Haaland með stórbrotið mark í laufléttum sigri City manna 23. október 2024 20:50 Erling Haaland fagnar öðru marka sinna fyrir Manchester City í kvöld. Getty/ Robbie Jay Barratt Manchester City átti ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Spörtu Prag í Meistaradeildinni. Leiknum verður líkleg minnst fyrir stórbrotið mark Norðmannsins Erling Braut Haaland þegar hann kom liðinu í 2-0 snemma í seinni hálfleiknum. Hann hélt því áfram að bæta við magnaða tölfræði sína í Meistaradeildinni. Það er fyrra mark hans í leiknum sem mun stela fyrirsögnunum. Haaland skoraði þá með ótrúlegri viðstöðulausri hælspyrnu fyrir aftan bak. Hann sjálfur gat ekki annað en brosað eftir þetta ótrúlega mark. Mark Haaland kom á 58. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Savinho. Hann bætti við öðru marki sínu og kom City í 4-0 á 68. mínútu. City hafði þá skoraði þrjú mörk á tíu mínútum því John Stones hafði skoraði þriðja markið á 64. mínútu. Phil Foden kom City í 1-0 strax á þriðju mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Manuel Akanji. Fimmta markið skoraði Matheus Nunes úr vítaspyrnu en hann átti góðan leik og hafði gefið tvær stoðsendingar. City menn gerðu jafntefli í fyrstu umferð en brunuðu upp stigatöfluna með þessum öðrum örugga sigri sínum í röð. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City átti ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Spörtu Prag í Meistaradeildinni. Leiknum verður líkleg minnst fyrir stórbrotið mark Norðmannsins Erling Braut Haaland þegar hann kom liðinu í 2-0 snemma í seinni hálfleiknum. Hann hélt því áfram að bæta við magnaða tölfræði sína í Meistaradeildinni. Það er fyrra mark hans í leiknum sem mun stela fyrirsögnunum. Haaland skoraði þá með ótrúlegri viðstöðulausri hælspyrnu fyrir aftan bak. Hann sjálfur gat ekki annað en brosað eftir þetta ótrúlega mark. Mark Haaland kom á 58. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Savinho. Hann bætti við öðru marki sínu og kom City í 4-0 á 68. mínútu. City hafði þá skoraði þrjú mörk á tíu mínútum því John Stones hafði skoraði þriðja markið á 64. mínútu. Phil Foden kom City í 1-0 strax á þriðju mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Manuel Akanji. Fimmta markið skoraði Matheus Nunes úr vítaspyrnu en hann átti góðan leik og hafði gefið tvær stoðsendingar. City menn gerðu jafntefli í fyrstu umferð en brunuðu upp stigatöfluna með þessum öðrum örugga sigri sínum í röð.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti