Lífið

Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ó­mögu­lega stöðu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga Sæland mætti tilbúin til leiks.
Inga Sæland mætti tilbúin til leiks. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir með eigin hanska og bakflæðistöflur til þess að takast á við sterkar sósur. Hún segir bragðið minna sig mest á lagið Hot Stuff með Donnu Summer og gefur lítið fyrir hraðaspurningarnar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðrum þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Stöð 2 og Vísi í tilefni af Alþingiskosningum. Þar setjast leiðtogar stjórnmálaflokkanna niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli.

Inga segist ekki vilja vera amma dreki, segist miklu frekar vera guðmóðir í Flokki fólksins heldur en guðfaðir. Hún ræðir líka tilurð frasans „fæði, klæði, húsnæði,“ hvaða þingmann hún myndi taka með sér á barinn og svo brestur hún að sjálfsögðu í söng svo fátt eitt sé nefnt. 

Þá fékk hún hina ómögulegu spurningu ríða, drepa, giftast þar sem til umræðu voru þrír kollegar Ingu á Alþingi.


Tengdar fréttir

„Ég sparka bara í þig á eftir“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er ekki til í að fallast á að alþingismenn séu drykkfelldari en aðrar starfsstéttir. Hún segir þvert á það sem margir haldi sé mikil gleði á þingi og segist hún sjá ákveðna fegurð í því þegar þingmenn fá sér í glas saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.