Lífið

„Þú varst að tala um Klausturmálið!“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Bergþór fer yfir víðan völl í þættinum.
Bergþór fer yfir víðan völl í þættinum. Vísir

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segist hafa lært mikið af Klaustursmálinu. Ekki hafi verið rætt um það í lengri tíma en hann gerir engar athugasemdir við að það komi upp nú.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt sterkari sósu. Þar segir Bergþór meðal annars frá því hvernig hann kynntist Sigmundi Davíð.

Bergþór segir líka frá því hvernig það hefur verið að vera í tveggja manna þingflokki og hvernig það er að skipuleggja dagatalið með Sigmundi Davíð. Hann rifjar líka upp þegar hann fór í lengstu keppnisskíðagöngu í heimi án nokkurrar reynslu, TikTok ævintýrið og hvort hann myndi frekar ganga í Sósíalistaflokkinn eða VG svo fátt eitt sé nefnt.

Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +.


Tengdar fréttir

Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn

Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.