vann að því með öðrum að koma Lýðskólanum á laggirnar. „Þetta var frábær tími og frábært teymi. Á um fjórum mánuðum gerðum við allt; bjuggum til námsbrautir, lógó fyrir skólann, kláruðum 40 milljóna króna fjármögnun sem þurfti, fundum kennsluhúsnæði, húsnæði fyrir heimavist, samrými fyrir mötuneyti og svo framvegis,“ segir Helena og brosir yfir minningunni. „Ég segi oft að ég hafi aldrei unnið jafn mikið og þessa mánuði en líka sjaldan skemmt mér jafn vel í vinnunni.“ Helena mælir með því að fólk í Reykjavík sem er yfirkeyrt af streitu og tímaskorti, einfaldlega flytji til Flateyri. Þar sé tempóið allt annað og yndislegt að vera. Á Flateyri þurfi fólk ekki að kíkja í Calender til að geta ákveðið hvenær og/eða ef það er hægt að hittast. Á Flateyri tók Helena þátt í því að koma Lýðskólanum þar á laggirnar. Svo heilluð er Helena af Flateyri að hún segist mæla með því fyrir margt fólk sem glímir við tímaleysi, hraða og streitu í höfuðborginni að einfaldlega flytja á Flateyri. „Ég eignaðist mína aðra fjölskyldu þar og marga góða vini. Og ólíkt lífinu í Reykjavík er allt svo miklu auðveldara þarna; ef fólk vill hittast og borða saman nýveidda bláskel sem það fann á höfninni, þá gerir fólk það bara þótt það sé ákveðið samdægurs. Í Reykjavík þurfa allir að kíkja í Calanderið sitt og sjá hvort það sé mögulega laus tími fyrir hitting í 52.viku ársins….“ Helena fór þó ekki varhluta af því áfalli sem snjóflóðin í janúar 2020 höfðu á bæjarbúa. „Það vildi svo til að ég var í símanum við Önnu Siggu, íbúa í húsinu, þegar snjóflóðið féll á húsið hennar og ég hlustaði því á henni ofsafengu viðbrögð á meðan ég áttaði mig ekki á því hvað var að gerast,“ segir Helena og bætir við: „Þegar ég loks áttaði mig á því fór allt mitt í að tryggja að björgunaraðilar vissu af því sem gerðist og komast svo eins fljótt og hægt var til hennar. Það fór svo að hún og tvö af börnum hennar komust af sjálfsdáðum úr húsinu en dóttir hennar hún Alma grófst undir flóðinu og í hræðilegar 40 mínútur vissum við ekki um afdrif hennar.“ Helena upplifði tímann í kjölfarið sem erfiðan en er á sama tíma þakklát fyrir að hafa verið þarna á þessum tíma. Það hafði mikil og djúpstæð áhrif á mig að vera hluti af samfélaginu á Flateyri sem tókst á við afleiðingar þessa flóðs og vita af þeim hræðilegu sárum sem þessir atburðir rifu ofan af með tilliti til þess mannskæða flóðs sem við munum öll eftir árið 1995.“ Er einhver leiðinleg í vinnunni? Helena segir miklu skipta að allt fólk hlúi stöðugt að geðheilbrigði sínu og ekki síst vinnustaðir sem þurfa að halda vel utan um starfsfólkið sitt. „Því staðreyndin er einfaldlega sú að því betur sem andlega líðan okkar er svona almennt, því betur tekst okkur að takast á við áföll eða erfiðleika sem lífið óhjákvæmilega færir okkur.“ Sem fyrirtækið hennar Mental ráðgjöf vinnur einmitt sérstaklega að fyrirtækið stofnaði Helena árið 2022. „Ég fór til Jemen fyrir Lækna án landamæra haustið 2021. Þar fékk ég Covid og var lokuð inni í hótelherbergi í tíu daga þar sem ég mátti hvorki hitta neinn né fara neitt,“ segir Helena. „Ég vissi að ég yrði atvinnulaus þegar ég kæmi heim en hugmyndin að Mental fæddist í þessari Covid einangrun þegar að ég rakst á skýrslu sem McKinsey skrifaði þar sem fram kom að stóra verkefni atvinnulífsins um allan heim næstu árin yrði að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.“ Talið berst í kjölfarið að breytingaskeiði kvenna. Sem Helena segir dæmi um eitthvað sem fleiri vinnustaðir ættu að kynna sér. „Ef það er til dæmis einhver kona í vinnunni á aldrinum 45-55 ára sem allt í einu fer að verða viðskotaill eða tilfinningasöm, eru meiri líkur en minni á því að bestu viðbrögð vinnustaðarins séu að styðja við hana, því mjög líklega er hún þá að ganga í gegnum erfitt breytingaskeið,“ segir Helena. Þekkjandi það af eigin raun. „Ég varð einfaldlega hryllingur í dálítinn tíma og skil reyndar ekki hvernig mitt nánasta fólk gat verið í návist við mig. Þegar einkenni breytingaskeiðsins hófust hjá mér, var skjaldkirtillinn reyndar á einhverju hormónaflippi líka og ég vill meina að um tíma hafi ég einfaldlega farið í fullkomna maníu. En krassaði líka í kjölfarið og varð þá alveg hundleiðinleg og pirruð.“ Mental hefur á síðustu árum unnið með ófáum fyrirtækjum að auknu geðheilbrigði starfsfólks, meðal annars með aðkomu að því að móta geðheilsustefnu vinnustaða og innleiða hana. Helena upplifir það sem mikil forréttindi að hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki og vinna þar náið með stjórnendum og starfsfólki að því að hlúa að bættu geðheilbrigði á vinnustöðum. „Markmið mitt er að gera geðheilbrigði að eðlilegum hluta af samtalinu í vinnunni, að tryggja að engin þurfi að upplifa sig ein eða jaðarsett af völdum andlegrar vanlíðan eða geðvanda.“ Hér má sjá viðtal sem Atvinnulífið á Vísi tók við Hilju Guðmundsdóttur, samstarfskonu Helenu hjá Mental ráðgjöf. Að velja að giftast ekki né eignast börn En aðspurð um einkalífið hefur Helena líka nokkuð áhugaverða sögu að segja. „Ég átti í nokkrum lengri samböndum þegar ég var ung en ákvað síðan formlega að svona sambönd með tilheyrandi hjólhýsadæmi og svo framvegis væri eitthvað sem væri ekki fyrir mig.“ Um 35 ára tók Helena ákvörðun. „Ég ákvað að eignast ekki börn. Ég hugsaði auðvitað mikið um þetta þegar lífsklukkan tifaði hvað þetta varðar en síðan tók ég einfaldlega þá ákvörðun að mitt val væri að eignast ekki börn.“ Sem hljómar auðvitað svo sjálfsagt því hver og einn á að velja fyrir sig. En er það svo? „Í huga margra á Íslandi virðist þessi valkostur þó vera eins og ógjörningur. Að það sé ekki hægt að taka ákvörðun um að eignast ekki barn því maður viti ekki um hvað lífið snúist í raun nema maður eignist barn og svo framvegis,“ segir Helena en bætir við: Sumir verða reiðir við mig eða nánast fara að rífast við mig eða þræta. Segja að fólk verði hamingjusamari ef það eignast börn. Eins og ég geti síður notið lífsins vegna þess að ég kaus að eignast ekki börn né að gifta mig.“ Það síðarnefnda enn eitt atriðið sem samfélagið skilur ekkert of auðveldlega. „Já ég hef oft upplifað að sérstaklega fólk í samböndum á erfitt með einhleypar konur. Sem virðist trufla margt parafólk. Sem mér þykir miður og hef oft orðið svekkt yfir. Því þótt konur geti tekið ákvörðun um að hitta menn eða deita þá, er ekkert sem segir að þær þurfi að vilja giftast þeim. Sem þó margir virðast mjög uppteknir af frá fyrstu kynnum. Þar sem fólk nánast parar sig saman og mátar með hjónaband og langa framtíð í huga.“ Helena segir íslenskt samfélag eiga erfitt með að skilja það val að ekki allir vilji giftast og eignast börn. Tali jafnvel á þeim nótum að hún viti ekki hvað lífið snúist í raun um nema að eignast barn. Helena upplifir það sem mikil forréttindi að vinna með íslenskum vinnustöðum að því að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Góð geðheilsa sé grunnurinn að því að vera hamingjusöm og blómstra.Vísir/Einar En hefur þú aldrei strögglað við að aðlagast lífinu á Íslandi, sérstaklega eftir að hafa starfað við miklar hörmungar ytra? „Nei það er svo skrýtið og ég veit ekki hver skýringin á því er, en almennt hefur það bara verið þannig að ég hef komið heim, náð að vinda aðeins ofan af mér og sofa vel í einn sólarhring en svo skiptir mig máli að lifa eins eðlilegu lífi og ég get mjög fljótt. Vera með fjölskyldu og vinum, fá mér kokteil á barnum og annað slíkt. Ég hef því sjaldnast verið í vandræðum með að meta bara lífið á Íslandi eins og það er, óháð stöðunni annars staðar í heiminum,“ segir Helena en bætir við: „Mitt nánasta fólk segir þó að ég hafi mildast. Áður en ég fór að vinna með Læknum án landamæra átti ég það kannski meira til að segja einfaldlega við fólk: Æi hættu þessu væli…“ Lífið færir okkur alls kyns verkefni. Það er óhjákvæmilegt. Um lífið og lífsins verkefni segir Helena: Dagleg líf og fyrri áföll eru samtvinnuð geðheilsu okkar, móta hvernig við mætum í lífinu, í vinnunni og í samböndum okkar. Þegar við setjum andlega heilsu okkar í forgang, læknum við ekki aðeins og styrkjum okkur sjálf heldur opnum við einnig á getu okkar til að taka fullan þátt í lífinu, vinna þýðingarmikið starf og sýna samkennd og gefa af okkur til samferðafólks. Að styðja við geðheilbrigði snýst ekki bara um að lifa af - það snýst um að saman náum við að blómstra.“
Geðheilbrigði Starfsframi Tengdar fréttir Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ „Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur. 13. október 2024 08:02 „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ „Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur. 13. október 2024 08:02
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00
Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00