Lífið

Selja­skóli og Öldu­sels­skóli á­fram í úr­slit í Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Úr atriði Seljaskóla.
Úr atriði Seljaskóla. Reykjavíkurborg

Seljaskóli og Ölduselsskóli tryggðu sér áfram í úrslit á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks 2024 sem fram fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Átta grunnskólar tóku þátt í gærkvöldi, en það voru Háteigsskóli, Klettaskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli, Rimaskóli, Seljaskóli, Sæmundarskóli og Ölduselsskóli.

Í tilkynningu segir að í úrslit hafi komist Seljaskóli með atriðið Byrðar á baki hverju sem fjallar um álag á ungt fólk í samfélaginu og Ölduselsskóli með atriðið Skólastofan sem fjallar um mistökin og vandræðaleg atvik í skólanum.

Úr atriði Ölduselsskóla í gær.Reykjavíkurborg

Á fyrstu tveimur undanúrslitakvöldunum höfðu atriði Árbæjarskóla, Laugalækjarskóla, Breiðholtsskóla og Hagaskóla tryggt sér sæti í úrslitum.

245 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í atriðunum í kvöld, en í heildina er 721 þátttakandi í Skrekk í ár.

Úrslit Skrekks fara fram 11. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2024 fór fram í Borgarleikhúsinu í gær. Í úrslit komust Breiðholtsskóli með atriðið Hraða lífsins og Hagaskóli með atriðið Stingum af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.