„Lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 08:31 Grétar Skúli Gunnarsson bíður eftir niðurstöðu Áfrýjunardómstóls ÍSÍ, eftir að Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði hann í átta mánaða bann. „Ég er búinn að þurfa að standa í einhverju svona bulli allt of lengi,“ segir Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingaþjálfari. Hann er afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í langt bann af stjórn Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) og að Dómstóll ÍSÍ skyldi staðfesta það bann. Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum högg á bikarmóti KRAFT fyrir tæpu ári síðan, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Ásakanir sem Grétar Skúli segir að eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum, þrátt fyrir að dómur sé nú fallinn. Um sé að ræða eineltistilburði af hendi stjórnar KRAFT, sem stjórnin þvertekur þó fyrir, og ítrekaðar kærur frá afrekskonu sem Grétar Skúli þjálfaði um árabil. Kærur sem hann segir sömuleiðis tilefnislausar og hafa öllum verið vísað frá, en hafi valdið því að hann hafi varla mátt mæta á mót síðustu 4-5 ár. „Þetta lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt, þessi dómur,“ segir Grétar Skúli í samtali við Vísi. „Þetta er alveg mjög furðulegt. Þegar dómstóllinn hjá ÍSÍ fór yfir þetta þá var ekki talað við nein vitni sem töluðu fyrir mína hönd. Þau lásu bara það sem KRAFT sendi inn og ekkert meira. Það var engin málsmeðferð. Lögmaðurinn minn fékk ekki að flytja málið, spyrja vitni eða neitt slíkt,“ segir Grétar Skúli, sem er þjálfari hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar og varaformaður félagsins. Stjórn KRAFT dæmdi hann í tólf mánaða bann í ágúst síðastliðnum, og Dómstóll ÍSÍ staðfesti svo bannið með sínum úrskurði en stytti bannið í átta mánuði. Grétar Skúli hefur áfrýjað þeim úrskurði og bíður eftir niðurstöðu Áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Ítrekað kærður af konu sem hann þjálfaði áður Dómurinn er vegna framkomu Grétars Skúla á bikarmóti í Mosfellsbæ fyrir tæpu ári síðan. Stjórn KRAFT kærði hann til Dómstóls ÍSÍ, meira en tveimur mánuðum eftir mótið, en þeirri kæru var vísað frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Grétar Skúli fór hins vegar í bann frá mótum KRAFT því kona sem sakaði hann um að veita sér högg með olnboga í brjóstkassa á mótinu, fyrrverandi iðkandi sem áður hefur ásakað Grétar Skúla um brot gegn sér, kærði hann til lögreglu. Um leið og lögregla hafði vísað málinu frá, og Grétari Skúla þar með frjálst að mæta aftur á mót, segir hann stjórn KRAFT svo hafa kveðið upp sinn úrskurð í málinu og dæmt hann í bann. „Ég hef ekki getað farið á nema eitt eða tvö mót síðan 2019 út af einhverju svona rugli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verið er að kæra mig að tilefnislausu. Stelpan sem kærði mig núna hefur áður kært mig, til lögreglu 2020, og það var í einhverjum fimmtíu liðum. Alvarlegar ásakanir sem auðvitað varð að rannsaka. Svo kom bara ekkert út úr því. Ég missti bara tvö ár úr mínu lífi út af þessu. Þetta var stelpa sem ég þjálfaði í mörg ár áður en hún flutti. Ég vildi ekki þjálfa hana í fjarþjálfun því það er eitthvað sem ég geri bara ekki. En um leið og hún hætti þá var ég bara orðinn versti maður í heiminum, þó að henni hefði gengið frábærlega í íþróttinni og við alltaf verið góðir vinir. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta æxlaðist allt saman,“ segir Grétar Skúli. Ekki sá skemmtilegasti í samskiptum en kunni að umgangast fólk Þó að lögregla hafi vísað kæru konunnar frá þá dæmdi stjórn KRAFT hann í árs bann eins og fyrr segir, og þó að Dómstóll ÍSÍ hafi stytt bannið í átta mánuði þá er Grétar Skúli afar ósáttur með þá niðurstöðu. „Ég er búinn að vera að vinna með fólki í átján ár en ég hef ekki getað farið með mína krakka á mót lengur. Einu skiptin sem ég hef lent í einhverju svona bulli er allt tengt sömu aðilum. Ég get alveg viðurkennt að ég er ekkert skemmtilegasta manneskja í samskiptum en ég er ekki vangefinn. Ég kann alveg að umgangast fólk og hef þjálfað mörghundruð krakka og verið í samskiptum við foreldra. Þetta er ekkert vandamál,“ segir Grétar Skúli. KRAFT hafnar ásökunum um „eineltistilburði“ Kraftlyftingasambandið er ekki með óháðan dómstól eins og flest stærri sérsambönd Íslands. Samkvæmt reglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands þurfti því Dómstóll ÍSÍ einnig að taka málið fyrir. „Sami aðili og kærir mig er sami aðili og rannsakar og fellir dóminn. Síðan er þetta flutt til ÍSÍ sem setur bara sinn stimpil á þetta. Ég er bara saklaus. Þetta er bara vitleysa. Ef ég hefði verið þarna að ráðast eitthvað á fólk þá hefði lögregla bara kært mig,“ segir Grétar Skúli. „Ég er búinn að þurfa að standa í einhverju svona bulli allt of lengi,“ bætir hann við og vill meina að stjórn KRAFT hafi ítrekað reynt að koma fyrir hann og KFA fæti. „Þetta er búið að vera svona í frekar langan tíma, þessir eineltistilburðir. En þau eru búin að ganga allt of langt,“ segir Grétar Skúli og rifjar upp fréttir af því þegar Sara Viktoría Bjarnadóttir, iðkandi hjá KFA, var ekki valin í landsliðið síðasta vetur. Annars segir Grétar Skúli það ekki þjóna neinum tilgangi að rekja nákvæmlega samskipti sín við KRAFT í gegnum tíðina. Hinrik Pálsson, formaður KRAFT, segir að stjórnin muni ekki veita viðtal vegna málsins en vill koma eftirfarandi á framfæri: „Stjórn KRAFT hafnar ásökunum um eineltistilburði, þær eiga ekki við nein rök að styðjast. Að öðru leyti er vísað til úrskurðar Dómstóls ÍSÍ um málið. Málinu hefur verið áfrýjað af hálfu varnaraðila til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið niðurstöðu úr þeirri málsmeðferð.“ Unnið með fólki í átján ár Grétar Skúli, sem er 36 ára, hefur unnið baki brotnu að því að halda úti Kraftlyftingafélagi Akureyrar, sem ítrekað hefur þurft að flytja og er núna með æfingaaðstöðu sína á Hjalteyri. Hann ætlar ekki að láta dóminn stöðva sig í því starfi sem hann hefur sinnt um langt árabil. „Ég hef þjálfað mörghundruð manns, ef ekki þúsund manns, í kraftlyftingum. Ef ég væri einhver afbrotamaður og ömurlegur við fólk þá væri til langur listi af fólki sem ég hefði verið ömurlegur við. Ég er góður kraftlyftingaþjálfari, myndi ég segja, en ég er mikið betri í að vinna með fólki. Ég hef gert það síðan ég var átján ára. Ég fjármagna þetta allt sjálfur og þau [stjórn KRAFT] eru að valda okkur svo miklum skaða. Þetta væri annað mál ef við værum eins og mörg önnur félög – í húsnæði á vegum bæjarins. Við borgum okkar eigin leigu, tryggingar, framkvæmdir og eigum okkar dót. Þetta er ekki fjármagnað af sveitarfélagi. Ég hef verið að stýra langtum stærsta kraftlyftingafélagi á Íslandi, síðan KRAFT fór inn hjá ÍSÍ. Á tímabili vorum við með 450 iðkendur og veltan hjá félaginu var meiri en hjá öllum hinum félögunum á Íslandi til samans, og hjá sambandinu. Samt höfum við rekið þetta allt sjálf í sjálfboðavinnu, án húsnæðis frá sveitarfélaginu,“ segir Grétar Skúli. „Alveg sama um þetta lið“ Hann ætlar ekki heldur að láta deilur við stjórn KRAFT stöðva sig. „Mér er alveg sama um þetta lið. Ég er bara að gera mitt eigið dót. Ég hef engan áhuga á að vera að senda fullt af fólki á einhver mót í útlöndum. Mér finnst skemmtilegast að þjálfa krakka og unglinga, og annað fólk, til að verða betri manneskjur. Það er það sem mér finnst skemmtilegast. Ég er ekki með þetta fólk á heilanum en þau eru augljóslega með mig á heilanum. Ég hef ekki neitt að fela. Það er auðvelt að láta mál líta illa út og tína saman hluti sem eru ósannir til að eyðileggja mannorð fólks.“ Kraftlyftingar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sjá meira
Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum högg á bikarmóti KRAFT fyrir tæpu ári síðan, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Ásakanir sem Grétar Skúli segir að eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum, þrátt fyrir að dómur sé nú fallinn. Um sé að ræða eineltistilburði af hendi stjórnar KRAFT, sem stjórnin þvertekur þó fyrir, og ítrekaðar kærur frá afrekskonu sem Grétar Skúli þjálfaði um árabil. Kærur sem hann segir sömuleiðis tilefnislausar og hafa öllum verið vísað frá, en hafi valdið því að hann hafi varla mátt mæta á mót síðustu 4-5 ár. „Þetta lítur ekki vel út fyrir mig en þetta er ekki satt, þessi dómur,“ segir Grétar Skúli í samtali við Vísi. „Þetta er alveg mjög furðulegt. Þegar dómstóllinn hjá ÍSÍ fór yfir þetta þá var ekki talað við nein vitni sem töluðu fyrir mína hönd. Þau lásu bara það sem KRAFT sendi inn og ekkert meira. Það var engin málsmeðferð. Lögmaðurinn minn fékk ekki að flytja málið, spyrja vitni eða neitt slíkt,“ segir Grétar Skúli, sem er þjálfari hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar og varaformaður félagsins. Stjórn KRAFT dæmdi hann í tólf mánaða bann í ágúst síðastliðnum, og Dómstóll ÍSÍ staðfesti svo bannið með sínum úrskurði en stytti bannið í átta mánuði. Grétar Skúli hefur áfrýjað þeim úrskurði og bíður eftir niðurstöðu Áfrýjunardómstóls ÍSÍ. Ítrekað kærður af konu sem hann þjálfaði áður Dómurinn er vegna framkomu Grétars Skúla á bikarmóti í Mosfellsbæ fyrir tæpu ári síðan. Stjórn KRAFT kærði hann til Dómstóls ÍSÍ, meira en tveimur mánuðum eftir mótið, en þeirri kæru var vísað frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Grétar Skúli fór hins vegar í bann frá mótum KRAFT því kona sem sakaði hann um að veita sér högg með olnboga í brjóstkassa á mótinu, fyrrverandi iðkandi sem áður hefur ásakað Grétar Skúla um brot gegn sér, kærði hann til lögreglu. Um leið og lögregla hafði vísað málinu frá, og Grétari Skúla þar með frjálst að mæta aftur á mót, segir hann stjórn KRAFT svo hafa kveðið upp sinn úrskurð í málinu og dæmt hann í bann. „Ég hef ekki getað farið á nema eitt eða tvö mót síðan 2019 út af einhverju svona rugli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verið er að kæra mig að tilefnislausu. Stelpan sem kærði mig núna hefur áður kært mig, til lögreglu 2020, og það var í einhverjum fimmtíu liðum. Alvarlegar ásakanir sem auðvitað varð að rannsaka. Svo kom bara ekkert út úr því. Ég missti bara tvö ár úr mínu lífi út af þessu. Þetta var stelpa sem ég þjálfaði í mörg ár áður en hún flutti. Ég vildi ekki þjálfa hana í fjarþjálfun því það er eitthvað sem ég geri bara ekki. En um leið og hún hætti þá var ég bara orðinn versti maður í heiminum, þó að henni hefði gengið frábærlega í íþróttinni og við alltaf verið góðir vinir. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta æxlaðist allt saman,“ segir Grétar Skúli. Ekki sá skemmtilegasti í samskiptum en kunni að umgangast fólk Þó að lögregla hafi vísað kæru konunnar frá þá dæmdi stjórn KRAFT hann í árs bann eins og fyrr segir, og þó að Dómstóll ÍSÍ hafi stytt bannið í átta mánuði þá er Grétar Skúli afar ósáttur með þá niðurstöðu. „Ég er búinn að vera að vinna með fólki í átján ár en ég hef ekki getað farið með mína krakka á mót lengur. Einu skiptin sem ég hef lent í einhverju svona bulli er allt tengt sömu aðilum. Ég get alveg viðurkennt að ég er ekkert skemmtilegasta manneskja í samskiptum en ég er ekki vangefinn. Ég kann alveg að umgangast fólk og hef þjálfað mörghundruð krakka og verið í samskiptum við foreldra. Þetta er ekkert vandamál,“ segir Grétar Skúli. KRAFT hafnar ásökunum um „eineltistilburði“ Kraftlyftingasambandið er ekki með óháðan dómstól eins og flest stærri sérsambönd Íslands. Samkvæmt reglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands þurfti því Dómstóll ÍSÍ einnig að taka málið fyrir. „Sami aðili og kærir mig er sami aðili og rannsakar og fellir dóminn. Síðan er þetta flutt til ÍSÍ sem setur bara sinn stimpil á þetta. Ég er bara saklaus. Þetta er bara vitleysa. Ef ég hefði verið þarna að ráðast eitthvað á fólk þá hefði lögregla bara kært mig,“ segir Grétar Skúli. „Ég er búinn að þurfa að standa í einhverju svona bulli allt of lengi,“ bætir hann við og vill meina að stjórn KRAFT hafi ítrekað reynt að koma fyrir hann og KFA fæti. „Þetta er búið að vera svona í frekar langan tíma, þessir eineltistilburðir. En þau eru búin að ganga allt of langt,“ segir Grétar Skúli og rifjar upp fréttir af því þegar Sara Viktoría Bjarnadóttir, iðkandi hjá KFA, var ekki valin í landsliðið síðasta vetur. Annars segir Grétar Skúli það ekki þjóna neinum tilgangi að rekja nákvæmlega samskipti sín við KRAFT í gegnum tíðina. Hinrik Pálsson, formaður KRAFT, segir að stjórnin muni ekki veita viðtal vegna málsins en vill koma eftirfarandi á framfæri: „Stjórn KRAFT hafnar ásökunum um eineltistilburði, þær eiga ekki við nein rök að styðjast. Að öðru leyti er vísað til úrskurðar Dómstóls ÍSÍ um málið. Málinu hefur verið áfrýjað af hálfu varnaraðila til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið niðurstöðu úr þeirri málsmeðferð.“ Unnið með fólki í átján ár Grétar Skúli, sem er 36 ára, hefur unnið baki brotnu að því að halda úti Kraftlyftingafélagi Akureyrar, sem ítrekað hefur þurft að flytja og er núna með æfingaaðstöðu sína á Hjalteyri. Hann ætlar ekki að láta dóminn stöðva sig í því starfi sem hann hefur sinnt um langt árabil. „Ég hef þjálfað mörghundruð manns, ef ekki þúsund manns, í kraftlyftingum. Ef ég væri einhver afbrotamaður og ömurlegur við fólk þá væri til langur listi af fólki sem ég hefði verið ömurlegur við. Ég er góður kraftlyftingaþjálfari, myndi ég segja, en ég er mikið betri í að vinna með fólki. Ég hef gert það síðan ég var átján ára. Ég fjármagna þetta allt sjálfur og þau [stjórn KRAFT] eru að valda okkur svo miklum skaða. Þetta væri annað mál ef við værum eins og mörg önnur félög – í húsnæði á vegum bæjarins. Við borgum okkar eigin leigu, tryggingar, framkvæmdir og eigum okkar dót. Þetta er ekki fjármagnað af sveitarfélagi. Ég hef verið að stýra langtum stærsta kraftlyftingafélagi á Íslandi, síðan KRAFT fór inn hjá ÍSÍ. Á tímabili vorum við með 450 iðkendur og veltan hjá félaginu var meiri en hjá öllum hinum félögunum á Íslandi til samans, og hjá sambandinu. Samt höfum við rekið þetta allt sjálf í sjálfboðavinnu, án húsnæðis frá sveitarfélaginu,“ segir Grétar Skúli. „Alveg sama um þetta lið“ Hann ætlar ekki heldur að láta deilur við stjórn KRAFT stöðva sig. „Mér er alveg sama um þetta lið. Ég er bara að gera mitt eigið dót. Ég hef engan áhuga á að vera að senda fullt af fólki á einhver mót í útlöndum. Mér finnst skemmtilegast að þjálfa krakka og unglinga, og annað fólk, til að verða betri manneskjur. Það er það sem mér finnst skemmtilegast. Ég er ekki með þetta fólk á heilanum en þau eru augljóslega með mig á heilanum. Ég hef ekki neitt að fela. Það er auðvelt að láta mál líta illa út og tína saman hluti sem eru ósannir til að eyðileggja mannorð fólks.“
Hinrik Pálsson, formaður KRAFT, segir að stjórnin muni ekki veita viðtal vegna málsins en vill koma eftirfarandi á framfæri: „Stjórn KRAFT hafnar ásökunum um eineltistilburði, þær eiga ekki við nein rök að styðjast. Að öðru leyti er vísað til úrskurðar Dómstóls ÍSÍ um málið. Málinu hefur verið áfrýjað af hálfu varnaraðila til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið niðurstöðu úr þeirri málsmeðferð.“
Kraftlyftingar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sjá meira