Veður

Vestan- og suð­vestan­átt með skúrum eða éljum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður víða á bilinu eitt til sjö stig.
Hiti á landinu verður víða á bilinu eitt til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Smálægð á Grænlandshafi beinir fremur hægri vestan- og suðvestanátt til landsins með skúrum eða éljum, en yfirleitt úrkomulaust fyrir austan.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði víða á bilinu eitt til sjö stig.

„Lægðin er komin norður fyrir land á morgun, fimmtudag, en snýst þá í norðvestankalda eða -strekking með snjókomu eða éljum og kólnar í veðri. Helst þó líklega úrkomulaust og bjart allan daginn á Suðausturlandi. Lægðin fjarlægist landið þegar líður á daginn, en lægir þá og rofar til með kvöldinu.

Á föstudag er færist hæðarhryggur yfir landið og vindar því yfirleitt hægir, víða léttskýjað, en kalt. Næst lægð er þó skammt undan og þykknar þykknar því upp seinnipartinn og fer líklega að snjóa suðvestanlands er líður á kvöldið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðvestan og vestan 8-15 m/s og él, hvassast syðst, en bjartviðri suðaustantil. Rofar smám saman til um kvöldið. Frost 0 til 6 stig.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 og víða bjartviðri, en þykknar upp með snjókomu suðvestanlands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig.

Á laugardag: Breytileg átt, 3-10 m/ og rigning eða slydda með köflum, en rofar til síðdegis. Hiti 0 til 5 stig. Yfirleitt þurrt fyrir norðan með hiti kringum frostmark.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðlægar áttir með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×