Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2024 08:01 Halldór Armand segir ekkert launungarmál að starfsumhverfi rithöfunda – eins og margra annarra listamanna – hafi breyst mikið síðustu ár. Og ef ekki að taka stökkið núna, hvenær þá? vísir/rax Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir, Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali. „Fyrir því eru alls konar ástæður, tilfinningalegar, andlegar, fjárhagslegar. Fyrst og fremst heyrði ég sterka rödd innra með mér að þetta væri rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti, ég þyrfti að kasta teningunum upp á nýtt. Ég hef ekki efast um það í eina sekúndu að þetta er rétt skref að stíga,“ útskýrir rithöfundurinn og nú útgefandinn Halldór Armand. „Svo er þetta bara áhugaverð tilraun, finnst mér. Það er ekkert launungarmál að starfsumhverfi rithöfunda – eins og margra annarra listamanna – hefur breyst mikið síðustu ár og ég held að þessi þróun sé jarðvegur fyrir það að prófa nýjar hugmyndir og nálganir.“ Þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir ákvað að vert væri, í nafni íslenskunnar, að styrkja bókaútgáfuna árlega um sem nemur í kringum 400 milljónir króna, sagði hún meðal annars það mikilvægt að verð á bókum til almennings lækkaði vegna aðgerðanna. Þetta var 2018. Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar Pírötum kom í ljós að peningarnir fóru í eitt og annað en ekki til höfundanna. „Við erum proffar hérna hjá Flatkökunni“ Þetta hefur breytt bókaútgáfu talsvert, forlögin eru til að mynda og augljóslega ekki eins háð sölu og áður. Það liggur í hlutarins eðli. Halldór Armand er orðinn kaupmaður öðrum þræði og hefur sjálfur stofnað forlag sem heitir Flatkakan. „Já, mér finnst mikilvægt að geta stjórnað verðinu aðeins sjálfur. Ég býð bókaklúbbum og námsmönnum betri kjör til dæmis. Bækur eru of dýrar og maður vill geta komið sögunum sínum til sem flestra, ekki síst á tímum þar sem ólæsi eykst sífellt.“ Halldór hugsar sig aðeins um. Flatkakan, hið nýstofnaða útgáfufyrirtæki, er sko ekkert grín. Bara svo það sé á hreinu.vísir/rax „En svo kemur líka á daginn að mér finnst bara mjög gaman að gerast kaupmaður! Ég er að uppgötva nýjar hliðar á sjálfum mér!“ Er þetta meiri vinna en þú ætlaðir? „Bara, mjög mikil vinna. Alveg eins og ég gerði ráð fyrir. Líkamleg líka, mikið að bera kassa og prenta og stússast. Mér finnst það frábært, satt best að segja, góð tilbreyting frá ritstörfum. Virkilega gaman.“ En einhvers saknarðu nú frá establíseruðu forlagi? Einhverra svona „fínessa“ eins og ritstjórnar, prófarkar og slíks? „Hmmmm,“ segir Halldór Armand og ekki frítt við að hann taki þessari spurningu sem móðgun gagnvart einu bókinni sem Flatkakan hefur gefið út. „Ég var auðvitað með ritstjórn og próförk og allar fínessur. Flatkakan er ekkert amatörradæmi Jakob! Við erum proffar hérna hjá Flatkökunni.“ Endurgreiðslan eins og amfetamínsprauta í rassinn Ók. Ók. Og stendur til að gefa meira út undir þeim merkjum? „Það verður að koma í ljós. En þetta samband við forleggjara er ekki beint eins og í bíómyndum. Þú situr ekki á bar með forleggjaranum þínum þar sem hann skálar í viskíglasi við þig, hristir höfuðið og segir hlæjandi „You son of a bitch, you did it again!“ Þetta er meira og minna bara email-samband á nokkurra ára fresti. Kaffibolli 3-4 sinnum á áratug. Og svo hirða þeir vissulega endurgreiðsluna hennar Lilju; endurgreiðsluna sem Flatkakan mun þiggja með miklu þakklæti. Auðvitað spilaði það inn í þetta hjá mér, fjárhagslega hliðin.“ Já, þetta hlýtur að breyta myndinni til muna. Ég er með þá kenningu að ef þetta eru segjum um 100 milljónir til Forlagsins, þá er það um 15 prósent veltu, þannig að það þarf ekkert að selja bækur af sama kappi og áður? Sem slítur tengsl við lesendur? Hvað segirðu um þessa ófullburða kenningu? „Já, ef við viljum vera ósvífnir þá má líta á þessa endurgreiðslu eins og amfetamínsprautu í rassinn á deyjandi manni. Auðvitað hjálpar þetta bransanum mikið en breytir ekki undirliggjandi vandamálunum.“ Þarna er stórt spurt. Hvernig er það með þig núna þessa dagana, ertu kominn til Íslands? „Já, já, ég er hér og bý hér. En er með sterk tengsl út til Berlínar og fer þangað reglulega.“ Var klúbbaköttur í Berlín Og hvað ertu að gera þar? Bara, tékka á klúbbunum og svona? „Já, ég var alveg klúbbaköttur í einhvern tíma, það breytti lífi mínu, en annars fannst mér lífið bara svo gott þar. Þetta eru góðar andstæður, Reykjavík og Berlín, og frábært að geta nýtt sér styrkleika beggja staða. Ég á sterkt vinanet í Berlín. Síðan gat ég leigt út íbúðina mína hér í Reykjavík fyrir mökk af seðlum og unnið þaðan, bæði að mínum eigin verkum og svo í vinnu fyrir aðra, svo það skipti líka máli. Þar er hollur matur (hóst) og bækur (hóst) ekki munaðarvara fyrir ríkt fólk eins og hér.“ Halldór Armand segir að þegar þjóðin fékk niðurgang á ögurstundu hafi það verið markvisst þaggað niður.vísir/rax Það er ljóst að Halldór Armand hefur sínar skoðanir á þjóðfélagsmálum en við sleppum honum ekki lausum í þá átt, ekki alveg strax. Þetta er nú einu sinni höfundatal og best að halda sjó. Þú lærðir lög eins og fram hefur komið en hefurðu alltaf ætlað þér að verða rithöfundur? „Ég byrjaði snemma að skrifa og uppgötvaði ungur að það færði mér stórkostlega gleði að skrifa einhverja vitleysu. Það kom mjög náttúrulega til mín. Mér fannst sérstaklega gaman að skrifa rímaðar, kjánalegar vísur – mér finnst það enn – og leikrit. Og svo í menntaskóla var ég með svona satíru-tímarit í anda The Onion.“ Halldór Armand segir hins vegar ekki hafa verið neinn farveg fyrir krakka sem hafa gaman að skrifa, í það minnsta ekki þá þegar hann var strákur og maður leyfir sér að efast um að svo sé nú. „Það eru tónlistarskólar og myndlistarskólar fyrir krakka, en enginn ritlistarskóli. Kannski námskeið, ég veit það ekki.“ Hremmingar sem leiddu til þess að Halldór Armand sleppti tökunum Ef við víkjum að Mikilvægu rusli þá er ég hér til dæmis með krassandi brot, eitt af mörgum: „En við vorum með strák frá okkur úr MR í sumarstarfi og hann gekk svo vasklega fram að það verður lengi í minnum haft. Hann óð skítinn óhræddur upp í axlir, náttúrutalent, og var eftir þennan dag kallaður „Sauri“. Við vorum þarna allan daginn að moka kúk og drullu upp í hjólbörur til að ferja út í Svartagil þar sem við kveiktum síðan í haugnum. Vindáttin var þannig að reykinn lagði yfir hátíðarsvæðið í ljúfum aftanblænum.“ Hahahhaha, það setur að viðmælanda hlátur þannig að blaðamanni bregður hálfpartinn við og vindur sér beint í næstu spurningu? Sko… þessi bók markar að mörgu leyti hvörf í þínum ferli? „Já, bæði mjög mikil hvörf en líka alls ekki. Þetta er bara nákvæmlega eins og ég skrifaði 14-15 ára gamall. Hvað breyttist? „Já það er góð spurning Ók! En þú hefur einhvers staðar fundið frelsið til að láta allt gossa í „alvöru“ bók? „Ég lenti bara í smá uppgjöri við þetta allt í fyrra, það að skrifa bókmenntir, það að reyna að lifa sem rithöfundur í heimi þar sem bækur seljast sífellt verr og verr. Ég ákvað að sleppa dálítið tökunum á þessu öllu og mér virkilega tókst það. Sleppa tökunum af væntingum, og þessu hlutverki, þessum draumi. Mig langaði bara að skrifa bók sem ég myndi skrifa hlæjandi allan tímann alveg eins og þegar ég var 14 ára. Alveg óháð því hvort það þyki „fínt“ eða ekki.“ Þaggað þegar þjóðin fékk niðurgang Halldór segist hafa lent í krísu, kulnun eða hvað sem má kalla það. „Já. Ég var bara alveg hættur að hafa gaman af þessu. Ég var með alls konar kvíða sem tengdist því að sanna sig, að sýna að maður eigi erindi og svo framvegis. Svo það var rosalega mikilvægt fyrir mig að finna þessa gleði aftur. Og þegar maður elskar sitt eigið verk, og tengir það við gleði, þá verður til ákveðinn innri styrkur sem brynjar mann fyrir því sem áður olli mér áhyggjum.“ Mikilvægt rusl markar hvörf í ferli Halldórs Armands, hvernig sem á það er litið.vísir/rax Og þurftirðu að kafa djúpt? Ansi djúpt já. Það var mikið þroskaferli fyrir mig. Annars er „Sauri“ sem þarna birtist í textabrotinu Doddi föðurbróðir minn. Hann hlaut þetta viðurnefni í alvörunni á Alþingishátíðinni 1974 fyrir vasklega framgöngu þegar þjóðin fékk niðurgang. Þeir kveiktu í skítnum eins og þarna kemur fram. Það voru sem sagt öskukallar sendir á staðinn til að sjá um kamrana á hátíðinni.“ Þannig að þetta textabrot sem hljómar absúrd byggir á staðreyndum? „Algjörlega. Þetta er mál sem þú getur fundið á timarit.is en þetta var hins vegar augljóslega þaggað niður. Það fengu 35 þúsund manns niðurgang á sama tíma á Þingvöllum eftir að hafa borðað eitthvað eitrað sinnep þarna í pylsustandi í Almannagjá.“ Jesús minn eini. Af hverju er ég fyrst að frétta þetta núna? „Af því þetta var þaggað niður. Bara sagt að „nokkrir hefðu fengið matareitrun“.“ Hvað gerir rithöfundur í kulnun? Jahérna. En geturðu sagt mér eitthvað aðeins undan og ofan af því hvað rithöfundur í krísu gerir til að ná vopnum sínum? „Bara það sama og allt annað fólk í krísu gerir. Annað hvort flýrðu vandamálið, og til þess er hægt að nýta óteljandi meðöl, eða þú leitar inn á við og reynir að öðlast þekkingu á sjálfum þér. Þessi þekking verður svo vonandi að jarðvegi sem viska getur sprottið upp úr. Það er mesta áskorun hverrar manneskju að sigrast á sjálfri sér - vincit qui se vincit. En það er ferðalag þar sem hver og einn þarf að móta sína leið.“ En varstu þá í alvarlegri kulnun? „Já, ætli það megi ekki orða það þannig. Þetta var krefjandi verkefni, en að sama skapi tókst mér að breyta öllu á frekar skömmum tíma. Í júlí henti ég skáldsögu í ruslið sem ég hafði verið að vinna að í eitt og hálft ár. Í byrjun október byrjaði ég svo að skrifa nýja bók – það er Mikilvægt rusl.“ Þetta er ólíkindasaga, þarna segir af miklum örlögum en ég fæ ekki varist því að sjá glitta í Svejk reglulega? „Já. Svejk er mér alltaf nærri.Og þótt Gómur Barðdal, aðalpersónan, sé ekki beint eins og Svejk þá eru þeir skyldir í sinni hógværu og þroskuðu afstöðu til tilverunnar. Eitt af því sem ég hugsaði þegar ég byrjaði var svona „svejkísk bók í efnahagshruninu“. Einhver blanda af Svejk og Big Lebowski í efnahagshruninu.“ Snilldin við Svejk er að Hasek upplýsir aldrei hvort um er að ræða snilling eða fábjána. Það er kannski einu sinni í sögunni allri þar sem má sjá það en annars rambar hann á mörkunum. „Já akkúrat. Eins er Gómur mjög stöðugur „Maður“. Í heimi þar sem allir aðrir eru að missa vitið.“ Af vinum á ég steina, grös og grundir Og þarna eru meira að segja „Svejk-ískar” vísur: Bankar sem að lána milli landa lentu – úps! – í pínu skuldavanda. Hey hopp sa sa! Við flugum skrambi hátt en biðum hnekki. Hvað gerðist svo? Ég man það bara ekki. Hey hopp sa sa! Halldór Armand elskar kjánalegar vísur.vísir/rax Halldór Armand hlær. „Já, ég erfði þetta.“ Þessi vísa gæti verið beint uppúr Góða dátanum? „Ég veit bara ekkert skemmtilegra en svona sillý vísur. Uppáhaldið mitt úr Svejk er vísa sjálfboðaliðans. Hún er svona minnir mig: Af vinum á ég steina, grös og grundir, giljadrög og læki, ef svo ber undir. En hún, sem brosmild eitt sinn undi hjá mér, fór út í buskann. Ég er búinn að ná mér. Svo mikil snilld!“ En má þá sjá einhverja samsvörun milli hrunsins og fyrri heimstyrjaldarinnar? „Algjörlega, þetta er heimur í upplausn.“ Ég held að Karl Ísfeld sé vanmetinn þýðandi. „Þessi þýðing á Svejk er algjört meistaraverk.“ Heimur í upplausn og þá er rétt að gramsa í sorpinu? „Já, heimur í upplausn er skemmtilegt sögusvið til að skoða samfélagið, skoða sannleika þess, lygar og mótsagnir. Og já, ruslatunnan er fín myndlíking fyrir hrunið.“ Eftir að hafa skemmt sér við að kasta fram gamanvísum tekur sótsvartur veruleikinn við. „Það fóru alls konar hlutir í ruslið: Gildi, hugmyndir, heimili, fólk. Og alls konar hlutir höfðu endað í ruslatunnunni fyrir hrun, sem áttu kannski ekki heima þar: Alls konar gildi, hugmyndir og fólk var hafið upp til skýjanna.“ Gríðarleg óleyst reiði eftir hrunið Mér heyrðist ég heyra í kosningabaráttunni einhvern segja að Íslendingar hafi aldrei tekist á við hrunið, allt hafi fallið í sama farið? „Já, og ekki bara Íslendingar. Hrunið var falið á heimsvísu með peningaprentun aðallega. Það var sópað yfir öll vandamálin með nýjum peningum en eins og endurgreiðslan hennar Lilju breytti það engu fyrir undirliggjandi vandamálin. Amfetamíni var sprautað í uppvakninginn sem er alþjóðlega fjármálakerfið. Og honum þannig haldið á löppunum. Rithöfundur og útefandi. Þegar hann fékk höfundargreiðslurnar frá Storytel gerðist eitthvað innra með honum.vísir/rax En afraksturinn af þessu öllu var auðvitað að undirliggjandi vandamálin urðu bara miklu verri. Gjaldmiðlar voru þynntir út sem leiddi til óstöðvandi eignabólu. Fasteignir og hlutabréf hafa margfaldast í verði frá hruni. Og fólkið sem á eignir og hlutabréf er ríkt fólk. Og þessi misskipting býr síðan til kraumandi reiði og heift meðal fólks. Eðlilega.” Halldór Armand segir að enginn viti hvert eigi að beina þessari miklu reiði: „Því það er enginn sjáanlegur gerandi eða sökudólgur. Allt er bara allt í einu ógeðslega dýrt, allt í einu vaknarðu og áttar þig á því að þú munt aldrei eignast heimili. Og þessi reiði heimur er heimurinn sem við búum í í dag. Vandamálin eru að skríða undan teppinu sem þeim var sópað undir. Það er auðvitað með algjörum ólíkindum að hugsa til þess að hrunið var ekki nóg til að breyta Íslandi. Ísland er nákvæmlega eins og það var. Ekkert breyttist en það er út af þessu. Ég held að það þurfi bara að ýta á reset-takkann í mannlegu samfélagi. Það mun annað hvort gerast friðsamlega eða alls ekki. Ég veit ekkert hvort það verður - fer eftir því hvaða fólk er kosið í valdastöður. Og ég myndi gera mér hófstilltar væntingar til þess.“ Stjórnmálastéttin leiðandi í launaþróun Ég hef lengi búist við byltingu en hér koðnar allt slíkt niður. Á meðan er trúin á kerfið, á stjórnmálastéttina nálgast alkul? „Já, ég hef reynt að skrifa um þetta, margoft, að þetta sé fíllinn í stofunni á Íslandi. Við erum bombarderuð með fréttum af stjórnmálastéttinni. Alltaf að fylgjast með nemendaráði og tónninn í fréttaflutningi er alltaf eins og þetta sé „alvöru“. En maður þekkir það bara í sínu daglega lífi að trúin á stjórnmál hér er nákvæmlega engin. Það er yfirgnæfandi vantraust á Alþingi, vegna þess að fólk finnur á eigin skinni hver sannleikurinn er ég hef orðað þetta þannig að de facto hlutverk Alþingis sé að vernda sérhagsmuni fyrir almenningi ekki öfugt.“ Jújú, eins og Séra Davíð Þór nefndi í sjónvarpinu á dögunum. „Ég heyrði af því einmitt. Já, nú er hvergi friður fyrir þessum kosningum, en ég veit ekki hvort nokkur manneskja trúir því að það breyti einhverju hvernig þær fara. Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Peter Turchin sem fjallar um elítur og hvernig samfélög hrynja þegar elítur fara að berjast innbyrðis.“ Halldór Armand fylgist með stjórnmálum dagsins í dag þar sem frægt fólk hrannast á lista, það er eftirsótt að komast á þing.vísir/rax Halldór segir að sér verði óneitanlega hugsað til þessa núna þegar sjá má frægt fólk hrannast upp á listunum. „Það er þróun sem meikar fullkomlega sens þar sem stjórnmálastéttin hefur gert Alþingi leiðandi í launaþróun á Íslandi. En skýtur sig þá líka í fótinn með því; annars konar elítur fara þá að vilja komast í besta djobbið í bænum. Svo fólk sem er búið að vera að sleikja stígvél alla ævi sem þarf allt í einu að fara að keppa við covid-löggu og fræga lækna og svo framvegis um lúxuslífið.“ Þeir sem eru í áskrift láta lítið fyrir sér fara Já. Það var og. Nú heyrir maður rithöfunda ekki oft tala eins og þú gerir? „Ekki? Af hverju heldurðu að það sé? Lát heyra?“ Tjahh, jæja, ók. Ég held að þetta listalaunakerfi sé þess eðlis að gera rithöfunda samdauna kerfinu. Þeir eru hræddir um að missa af þessari hungurlús og fá ekki far með lestinni. Til að halda sig þar verða þeir að skrifa og segja það sem þeir halda að kerfið vilji heyra. Með þessu móti hefur tekist að gera rithöfunda að hópi sem styður ríkjandi ástand og viðtekin viðhorf. Sem svo gengur í berhögg við inntak hugtaksins list. Halldór Armand maldar í móinn: „Það eru nú alveg rithöfundar sem tjá sig um málefni líðandi stundar.“ Jæja. Ég get í það minnsta ekki kvartað undan þér í því sambandi? „Ég er alveg hræddur líka. Eða hef alveg fundið fyrir ótta. Nei, maður bara spyr sig hvort maður sé bara vænisjúkur eða eitthvað en ég hef alveg skrifað hluti þar sem ég hef velt fyrir mér hvort ég sé að styggja valdamikið fólk svo mikið að það muni taka upp símann. En kannski er það bara eitthvað mikilmennskubrjálæði í manni.“ Ef rithöfundar og listamenn eru ekki frjálsir, hver er það þá? „Ég veit það ekki. Já þetta er snúið, því það er eiginlega alveg ómögulegt að ætla að vinna við að skrifa nema með aðstoð frá ríkinu. Svo ég skil alveg fólk sem dreymir um að fá að birta mynd af sjálfu sér með menntamálaráðherra á netinu. Halldór Armand telur okkur ekki hafa gert upp við hrunið sem olli mikilli reiði, sem er óuppgerð í dag.vísir/rax Þetta með frelsið er auðvitað próblematískt hugtak. Það er rosalegt frelsi að geta hugsað og tjáð sig eins og manns innri sannfæring vill en það er líka rosalegt frelsi að geta skrifað/skapað list án þess að vera með fjárhagsáhyggjur. Svo ef þú ert með áskrift að listamannalaunum, þá bara skil ég fullkomlega að þú reynir að láta lítið fyrir þér fara. Ef það er þá þannig, ég veit ekkert um það, og get bara talað fyrir sjálfan mig.“ Rithöfundar verða að gangast við kerfinu eins og það er Árlega kveður við harmakvein úr ranni rithöfunda, þegar greint er frá því hverjir fá úthlutað listamannalaunum. Eins og sá sem segir frá sé að efna til ófriðarins. Ég hef aldrei skilið af hverju menn taka fréttum af þessu svona. Af hverju eru menn ekki ánægðir með þetta? „Já nákvæmlega. Persónulega skoða ég þetta aldrei reyndar. Ég sé ekkert gott koma út úr því.“ Það er eins og þeir skammist sín? Og ég velti fyrir mér hvaðan sú skömm kemur. „Jú, rithöfundar verða að vera tilbúnir til að taka debattið um þessi laun og líka gangast við því að þetta kerfi er eins og það er.“ Þeir hrökkva alltaf í að verja það sama hver gagnrýnin er, vilja vera með puttana í þessu? „Í núverandi samfélagi þá eru þessi laun nauðsynleg ef við viljum varðveita íslenska bókmenntahefð.“ Sjá ofsjónum vegna brauðmola sem hrökkva til rithöfunda Meðan það í sjálfu sér er helsi en ekki frelsi. Þú talaðir áðan um að bóksala sé að dragast saman. Er sú barátta töpuð, með bókina eða er þetta bara tímabil? „Bækur myndu ekki hætta að koma út þótt þessi laun yrðu afnumin en fyrir mér er alveg hlutverk ríkisins að hlúa að sinni eigin menningu og efla hana. Peningarnir sem fara í listamannalaun eru vasaklink við hliðina á þeim óheyrilegu fjárhæðum sem stjórnmálastéttin til að mynda skammtar sjálfri sér eða sólundar í gæluverkefni sín. Eða niðurgreiðslur til valinna aðila, eða pólitískar afskriftir og svo framvegis og svo framvegis.“ Þannig segir Halldór þessa umræðu á hverju ári hálf hlægilega. „Fólk er pirrað út í að listamenn geti fengið einhverja brauðmola til að raunverulega skapa eitthvað áhugavert en lyftir svo ekki litla fingri yfir öllum hinu öllum peningunum sem hverfa í peningasvarthol ríkisins.“ Og inn í þetta helvíti steypir þú Gómi sem bara hlær? „Já algjörlega, talandi um frelsi … Gómur er frjáls maður, hefur sigrast á sjálfum sér, sem er kannski hið eina eiginlega endanlega frelsi. Allir aðrir í sögunni eru óstöðugir og fara gegnum sínar hæðir og lægðir, sínar arkir, en hann er eins og klettur í sinni auðmjúku hógværð.“ Kominn á núllið Þú hefur verið að fá lofsamlega dóma fyrir Mikilvægt rusl, ég veit að þetta er ósanngjörn spurning er er þetta þín besta bók? „Já. Ég held það. Allavega sú skemmtilegasta. Ég get alveg talað heiðarlega um mín verk. Bróðir var vel heppnuð skáldsaga. Mér finnst margt gott í henni. Hún er dálítið grand bók. Mörg lög, tímaflakk og svo framvegis. En ég er langánægðastur með þessa. Því hún er hnitmiðuð, ekki of löng og mér fannst takast að segja söguna á skilvirkan hátt. Halldór Armand segir umræðuna um listamannalaun fáránlega. Í öllum samanburði við útgjöld ríkisins þar sem stjórnmálamenn stýri launaþróuninni.vísir/rax Samt þannig að ég var grenjandi úr hlátri allan tímann. Og þetta eru bestu karakterar sem ég hef búið til en að sama skapi einfaldari bók.“ Ég er ekki eins vel lesinn í Halldóri Armandi og Halldór Armand en ég hallast að því að vera þér sammála? Hvað tekur svo við? „Við verðum að sjá til. Ég fékk uppgjör í gær frá Eymundsson fyrir söluna frá 10. október og út mánuðinn. Og það var mjög jákvætt, talsvert meira en ég bjóst við. Svo ég er núna kominn yfir núll punktinn minn. Það er dálítið annað að fá svona uppgjör sem útgefandi en sem höfundur, skal ég segja þér.“ Og bara bónus héðan í frá að telja? „Hahaha. Uppgjörið frá Storytel í vor var dálítið það sem gerði útslagið. Þá tók þessi ákvörðun að verða kaupmaður/útgefandi sig sjálf.“ Snautlegar greiðslur frá Storytel riðu baggamuninn Höfundar hafa lengi kvartað undan þeirri hugurlús sem þeir frá veitum svo sem Storytel. Eins og fram kom á Vísi á dögunum birti Hildur Knútsdóttir rithöfundur uppgjör þaðan og mátti ljóst vera að rithöfundar eru ekki að ríða feitum hesti frá þeim viðskiptum. Halldór segir engan rithöfund fara varhluta af þessari hungurlús frá Storytel. „Fyrir nokkrum vikum sagði ég opinberlega frá því að ég hafi fengið 36 þúsund krónur sem ég fékk frá Storytel fyrir 350 seld eintök. Svo já, það er augljóslega alveg rétt að höfundar þurfa listamannalaun til að eiga séns á að lifa á skrifunum í þessu hefðbundna kerfi af því þeir fá ekkert gegnum samninga, hvort sem það er við Storytel, forlög eða bókasafnssjóð. En það er líka fullt af fólki sem fær lítil eða engin listamannalaun, er víðáttufjarri því að geta lifað á skrifum, en skrifar samt bækur á íslensku um íslenskan veruleika.“ Lætur sig dreyma um að kreista kollegana Halldór segir að sér finnst gott og mikilvægt að þetta kerfi sé til staðar, og hann er þakklátur fyrir þá mánuði sem hann hefur fengið. „Þeir hafa hjálpað mér mikið þótt upphæðin sé lág, en ég upplifi virðingarleysi í því þegar látið er í veðri vaka að íslensk tunga og menning standi og falli með listamannalaunum, eða að vandaðar bækur á íslensku komi ekki út án þeirra. Halldór Armand lætur sig dreyma: Mig langar að fá mér jakkaföt, einglyrni og vindil, gela hárið aftur og mæta í viðtöl í leðurhönskum.vísir/rax Ekki síst þegar það kemur frá fólki sem getur gengið að þessum 12 mánaða launum sem vísum árum ef ekki áratugum saman, því það er fullt af fólki á Íslandi að búa til áhugaverða list án þess að vera með fasta, litla verktakagreiðslu frá ríkinu um hver mánaðarmót. Framlag þess er engu síðra.“ Ertu byrjaður á næstu bók? „Nei, ég er ekki byrjaður, en svona aðeins byrjaður að láta hugann reika. Ég er bara í hlutverki kaupmannsins núna. Mig langar að fá mér jakkaföt, einglyrni og vindil, gela hárið aftur og mæta í viðtöl í leðurhönskum. Svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur fjárhagslega.“ Meðal þess sem gæti haft þar áhrif eru einmitt téð listamannalaun. „Já, þau stýra því dálítið hvenær ég byrja á einhverju nýju. Svo væri náttúrlega veisla að fara að gefa út aðra. Byrja að kreista kollega mína, vera hinum megin við borðið í leðurhönskunum og stífgelaður að segja við höfunda: Að skrifin séu „blóð, sviti og tár.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Höfundatal Listamannalaun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Fyrir því eru alls konar ástæður, tilfinningalegar, andlegar, fjárhagslegar. Fyrst og fremst heyrði ég sterka rödd innra með mér að þetta væri rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti, ég þyrfti að kasta teningunum upp á nýtt. Ég hef ekki efast um það í eina sekúndu að þetta er rétt skref að stíga,“ útskýrir rithöfundurinn og nú útgefandinn Halldór Armand. „Svo er þetta bara áhugaverð tilraun, finnst mér. Það er ekkert launungarmál að starfsumhverfi rithöfunda – eins og margra annarra listamanna – hefur breyst mikið síðustu ár og ég held að þessi þróun sé jarðvegur fyrir það að prófa nýjar hugmyndir og nálganir.“ Þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir ákvað að vert væri, í nafni íslenskunnar, að styrkja bókaútgáfuna árlega um sem nemur í kringum 400 milljónir króna, sagði hún meðal annars það mikilvægt að verð á bókum til almennings lækkaði vegna aðgerðanna. Þetta var 2018. Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar Pírötum kom í ljós að peningarnir fóru í eitt og annað en ekki til höfundanna. „Við erum proffar hérna hjá Flatkökunni“ Þetta hefur breytt bókaútgáfu talsvert, forlögin eru til að mynda og augljóslega ekki eins háð sölu og áður. Það liggur í hlutarins eðli. Halldór Armand er orðinn kaupmaður öðrum þræði og hefur sjálfur stofnað forlag sem heitir Flatkakan. „Já, mér finnst mikilvægt að geta stjórnað verðinu aðeins sjálfur. Ég býð bókaklúbbum og námsmönnum betri kjör til dæmis. Bækur eru of dýrar og maður vill geta komið sögunum sínum til sem flestra, ekki síst á tímum þar sem ólæsi eykst sífellt.“ Halldór hugsar sig aðeins um. Flatkakan, hið nýstofnaða útgáfufyrirtæki, er sko ekkert grín. Bara svo það sé á hreinu.vísir/rax „En svo kemur líka á daginn að mér finnst bara mjög gaman að gerast kaupmaður! Ég er að uppgötva nýjar hliðar á sjálfum mér!“ Er þetta meiri vinna en þú ætlaðir? „Bara, mjög mikil vinna. Alveg eins og ég gerði ráð fyrir. Líkamleg líka, mikið að bera kassa og prenta og stússast. Mér finnst það frábært, satt best að segja, góð tilbreyting frá ritstörfum. Virkilega gaman.“ En einhvers saknarðu nú frá establíseruðu forlagi? Einhverra svona „fínessa“ eins og ritstjórnar, prófarkar og slíks? „Hmmmm,“ segir Halldór Armand og ekki frítt við að hann taki þessari spurningu sem móðgun gagnvart einu bókinni sem Flatkakan hefur gefið út. „Ég var auðvitað með ritstjórn og próförk og allar fínessur. Flatkakan er ekkert amatörradæmi Jakob! Við erum proffar hérna hjá Flatkökunni.“ Endurgreiðslan eins og amfetamínsprauta í rassinn Ók. Ók. Og stendur til að gefa meira út undir þeim merkjum? „Það verður að koma í ljós. En þetta samband við forleggjara er ekki beint eins og í bíómyndum. Þú situr ekki á bar með forleggjaranum þínum þar sem hann skálar í viskíglasi við þig, hristir höfuðið og segir hlæjandi „You son of a bitch, you did it again!“ Þetta er meira og minna bara email-samband á nokkurra ára fresti. Kaffibolli 3-4 sinnum á áratug. Og svo hirða þeir vissulega endurgreiðsluna hennar Lilju; endurgreiðsluna sem Flatkakan mun þiggja með miklu þakklæti. Auðvitað spilaði það inn í þetta hjá mér, fjárhagslega hliðin.“ Já, þetta hlýtur að breyta myndinni til muna. Ég er með þá kenningu að ef þetta eru segjum um 100 milljónir til Forlagsins, þá er það um 15 prósent veltu, þannig að það þarf ekkert að selja bækur af sama kappi og áður? Sem slítur tengsl við lesendur? Hvað segirðu um þessa ófullburða kenningu? „Já, ef við viljum vera ósvífnir þá má líta á þessa endurgreiðslu eins og amfetamínsprautu í rassinn á deyjandi manni. Auðvitað hjálpar þetta bransanum mikið en breytir ekki undirliggjandi vandamálunum.“ Þarna er stórt spurt. Hvernig er það með þig núna þessa dagana, ertu kominn til Íslands? „Já, já, ég er hér og bý hér. En er með sterk tengsl út til Berlínar og fer þangað reglulega.“ Var klúbbaköttur í Berlín Og hvað ertu að gera þar? Bara, tékka á klúbbunum og svona? „Já, ég var alveg klúbbaköttur í einhvern tíma, það breytti lífi mínu, en annars fannst mér lífið bara svo gott þar. Þetta eru góðar andstæður, Reykjavík og Berlín, og frábært að geta nýtt sér styrkleika beggja staða. Ég á sterkt vinanet í Berlín. Síðan gat ég leigt út íbúðina mína hér í Reykjavík fyrir mökk af seðlum og unnið þaðan, bæði að mínum eigin verkum og svo í vinnu fyrir aðra, svo það skipti líka máli. Þar er hollur matur (hóst) og bækur (hóst) ekki munaðarvara fyrir ríkt fólk eins og hér.“ Halldór Armand segir að þegar þjóðin fékk niðurgang á ögurstundu hafi það verið markvisst þaggað niður.vísir/rax Það er ljóst að Halldór Armand hefur sínar skoðanir á þjóðfélagsmálum en við sleppum honum ekki lausum í þá átt, ekki alveg strax. Þetta er nú einu sinni höfundatal og best að halda sjó. Þú lærðir lög eins og fram hefur komið en hefurðu alltaf ætlað þér að verða rithöfundur? „Ég byrjaði snemma að skrifa og uppgötvaði ungur að það færði mér stórkostlega gleði að skrifa einhverja vitleysu. Það kom mjög náttúrulega til mín. Mér fannst sérstaklega gaman að skrifa rímaðar, kjánalegar vísur – mér finnst það enn – og leikrit. Og svo í menntaskóla var ég með svona satíru-tímarit í anda The Onion.“ Halldór Armand segir hins vegar ekki hafa verið neinn farveg fyrir krakka sem hafa gaman að skrifa, í það minnsta ekki þá þegar hann var strákur og maður leyfir sér að efast um að svo sé nú. „Það eru tónlistarskólar og myndlistarskólar fyrir krakka, en enginn ritlistarskóli. Kannski námskeið, ég veit það ekki.“ Hremmingar sem leiddu til þess að Halldór Armand sleppti tökunum Ef við víkjum að Mikilvægu rusli þá er ég hér til dæmis með krassandi brot, eitt af mörgum: „En við vorum með strák frá okkur úr MR í sumarstarfi og hann gekk svo vasklega fram að það verður lengi í minnum haft. Hann óð skítinn óhræddur upp í axlir, náttúrutalent, og var eftir þennan dag kallaður „Sauri“. Við vorum þarna allan daginn að moka kúk og drullu upp í hjólbörur til að ferja út í Svartagil þar sem við kveiktum síðan í haugnum. Vindáttin var þannig að reykinn lagði yfir hátíðarsvæðið í ljúfum aftanblænum.“ Hahahhaha, það setur að viðmælanda hlátur þannig að blaðamanni bregður hálfpartinn við og vindur sér beint í næstu spurningu? Sko… þessi bók markar að mörgu leyti hvörf í þínum ferli? „Já, bæði mjög mikil hvörf en líka alls ekki. Þetta er bara nákvæmlega eins og ég skrifaði 14-15 ára gamall. Hvað breyttist? „Já það er góð spurning Ók! En þú hefur einhvers staðar fundið frelsið til að láta allt gossa í „alvöru“ bók? „Ég lenti bara í smá uppgjöri við þetta allt í fyrra, það að skrifa bókmenntir, það að reyna að lifa sem rithöfundur í heimi þar sem bækur seljast sífellt verr og verr. Ég ákvað að sleppa dálítið tökunum á þessu öllu og mér virkilega tókst það. Sleppa tökunum af væntingum, og þessu hlutverki, þessum draumi. Mig langaði bara að skrifa bók sem ég myndi skrifa hlæjandi allan tímann alveg eins og þegar ég var 14 ára. Alveg óháð því hvort það þyki „fínt“ eða ekki.“ Þaggað þegar þjóðin fékk niðurgang Halldór segist hafa lent í krísu, kulnun eða hvað sem má kalla það. „Já. Ég var bara alveg hættur að hafa gaman af þessu. Ég var með alls konar kvíða sem tengdist því að sanna sig, að sýna að maður eigi erindi og svo framvegis. Svo það var rosalega mikilvægt fyrir mig að finna þessa gleði aftur. Og þegar maður elskar sitt eigið verk, og tengir það við gleði, þá verður til ákveðinn innri styrkur sem brynjar mann fyrir því sem áður olli mér áhyggjum.“ Mikilvægt rusl markar hvörf í ferli Halldórs Armands, hvernig sem á það er litið.vísir/rax Og þurftirðu að kafa djúpt? Ansi djúpt já. Það var mikið þroskaferli fyrir mig. Annars er „Sauri“ sem þarna birtist í textabrotinu Doddi föðurbróðir minn. Hann hlaut þetta viðurnefni í alvörunni á Alþingishátíðinni 1974 fyrir vasklega framgöngu þegar þjóðin fékk niðurgang. Þeir kveiktu í skítnum eins og þarna kemur fram. Það voru sem sagt öskukallar sendir á staðinn til að sjá um kamrana á hátíðinni.“ Þannig að þetta textabrot sem hljómar absúrd byggir á staðreyndum? „Algjörlega. Þetta er mál sem þú getur fundið á timarit.is en þetta var hins vegar augljóslega þaggað niður. Það fengu 35 þúsund manns niðurgang á sama tíma á Þingvöllum eftir að hafa borðað eitthvað eitrað sinnep þarna í pylsustandi í Almannagjá.“ Jesús minn eini. Af hverju er ég fyrst að frétta þetta núna? „Af því þetta var þaggað niður. Bara sagt að „nokkrir hefðu fengið matareitrun“.“ Hvað gerir rithöfundur í kulnun? Jahérna. En geturðu sagt mér eitthvað aðeins undan og ofan af því hvað rithöfundur í krísu gerir til að ná vopnum sínum? „Bara það sama og allt annað fólk í krísu gerir. Annað hvort flýrðu vandamálið, og til þess er hægt að nýta óteljandi meðöl, eða þú leitar inn á við og reynir að öðlast þekkingu á sjálfum þér. Þessi þekking verður svo vonandi að jarðvegi sem viska getur sprottið upp úr. Það er mesta áskorun hverrar manneskju að sigrast á sjálfri sér - vincit qui se vincit. En það er ferðalag þar sem hver og einn þarf að móta sína leið.“ En varstu þá í alvarlegri kulnun? „Já, ætli það megi ekki orða það þannig. Þetta var krefjandi verkefni, en að sama skapi tókst mér að breyta öllu á frekar skömmum tíma. Í júlí henti ég skáldsögu í ruslið sem ég hafði verið að vinna að í eitt og hálft ár. Í byrjun október byrjaði ég svo að skrifa nýja bók – það er Mikilvægt rusl.“ Þetta er ólíkindasaga, þarna segir af miklum örlögum en ég fæ ekki varist því að sjá glitta í Svejk reglulega? „Já. Svejk er mér alltaf nærri.Og þótt Gómur Barðdal, aðalpersónan, sé ekki beint eins og Svejk þá eru þeir skyldir í sinni hógværu og þroskuðu afstöðu til tilverunnar. Eitt af því sem ég hugsaði þegar ég byrjaði var svona „svejkísk bók í efnahagshruninu“. Einhver blanda af Svejk og Big Lebowski í efnahagshruninu.“ Snilldin við Svejk er að Hasek upplýsir aldrei hvort um er að ræða snilling eða fábjána. Það er kannski einu sinni í sögunni allri þar sem má sjá það en annars rambar hann á mörkunum. „Já akkúrat. Eins er Gómur mjög stöðugur „Maður“. Í heimi þar sem allir aðrir eru að missa vitið.“ Af vinum á ég steina, grös og grundir Og þarna eru meira að segja „Svejk-ískar” vísur: Bankar sem að lána milli landa lentu – úps! – í pínu skuldavanda. Hey hopp sa sa! Við flugum skrambi hátt en biðum hnekki. Hvað gerðist svo? Ég man það bara ekki. Hey hopp sa sa! Halldór Armand elskar kjánalegar vísur.vísir/rax Halldór Armand hlær. „Já, ég erfði þetta.“ Þessi vísa gæti verið beint uppúr Góða dátanum? „Ég veit bara ekkert skemmtilegra en svona sillý vísur. Uppáhaldið mitt úr Svejk er vísa sjálfboðaliðans. Hún er svona minnir mig: Af vinum á ég steina, grös og grundir, giljadrög og læki, ef svo ber undir. En hún, sem brosmild eitt sinn undi hjá mér, fór út í buskann. Ég er búinn að ná mér. Svo mikil snilld!“ En má þá sjá einhverja samsvörun milli hrunsins og fyrri heimstyrjaldarinnar? „Algjörlega, þetta er heimur í upplausn.“ Ég held að Karl Ísfeld sé vanmetinn þýðandi. „Þessi þýðing á Svejk er algjört meistaraverk.“ Heimur í upplausn og þá er rétt að gramsa í sorpinu? „Já, heimur í upplausn er skemmtilegt sögusvið til að skoða samfélagið, skoða sannleika þess, lygar og mótsagnir. Og já, ruslatunnan er fín myndlíking fyrir hrunið.“ Eftir að hafa skemmt sér við að kasta fram gamanvísum tekur sótsvartur veruleikinn við. „Það fóru alls konar hlutir í ruslið: Gildi, hugmyndir, heimili, fólk. Og alls konar hlutir höfðu endað í ruslatunnunni fyrir hrun, sem áttu kannski ekki heima þar: Alls konar gildi, hugmyndir og fólk var hafið upp til skýjanna.“ Gríðarleg óleyst reiði eftir hrunið Mér heyrðist ég heyra í kosningabaráttunni einhvern segja að Íslendingar hafi aldrei tekist á við hrunið, allt hafi fallið í sama farið? „Já, og ekki bara Íslendingar. Hrunið var falið á heimsvísu með peningaprentun aðallega. Það var sópað yfir öll vandamálin með nýjum peningum en eins og endurgreiðslan hennar Lilju breytti það engu fyrir undirliggjandi vandamálin. Amfetamíni var sprautað í uppvakninginn sem er alþjóðlega fjármálakerfið. Og honum þannig haldið á löppunum. Rithöfundur og útefandi. Þegar hann fékk höfundargreiðslurnar frá Storytel gerðist eitthvað innra með honum.vísir/rax En afraksturinn af þessu öllu var auðvitað að undirliggjandi vandamálin urðu bara miklu verri. Gjaldmiðlar voru þynntir út sem leiddi til óstöðvandi eignabólu. Fasteignir og hlutabréf hafa margfaldast í verði frá hruni. Og fólkið sem á eignir og hlutabréf er ríkt fólk. Og þessi misskipting býr síðan til kraumandi reiði og heift meðal fólks. Eðlilega.” Halldór Armand segir að enginn viti hvert eigi að beina þessari miklu reiði: „Því það er enginn sjáanlegur gerandi eða sökudólgur. Allt er bara allt í einu ógeðslega dýrt, allt í einu vaknarðu og áttar þig á því að þú munt aldrei eignast heimili. Og þessi reiði heimur er heimurinn sem við búum í í dag. Vandamálin eru að skríða undan teppinu sem þeim var sópað undir. Það er auðvitað með algjörum ólíkindum að hugsa til þess að hrunið var ekki nóg til að breyta Íslandi. Ísland er nákvæmlega eins og það var. Ekkert breyttist en það er út af þessu. Ég held að það þurfi bara að ýta á reset-takkann í mannlegu samfélagi. Það mun annað hvort gerast friðsamlega eða alls ekki. Ég veit ekkert hvort það verður - fer eftir því hvaða fólk er kosið í valdastöður. Og ég myndi gera mér hófstilltar væntingar til þess.“ Stjórnmálastéttin leiðandi í launaþróun Ég hef lengi búist við byltingu en hér koðnar allt slíkt niður. Á meðan er trúin á kerfið, á stjórnmálastéttina nálgast alkul? „Já, ég hef reynt að skrifa um þetta, margoft, að þetta sé fíllinn í stofunni á Íslandi. Við erum bombarderuð með fréttum af stjórnmálastéttinni. Alltaf að fylgjast með nemendaráði og tónninn í fréttaflutningi er alltaf eins og þetta sé „alvöru“. En maður þekkir það bara í sínu daglega lífi að trúin á stjórnmál hér er nákvæmlega engin. Það er yfirgnæfandi vantraust á Alþingi, vegna þess að fólk finnur á eigin skinni hver sannleikurinn er ég hef orðað þetta þannig að de facto hlutverk Alþingis sé að vernda sérhagsmuni fyrir almenningi ekki öfugt.“ Jújú, eins og Séra Davíð Þór nefndi í sjónvarpinu á dögunum. „Ég heyrði af því einmitt. Já, nú er hvergi friður fyrir þessum kosningum, en ég veit ekki hvort nokkur manneskja trúir því að það breyti einhverju hvernig þær fara. Fyrir síðustu jól kom út bók eftir Peter Turchin sem fjallar um elítur og hvernig samfélög hrynja þegar elítur fara að berjast innbyrðis.“ Halldór Armand fylgist með stjórnmálum dagsins í dag þar sem frægt fólk hrannast á lista, það er eftirsótt að komast á þing.vísir/rax Halldór segir að sér verði óneitanlega hugsað til þessa núna þegar sjá má frægt fólk hrannast upp á listunum. „Það er þróun sem meikar fullkomlega sens þar sem stjórnmálastéttin hefur gert Alþingi leiðandi í launaþróun á Íslandi. En skýtur sig þá líka í fótinn með því; annars konar elítur fara þá að vilja komast í besta djobbið í bænum. Svo fólk sem er búið að vera að sleikja stígvél alla ævi sem þarf allt í einu að fara að keppa við covid-löggu og fræga lækna og svo framvegis um lúxuslífið.“ Þeir sem eru í áskrift láta lítið fyrir sér fara Já. Það var og. Nú heyrir maður rithöfunda ekki oft tala eins og þú gerir? „Ekki? Af hverju heldurðu að það sé? Lát heyra?“ Tjahh, jæja, ók. Ég held að þetta listalaunakerfi sé þess eðlis að gera rithöfunda samdauna kerfinu. Þeir eru hræddir um að missa af þessari hungurlús og fá ekki far með lestinni. Til að halda sig þar verða þeir að skrifa og segja það sem þeir halda að kerfið vilji heyra. Með þessu móti hefur tekist að gera rithöfunda að hópi sem styður ríkjandi ástand og viðtekin viðhorf. Sem svo gengur í berhögg við inntak hugtaksins list. Halldór Armand maldar í móinn: „Það eru nú alveg rithöfundar sem tjá sig um málefni líðandi stundar.“ Jæja. Ég get í það minnsta ekki kvartað undan þér í því sambandi? „Ég er alveg hræddur líka. Eða hef alveg fundið fyrir ótta. Nei, maður bara spyr sig hvort maður sé bara vænisjúkur eða eitthvað en ég hef alveg skrifað hluti þar sem ég hef velt fyrir mér hvort ég sé að styggja valdamikið fólk svo mikið að það muni taka upp símann. En kannski er það bara eitthvað mikilmennskubrjálæði í manni.“ Ef rithöfundar og listamenn eru ekki frjálsir, hver er það þá? „Ég veit það ekki. Já þetta er snúið, því það er eiginlega alveg ómögulegt að ætla að vinna við að skrifa nema með aðstoð frá ríkinu. Svo ég skil alveg fólk sem dreymir um að fá að birta mynd af sjálfu sér með menntamálaráðherra á netinu. Halldór Armand telur okkur ekki hafa gert upp við hrunið sem olli mikilli reiði, sem er óuppgerð í dag.vísir/rax Þetta með frelsið er auðvitað próblematískt hugtak. Það er rosalegt frelsi að geta hugsað og tjáð sig eins og manns innri sannfæring vill en það er líka rosalegt frelsi að geta skrifað/skapað list án þess að vera með fjárhagsáhyggjur. Svo ef þú ert með áskrift að listamannalaunum, þá bara skil ég fullkomlega að þú reynir að láta lítið fyrir þér fara. Ef það er þá þannig, ég veit ekkert um það, og get bara talað fyrir sjálfan mig.“ Rithöfundar verða að gangast við kerfinu eins og það er Árlega kveður við harmakvein úr ranni rithöfunda, þegar greint er frá því hverjir fá úthlutað listamannalaunum. Eins og sá sem segir frá sé að efna til ófriðarins. Ég hef aldrei skilið af hverju menn taka fréttum af þessu svona. Af hverju eru menn ekki ánægðir með þetta? „Já nákvæmlega. Persónulega skoða ég þetta aldrei reyndar. Ég sé ekkert gott koma út úr því.“ Það er eins og þeir skammist sín? Og ég velti fyrir mér hvaðan sú skömm kemur. „Jú, rithöfundar verða að vera tilbúnir til að taka debattið um þessi laun og líka gangast við því að þetta kerfi er eins og það er.“ Þeir hrökkva alltaf í að verja það sama hver gagnrýnin er, vilja vera með puttana í þessu? „Í núverandi samfélagi þá eru þessi laun nauðsynleg ef við viljum varðveita íslenska bókmenntahefð.“ Sjá ofsjónum vegna brauðmola sem hrökkva til rithöfunda Meðan það í sjálfu sér er helsi en ekki frelsi. Þú talaðir áðan um að bóksala sé að dragast saman. Er sú barátta töpuð, með bókina eða er þetta bara tímabil? „Bækur myndu ekki hætta að koma út þótt þessi laun yrðu afnumin en fyrir mér er alveg hlutverk ríkisins að hlúa að sinni eigin menningu og efla hana. Peningarnir sem fara í listamannalaun eru vasaklink við hliðina á þeim óheyrilegu fjárhæðum sem stjórnmálastéttin til að mynda skammtar sjálfri sér eða sólundar í gæluverkefni sín. Eða niðurgreiðslur til valinna aðila, eða pólitískar afskriftir og svo framvegis og svo framvegis.“ Þannig segir Halldór þessa umræðu á hverju ári hálf hlægilega. „Fólk er pirrað út í að listamenn geti fengið einhverja brauðmola til að raunverulega skapa eitthvað áhugavert en lyftir svo ekki litla fingri yfir öllum hinu öllum peningunum sem hverfa í peningasvarthol ríkisins.“ Og inn í þetta helvíti steypir þú Gómi sem bara hlær? „Já algjörlega, talandi um frelsi … Gómur er frjáls maður, hefur sigrast á sjálfum sér, sem er kannski hið eina eiginlega endanlega frelsi. Allir aðrir í sögunni eru óstöðugir og fara gegnum sínar hæðir og lægðir, sínar arkir, en hann er eins og klettur í sinni auðmjúku hógværð.“ Kominn á núllið Þú hefur verið að fá lofsamlega dóma fyrir Mikilvægt rusl, ég veit að þetta er ósanngjörn spurning er er þetta þín besta bók? „Já. Ég held það. Allavega sú skemmtilegasta. Ég get alveg talað heiðarlega um mín verk. Bróðir var vel heppnuð skáldsaga. Mér finnst margt gott í henni. Hún er dálítið grand bók. Mörg lög, tímaflakk og svo framvegis. En ég er langánægðastur með þessa. Því hún er hnitmiðuð, ekki of löng og mér fannst takast að segja söguna á skilvirkan hátt. Halldór Armand segir umræðuna um listamannalaun fáránlega. Í öllum samanburði við útgjöld ríkisins þar sem stjórnmálamenn stýri launaþróuninni.vísir/rax Samt þannig að ég var grenjandi úr hlátri allan tímann. Og þetta eru bestu karakterar sem ég hef búið til en að sama skapi einfaldari bók.“ Ég er ekki eins vel lesinn í Halldóri Armandi og Halldór Armand en ég hallast að því að vera þér sammála? Hvað tekur svo við? „Við verðum að sjá til. Ég fékk uppgjör í gær frá Eymundsson fyrir söluna frá 10. október og út mánuðinn. Og það var mjög jákvætt, talsvert meira en ég bjóst við. Svo ég er núna kominn yfir núll punktinn minn. Það er dálítið annað að fá svona uppgjör sem útgefandi en sem höfundur, skal ég segja þér.“ Og bara bónus héðan í frá að telja? „Hahaha. Uppgjörið frá Storytel í vor var dálítið það sem gerði útslagið. Þá tók þessi ákvörðun að verða kaupmaður/útgefandi sig sjálf.“ Snautlegar greiðslur frá Storytel riðu baggamuninn Höfundar hafa lengi kvartað undan þeirri hugurlús sem þeir frá veitum svo sem Storytel. Eins og fram kom á Vísi á dögunum birti Hildur Knútsdóttir rithöfundur uppgjör þaðan og mátti ljóst vera að rithöfundar eru ekki að ríða feitum hesti frá þeim viðskiptum. Halldór segir engan rithöfund fara varhluta af þessari hungurlús frá Storytel. „Fyrir nokkrum vikum sagði ég opinberlega frá því að ég hafi fengið 36 þúsund krónur sem ég fékk frá Storytel fyrir 350 seld eintök. Svo já, það er augljóslega alveg rétt að höfundar þurfa listamannalaun til að eiga séns á að lifa á skrifunum í þessu hefðbundna kerfi af því þeir fá ekkert gegnum samninga, hvort sem það er við Storytel, forlög eða bókasafnssjóð. En það er líka fullt af fólki sem fær lítil eða engin listamannalaun, er víðáttufjarri því að geta lifað á skrifum, en skrifar samt bækur á íslensku um íslenskan veruleika.“ Lætur sig dreyma um að kreista kollegana Halldór segir að sér finnst gott og mikilvægt að þetta kerfi sé til staðar, og hann er þakklátur fyrir þá mánuði sem hann hefur fengið. „Þeir hafa hjálpað mér mikið þótt upphæðin sé lág, en ég upplifi virðingarleysi í því þegar látið er í veðri vaka að íslensk tunga og menning standi og falli með listamannalaunum, eða að vandaðar bækur á íslensku komi ekki út án þeirra. Halldór Armand lætur sig dreyma: Mig langar að fá mér jakkaföt, einglyrni og vindil, gela hárið aftur og mæta í viðtöl í leðurhönskum.vísir/rax Ekki síst þegar það kemur frá fólki sem getur gengið að þessum 12 mánaða launum sem vísum árum ef ekki áratugum saman, því það er fullt af fólki á Íslandi að búa til áhugaverða list án þess að vera með fasta, litla verktakagreiðslu frá ríkinu um hver mánaðarmót. Framlag þess er engu síðra.“ Ertu byrjaður á næstu bók? „Nei, ég er ekki byrjaður, en svona aðeins byrjaður að láta hugann reika. Ég er bara í hlutverki kaupmannsins núna. Mig langar að fá mér jakkaföt, einglyrni og vindil, gela hárið aftur og mæta í viðtöl í leðurhönskum. Svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur fjárhagslega.“ Meðal þess sem gæti haft þar áhrif eru einmitt téð listamannalaun. „Já, þau stýra því dálítið hvenær ég byrja á einhverju nýju. Svo væri náttúrlega veisla að fara að gefa út aðra. Byrja að kreista kollega mína, vera hinum megin við borðið í leðurhönskunum og stífgelaður að segja við höfunda: Að skrifin séu „blóð, sviti og tár.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Höfundatal Listamannalaun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira