Íslenski boltinn

Nú fögnuðu Stjörnustrákarnir sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjarnan eignaðist nýja Íslandsmeistara í dag.
Stjarnan eignaðist nýja Íslandsmeistara í dag. Vísir/Diego/Samsett

Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn hjá C-liðum 4. flokks eftir sigur í endurteknum úrslitaleik á Akureyri.

KA hafði fagnað sigri eftir úrslitaleikinn á dögunum eftir sigur í vítakeppni en Stjarnan kærði leikinn þar sem framlengingin fór ekki rétt fram.

Þegar liðin mættust í síðasta mánuði gerði dómari, sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið.

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin.

Framlengingin var því spiluðu aftur í dag og þar náðu Stjörnustrákarnir að tryggja sér sigurinn áður en kom til vítaspyrnukeppni.

KA hafðu komist í 3-0 í fyrri leiknum en Stjarnan náði að jafna í 3-3. Í dag var byrjað í stöðunni 3-3 og spilaðir tveir hálfleikar af framlengingu sem voru tíu mínútur hvor.

Sigurmarkið og eina markið í framlengingunni skoraði Gunnar Andri Benediktsson. Það má sjá leikskýrslu leiksins hér.


Tengdar fréttir

Sjálfboðaliðinn miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan

„Sjálfboðaliðinn er alveg miður sín og þetta hjálpar okkur ekki að menn fái svona yfir sig þegar þeir gera mistök,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um sjálfboðaliða félagsins sem dæmdi úrslitaleikinn við Stjörnuna í C-liðum 4. flokks drengja. Framlenging leiksins, og mögulega vítaspyrnukeppni, verður endurtekin í dag.

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×