Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 22:00 Amad Diallo skoraði fyrra markið með skalla og seinna markið með þrumuskoti. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester United fagnaði fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í kvöld. 2-0 varð niðurstaðan gegn PAOK. Amad Diallo skoraði bæði mörkin. Heimamenn voru hættulegri aðilinn allan fyrri hálfleikinn og sköpuðu nokkur fín færi en komu marki ekki að. Það breyttist fljótt í seinni hálfleik. Amad Diallo tók forystuna fyrir United með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Bruno Fernandes, sem sveif yfir allan pakkann og datt niður á hárréttum stað. Þeir tveir voru aftur á ferð skömmu síðar, Fernandes þá með stungusendingu á Diallo sem slapp einn í gegn og skaut á markið en það var varið. Á 77. mínútu tókst Diallo hins vegar að finna netið aftur. Hann átti markið skuldlaust og skapaði færið sem leiddi til þess sjálfur. Vann boltann af varnarmanni, sólaði hann svo og smurði boltann í fjærhornið með vinstri fæti. Marcus Rashford var næstum því búinn að bæta þriðja markinu við fyrir United en hitti í hliðarnetið og niðurstaðan 2-0 sigur. Þetta var fyrsti sigur United eftir jafntefli í leikjunum þremur þar á undan. PAOK er með eitt stig eftir jafntefli við Viktoria Plzen í síðustu umferð. Evrópudeild UEFA
Manchester United fagnaði fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í kvöld. 2-0 varð niðurstaðan gegn PAOK. Amad Diallo skoraði bæði mörkin. Heimamenn voru hættulegri aðilinn allan fyrri hálfleikinn og sköpuðu nokkur fín færi en komu marki ekki að. Það breyttist fljótt í seinni hálfleik. Amad Diallo tók forystuna fyrir United með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Bruno Fernandes, sem sveif yfir allan pakkann og datt niður á hárréttum stað. Þeir tveir voru aftur á ferð skömmu síðar, Fernandes þá með stungusendingu á Diallo sem slapp einn í gegn og skaut á markið en það var varið. Á 77. mínútu tókst Diallo hins vegar að finna netið aftur. Hann átti markið skuldlaust og skapaði færið sem leiddi til þess sjálfur. Vann boltann af varnarmanni, sólaði hann svo og smurði boltann í fjærhornið með vinstri fæti. Marcus Rashford var næstum því búinn að bæta þriðja markinu við fyrir United en hitti í hliðarnetið og niðurstaðan 2-0 sigur. Þetta var fyrsti sigur United eftir jafntefli í leikjunum þremur þar á undan. PAOK er með eitt stig eftir jafntefli við Viktoria Plzen í síðustu umferð.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti