Tottenham menn rifust um það hvor tæki vítið sem tryggði svo sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 20:57 Richarlison og James Maddison rífast hér um það hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnuna sem skilaði Tottenham síðan sigrinum. Getty/Crystal Pix Tottenham fagnaði sigri í þriðja leik sínum í röð í Evrópudeildinni þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á hollenska liðinu AZ Alkmaar. Tottenham hefur fullt hús eins og Lazio frá Ítalíu og Anderlecht frá Belgíu sem unnu líka 1-0 sigra í kvöld. Eina mark Tottenham skoraði Brasilíumaðurinn Richarlison úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Svíinn Lucas Bergvall fiskaði vítið. Leikmenn Tottenham rifust reyndar um það hver tæki vítið en Richarlison hafði þar betur gegn James Maddison. Tottenham liðið endaði leikinn ellefu á móti tíu eftir að David Møller Wolfe fékk sitt annað gula spjald. Evrópudeild UEFA
Tottenham fagnaði sigri í þriðja leik sínum í röð í Evrópudeildinni þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á hollenska liðinu AZ Alkmaar. Tottenham hefur fullt hús eins og Lazio frá Ítalíu og Anderlecht frá Belgíu sem unnu líka 1-0 sigra í kvöld. Eina mark Tottenham skoraði Brasilíumaðurinn Richarlison úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Svíinn Lucas Bergvall fiskaði vítið. Leikmenn Tottenham rifust reyndar um það hver tæki vítið en Richarlison hafði þar betur gegn James Maddison. Tottenham liðið endaði leikinn ellefu á móti tíu eftir að David Møller Wolfe fékk sitt annað gula spjald.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“