Lífið

„Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það eru fáir með eins stórar hendur og Bjarni Benediktsson.
Það eru fáir með eins stórar hendur og Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekkert vera sérstaklega mikið fyrir sterkan mat. Hann er líklega með stærstu hendur nokkurs frambjóðenda en þetta er sannreynt þegar skorað er á hann í puttastríð.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í áttunda þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt sterkari sósu. Bjarni ræðir þar meðal annars sterka nærveru sína á samfélagsmiðlinum TikTok og segist einkar hrifinn af laginu sem allir eru að tala um.

Bjarni ræðir líka afahlutverkið, endalausar vangaveltur um það hvort hann sé að fara að hætta, svarar því hver í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er ólíklegastur til þess að skipta um dekk og hvort hann myndi frekar leggja niður kvótakerfið eða ganga til liðs við Vinstri græna, svo fátt eitt sé nefnt.

Klippa: Af vængjum fram - Bjarni Benediktsson

Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +. 


Tengdar fréttir

Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna.

Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn

Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×