Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 22:27 Morgan Rogers kom Aston Villa á bragðið gegn Brentford. getty/Jacob King Aston Villa komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Brentford að velli, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Villa í níu leikjum, eða síðan 22. október. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu er Villa í 7. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Brentford er í 9. sæti deildarinnar með tuttugu stig. Aðeins eitt þeirra hefur komið á útivelli. Morgan Rogers kom Villa yfir á 21. mínútu með góðu skoti í fjærhornið. Sjö mínútum síðar fiskaði Ollie Watkins vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Matty Cash kom Villa svo í 3-0 á 34. mínútu. Þrjú mörk á þrettán mínútum hjá heimamönnum. Mikkel Damsgaard minnkaði muninn fyrir Brentford á 54. mínútu en nær komust gestirnir ekki. Enski boltinn
Aston Villa komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Brentford að velli, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Villa í níu leikjum, eða síðan 22. október. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu er Villa í 7. sæti deildarinnar með 22 stig, aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Brentford er í 9. sæti deildarinnar með tuttugu stig. Aðeins eitt þeirra hefur komið á útivelli. Morgan Rogers kom Villa yfir á 21. mínútu með góðu skoti í fjærhornið. Sjö mínútum síðar fiskaði Ollie Watkins vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Matty Cash kom Villa svo í 3-0 á 34. mínútu. Þrjú mörk á þrettán mínútum hjá heimamönnum. Mikkel Damsgaard minnkaði muninn fyrir Brentford á 54. mínútu en nær komust gestirnir ekki.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti