Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 17:05 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sambanborið við 6,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. „Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum,“ segir bankastjórinn um sögulega háa verðtryggða vexti. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira