Lífið

Ár­bæjar­skóli og Laugalækjar­skóli á­fram í úr­slit í Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Atriði Árbæjarskóla.
Atriði Árbæjarskóla. Anton Bjarni

Atriði Árbæjarskóla og Laugalækjarskóla komust áfram í úrslit á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að níu grunnskólar hafi tekið þátt í gætkvöldi en það voru Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Foldaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Ingunnarskóli, Klébergsskóli og Laugalækjarskóli.

„Í úrslit komust Árbæjarskóli með atriðið Skapandi hugsun sem fjallar um gildi þess að treysta eigin vitsmunum frekar en gervigreind og Laugalækjarskóli með atriðið Kæra dagbók sem fjallar um mismunandi æviskeið og hringrás lífsins.

238 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í atriðunum í kvöld,“ segir í tilkynningunni. 

Úr atriði Laugalækjarskóla.Anton Bjarni

Á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks á mánudagskvöldi komust atriði Breiðholtsskóla og Hagaskóla áfram. 

Í heildina er 721 þátttakandi í Skrekk í ár.

Skrekkur fer í Borgarleikhúsinu dagana 4., 5. og 6. nóvember 2024 og úrslit verða 11. nóvember.


Tengdar fréttir

Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2024 fór fram í Borgarleikhúsinu í gær. Í úrslit komust Breiðholtsskóli með atriðið Hraða lífsins og Hagaskóli með atriðið Stingum af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.