Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2024 11:39 Það verður blásið til veislu í Hörpu þann 1. desember. Tónlistarráð býður landsmönnum boðsmiða á heiðurstónleika með Magnúsi Eiríkssyni tónskáldi og textahöfundi sem fram fara í Hörpu þann 1. desember. Tilefnið er að Magnús er heiðurshafi fyrstu Þakkarorðu íslenskar tónlistar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að hægt verði að sækja boðsmiða á vefnum harpa.is/takk frá klukkan 12:00 í dag mánudag 25. nóvember. Þar gildi hið fornkveðna: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Tónleikarnir verða einnig teknir upp og sendir út sem hluti af hátíðardagskrá RÚV milli jóla og nýárs. Þar segir enn fremur að þetta sé í fyrsta sinn sem Þakkarorða íslenskra tónlistar verði veitt en það verður 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru heiðursverðlaun nýstofnaðs Tónlistarráðs og er þeim ætlað að heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu. Í Hörpu verða bestu lög Magnúsar flutt af fremstu flytjendum landsins. Þeirra á meðal eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson, auk einvala liðs hljóðfæraleikara undir stjórn tónlistarstjórans Eyþórs Gunnarssonar. Kynnar verða Jón Jónsson og Salka Sól. Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að hægt verði að sækja boðsmiða á vefnum harpa.is/takk frá klukkan 12:00 í dag mánudag 25. nóvember. Þar gildi hið fornkveðna: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Tónleikarnir verða einnig teknir upp og sendir út sem hluti af hátíðardagskrá RÚV milli jóla og nýárs. Þar segir enn fremur að þetta sé í fyrsta sinn sem Þakkarorða íslenskra tónlistar verði veitt en það verður 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru heiðursverðlaun nýstofnaðs Tónlistarráðs og er þeim ætlað að heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu. Í Hörpu verða bestu lög Magnúsar flutt af fremstu flytjendum landsins. Þeirra á meðal eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson, auk einvala liðs hljóðfæraleikara undir stjórn tónlistarstjórans Eyþórs Gunnarssonar. Kynnar verða Jón Jónsson og Salka Sól.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira