Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2024 12:10 Støre hefur aldrei verið betri. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna. Forsætisráðherrann birti myndir úr sundinu á samfélagsmiðlinum Instagram. Støre er líklega stærsti aðdáandi íslenskrar sundmenningar utan landsteinanna en hann fer í sund í hvert einasta skiptið sem hann sækir klakann heim. Hann er staddur hér á landi til að sækja Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík í þetta skiptið. Það hefur raunar vakið athygli í Noregi hvað Støre elskar íslenskar sundlaugar og var aðdáunin umfjöllunarefni norska ríkisútvarpsins í maí í fyrra þegar Støre sótti leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Þá tók fréttamaður NRK viðtal við Støre þar sem hann var staddur í heitasta potti Sundhallarinnar um íslensku sundmenninguna. „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ sagði ráðherrann við NRK í fyrra. Hann sagði við tækifærið að Ísland ætti sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. Haft var eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Svona byrjar Støre daginn í Reykjavík. Støre hefur aldrei verið betri. „Nú er ég klár í að hitta góða norræna kollega!“ segir forsætisráðherrann. Sundlaugar Reykjavík Noregur Íslandsvinir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Forsætisráðherrann birti myndir úr sundinu á samfélagsmiðlinum Instagram. Støre er líklega stærsti aðdáandi íslenskrar sundmenningar utan landsteinanna en hann fer í sund í hvert einasta skiptið sem hann sækir klakann heim. Hann er staddur hér á landi til að sækja Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík í þetta skiptið. Það hefur raunar vakið athygli í Noregi hvað Støre elskar íslenskar sundlaugar og var aðdáunin umfjöllunarefni norska ríkisútvarpsins í maí í fyrra þegar Støre sótti leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Þá tók fréttamaður NRK viðtal við Støre þar sem hann var staddur í heitasta potti Sundhallarinnar um íslensku sundmenninguna. „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ sagði ráðherrann við NRK í fyrra. Hann sagði við tækifærið að Ísland ætti sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. Haft var eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Svona byrjar Støre daginn í Reykjavík. Støre hefur aldrei verið betri. „Nú er ég klár í að hitta góða norræna kollega!“ segir forsætisráðherrann.
Sundlaugar Reykjavík Noregur Íslandsvinir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira