Lífið

Fyrr­verandi söngvari Iron Maiden látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Paul Di'Anno á góðri stundu að spila árið 2013 á Hard Rock Festival í Wales.
Paul Di'Anno á góðri stundu að spila árið 2013 á Hard Rock Festival í Wales. Getty

Paul Di'Anno, fyrrverandi söngvari Iron Maiden, er látinn 66 ára að aldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu Conquest Music.

„Fyrir hönd fjölskyldu hans, tilkynna Conquest Music með sorg í hjarta andlát Paul Andrews, þekktur opinberlega sem Paul Di'Anno. Paul lést á heimili sínu í Salisbury 66 ára að aldri,“ segir í tilkynningunni.

Þungarokkari í áratugi

Di'Anno fæddist í Chingford í London árið 1958 og var í Iron Maiden frá 1978 til 1981. Hann söng á fyrstu tveimur plötum hljómsveitarinnar, Iron Maiden og Killers, áður en honum var skipt út fyrir Bruce Dickinson.

Eftir að hann yfirgaf Iron Maiden átti Di'Anno farsælan feril og söng í ýmsum ólíkum þungarokkshljómsveitum, þar á meðal Battlezone og Killers auk þess að gefa út fjölda platna undir eigin nafni.

Undanfarin ár glímdi Di'Anno við mikil veikindi og þurfti þess vegna að nota hjólastól. Hann spilaði þrátt fyrir það á tónleikum um allan heim og yfir hundrað tónleikum á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×