Lífið

Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Travis og Unnur eiga eina stúlku fyrir.
Travis og Unnur eiga eina stúlku fyrir.

Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

„Emmusystir væntanleg 2025 💖 Við Travis erum óendanlega spennt og Emma Sólrún er þegar byrjuð að æfa sig fyrir næturvaktirnar framundan,“ skrifar Unnur und­ir mynd af dóttur þeirra þar sem hún held­ur á són­ar­mynd. 

Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og trúlofuðu sig þann 6. júlí  2021, á afmælisdegi Unnar. 

„Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ skrifaði Unnur í færslu um bónorðið. 

Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona en starfar í dag sem verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu. Unnur er með marga hatta og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði lista, hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún var kosningastjóri VG í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum og samskiptastjóri framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands í vor.


Tengdar fréttir

Er alltaf hrædd

„Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir.

Unnur Eggerts og Mateja til Maura

Unnur Eggertsdóttir og Mateja Deigner hafa gengið til liðs við auglýsingastofuna Maura. Unnur hefur verið ráðin sem hugmynda- & textasmiður og verkefnastjóri og Mateja sem grafískur hönnuður.

Unnur og Tra­vis eignuðust stúlku

Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, tilkynnti í kvöld að henni og unnusta hennar Travis hefði fæðst stúlkubarn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.