Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Orri skoraði jöfnunarmarkið eftir að Sociedad lenti undir og fékk svo tækifæri til að jafna leikinn aftur í uppbótartíma. Cesar Ortiz Gonzalez/Soccrates/Getty Images Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir Real Sociedad í heimsókn til Viktoria Plzen í Tékklandi. Leiknum lauk þó með 2-1 sigri Plzen eftir óvænt sigurmark varamanns á lokamínútu venjulegs leiktíma. Prince Kwabena Abu kom heimamönnum Plzen yfir í upphafi leiks. Markið var skorað með þéttingsföstu skoti á nærstöngina á 13. mínútu eftir stoðsendingu Pavel Sulc. Gestirnir frá Sociedad voru þó mun hættulegri aðilinn, héldu betur í boltann og sköpuðu fleiri færi. Orri Steinn jafnaði svo metin fyrir þá á 35. mínútu með fínni kollspyrnu sem hann fleytti í fjærhornið eftir fyrirgjöf Mikel Oyarzabal. Áfram ógnuðu gestirnir meira en gekk illa að koma boltanum í netið þrátt fyrir margar tilraunir. Þvert gegn gangi leiksins tókst heimamönnum svo að skora á lokamínútu venjulegs leiktíma. Daniel Vasulin var þar á ferð, rétt eftir að hafa komið inn af varamannabekknum, og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Orri Steinn fékk fínt færi til að jafna leikinn aftur í uppbótartíma en náði ekki nægilega vel til boltans og hitti ekki á markið með skallanum. Heimamenn héldu út og unnu 2-1. Þetta var þeirra fyrsti sigur eftir jafntefli í fyrstu þremur leikjunum. Sociedad er sömuleiðis með fjögur stig. Evrópudeild UEFA
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir Real Sociedad í heimsókn til Viktoria Plzen í Tékklandi. Leiknum lauk þó með 2-1 sigri Plzen eftir óvænt sigurmark varamanns á lokamínútu venjulegs leiktíma. Prince Kwabena Abu kom heimamönnum Plzen yfir í upphafi leiks. Markið var skorað með þéttingsföstu skoti á nærstöngina á 13. mínútu eftir stoðsendingu Pavel Sulc. Gestirnir frá Sociedad voru þó mun hættulegri aðilinn, héldu betur í boltann og sköpuðu fleiri færi. Orri Steinn jafnaði svo metin fyrir þá á 35. mínútu með fínni kollspyrnu sem hann fleytti í fjærhornið eftir fyrirgjöf Mikel Oyarzabal. Áfram ógnuðu gestirnir meira en gekk illa að koma boltanum í netið þrátt fyrir margar tilraunir. Þvert gegn gangi leiksins tókst heimamönnum svo að skora á lokamínútu venjulegs leiktíma. Daniel Vasulin var þar á ferð, rétt eftir að hafa komið inn af varamannabekknum, og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Orri Steinn fékk fínt færi til að jafna leikinn aftur í uppbótartíma en náði ekki nægilega vel til boltans og hitti ekki á markið með skallanum. Heimamenn héldu út og unnu 2-1. Þetta var þeirra fyrsti sigur eftir jafntefli í fyrstu þremur leikjunum. Sociedad er sömuleiðis með fjögur stig.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“