Lífið

Flytja frá Banda­ríkjunum eftir sigur Trump

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
RH Celebrates The Unveiling Of RH San Francisco, The Gallery At The Historic Bethlehem Steel Building
Getty

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og eiginkona hennar Portia De Rossi eru fluttar frá Bandaríkjunum til Englands. Ástæðan er rakin til kosningasigurs Donalds Trump.

Þetta kemur fram á bandaríska slúðurmiðlinum TMZ. Þar segir að hjónin hafi ákveðið flytja til Englands eftir að ljóst var að Donald Trump hafði betur gegn Demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum.

Þá segir að Ellen og Portia hafi nú þegar komið sér fyrir í húsi á Cotswolds svæðinu, sem er tveimur tímum fyrir utan London. Líkt og við var að búast eiga aðrar stórstjörnur eignir á svæðinu. Má þar nefna David og Victoriu Beckham, Kate Moss, Elizabeth Hurley, og Jeremy Clarkson.

Auk þess kemur fram að hjónin hyggjast selja glæsisetur sitt í Montecito, fyrir utan Los Angeles, á sölu á næstunni. Ólíklegt sé að þær muni flytja aftur til Bandaríkjanna á meðan Trump sitji við stjórnvölinn.

Portia og Ellen byrjuðu saman árið 2004. Þær gengu svo í hjónaband á heimili þeirra í ágúst árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.